Thursday, June 02, 2005

Chernobil

Ég hef verið í bankaviðskiptum við Íslandsbanka (526) síðan vorið 1986. Þá hét hann ekki einu sinni Íslandbanki heldur gamli Alþýðubankinn. Ég hef haldið tryggð við hann alla tíð síðan. Fór um hríð yfir í Spron, en kom aftur til baka fyrir rúmlega þrem árum. Í tæplega tuttugu ár hef ég haft viðskipti við útibúið og er ennþá með gamla tékkareiknisnúmerið. Man þetta svo vel því flestallir sem unnu hjá Verkamannabústöðum í Reykjavík voru skikkaðir í Alþýðubankann um það leyti sem sprengingin var í Chernobil kjarnorkuverinu í Úkraínu (USSR), því yfirverkstjórinn hafði tengsl við Alþýðubankann. Ég hef alltaf haldið tryggð við hann síðan. Eins og gengur og gerist hef ég stundum komist í hann krappann í fjármálum, en hef alltaf náð að snúa mér útúr því og jafnt og þétt hef ég verið að sigla í betri stöðu. Auðvitað er slatti af greiðslubyrgði. Um 100.000 kr á ári fara til dæmis alltaf í námslán á hverju ári. Svo hef ég leyft mér að fara í sumarfrí erlendis á hverju ári síðan 1996 osf. En hina síðustu mánuði hef ég haft jafnar og síhækkandi tekjur, en framkvæmdirnar undarfarnar vikur á íbúðinni hafa kostað það að ég gat ekki klárað að borga vísareikninginn. Framkvæmdirnar með öllu hafa kostað rúmlega 200.000 þegar allt er með talið, 1. píparinn 2. smiðurinn 3. efni-gifs-vaskur-2 hurðir-sturta-sturtuklefi-blöndunartæki-málning-timbur-klósett osf osf. Þetta var ekki stór upphæð, hefði aðeins þurft að hækka yfirdráttinn um 100.000 í 200.000. Þess utan er er íbúðin nú orðin að tveim íbúðum og leigjandi er fundinn og öruggar leigutekjur farnar að renna inn. Svo hefur 11 milljón króna íbúðin sem við keyptum fyrir þrem árum orðin 16 milljónir að markaðsvirði. Samt því miður fékk ég synjun þótt að nettolaun mín síðustu mánuði hafa verið hærri en ofangreind upphæð sem ég bað um, en hver 16. ára unglingur fær auðveldlega þessa upphæð. Í mínu tilviki kom ekki einu sinni til greina að fá ábyrgðarmann. (Já, ekki einu sinni faðir minn, sem í dag er margmilljóner má ganga í ábyrgð fyrir 200.000 yfirdrátt) Jafnvel þótt að ég sé í engum vanskilum við bankann og samið um alla lausa enda alstaðar. En hver er ástæðan fyrir synjuninni. Hún á að vera sú að ég sé með bankaviðskipti annarsstaðar. Það er haugalygi, bull og kjaftæði. Og ég spyr aftur hver er ástæðan? Er ástæðan sú að ég er þegar búinn að greiða milljónatugi í vexti í gegnum árin til míns ástkæra útibús eða er ástæðan sú laun mín hafa eingöngu runnið þarna í gegn í rúmlega 15. ár eða hvað. Ég fæ þó samt ennþá eitthvað yfirvinnuorlof í gegnum Spron. Annað ekki, því síðustu þrjú árin hef ég eingöngu dælt mínum launum þarna í gegn um bankabók, en á gamla tékkareikningum er ég með ofangreinda heimild (100.000). Þjónustustjórinn er farinn að stjórna í öðrum banka, en útbústjórinn hef ég ekki náð í og hún ekki svarað skilaboðum, kannski sem betur fer. Ég skil því greiðslukortið eftir þegar ég held til Moskvu. Mikið öryggi í því eða hitt og heldur, með 200$ í rassvasanum og ekkert meir. Flugmiðan staðgreiddi ég að sjálfsögðu, en Haukur kommi Hauksson farastjóri mun sjá um að allt verði í lagi og vernda okkur frá mafíunni. Var samt að spökulera hvort ég ætti að tala við toppana á Kirkjusandi, til dæmis Bjarna Ármannsson eða Andra Hrólfsson hjá Vísa.
The image “http://enorgis.com/Images/tn_chernobil.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nokkuð til að kíkja á póstinn þinn, herra bankaskelfir? ómögulegt að ná í þig síðan þú hvarfst svo sviplega af ICC og úthúðaðir þeirri ágætu stofnun hér á blogginu í þokkabót

kv.Siggi

3:43 AM  
Blogger Gunz said...

sælir félagi. Nei ég sakna icc mikið. Eins og ég segi get ekki borgað fyrir icc nema að fá yfirdráttinn úr 100.000 - 200.000 og borga upp visa. Er samt ánægður á bréfskákserverunum. Hey ég sendi þér línu á si@visir.is og kem sem allra fyrst á icc. Annars er ég á leiðinni niðrá Kirkjusand að tala við toppana. Ég er ekki að grínast, er að safna gögnum í dag. Kveðja til Bulgaríu!

5:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Passaðu þig á leigubílamafíunni út í Rússiá

5:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Master, þú hefur heilmikið skánað andlega eftir að þú hættir þessu ICC leifturskákar-bulli. Farinn að hafa orku í að blogga ofl. sem þú nenntir ekki á meðan þessari ICC vitleysu stóð. Það fer engum fram á því að tefla mínútuskákir..

3:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gáfulegt eða þannig. En svona ef menn skyldu ekki vita það, þá er möguleiki á alls kyns tímamörkum á ICC. Mínútuskákir eru kannski einum of mikið rugl en eru bara einn möguleiki, ekki sá eini. Það er meira að segja hægt að fara í bréfskák þarna.
Og "skánað andlega" hvað? Ertu barasta að halda því fram að menn séu eitthvað í ólagi? Ekki sammála!

2:42 AM  

Post a Comment

<< Home