Friday, May 20, 2005

Gleðibankinn

Ég er af þeirri kynslóð sem man eftir "Gleðibankaævintýrinu". Þá átti heldur betur að sigra heiminn. Þegar þrír ólíkir flytjendur voru klæddir í fáránlega búninga og látnir dansa hallærislega og íslenska þjóðin fór yfir um. Eru ekki nákvæmilegta 19. ár síða Icy-flokkurinn átti að sigra heiminn, en ung 14. ára stúlka stal senunni. Íslendingar hafa ekkert lært. Þetta gerist ár eftir ár. Ég hélt að ég væri að upplifa Dejavú. Við vorum búinn að vinna keppnina fyrirfram. Ég var svo heppinn að ég var í fjallgöngu þegar Sema var að syngja. Ég fór á Keili með vinnufélögum mínu, þeim Steinari, Elínu og Guðrúnu og við stóðum á toppnum og horfðum á hið glæsilega útsýni, þegar forkeppnin var að byrja. Auðvitað hefði ég sem sannur Eurovision aðdáandi viljað sjá Ísland ná lengra, en það er samt óþarfi að vera með einhvern hroka. Ég sá lögin á TVE (og í norska þættinum), en Spánverjar sýndu keppnina eftirá, þannig að ég náði í raun lagi Selmu. Er Selma orðin veruleikafyrrt stjarna. Þessi ummæli hennar: "Það er náttúrulega ekki hægt annað en að hlæja að þessari niðurstöðu," sagði Selma þegar úrslitin lágu fyrir. Er hún orðin einhver ofur "díva" og farinn að reikna með sigri fyrirfram eða var þjóðin búin að heilaþvo hana. Höldum bara forkeppni næst og veljum sjálf okkar fulltrúa og leyfum flytjendum sjálfum að velja sín föt, en ekki einhvern barnaglansgalla. Svo er það góða að Gísli Marteinn verður ekki meira með sem þulur, því hann ætlar í Borgarstjórann. Hann er allveg glataður í þessu. Hann er allveg hrikalega hlutdrægur, og kommenterar á lögin, ár eftir ár. Það á ekki að vera hans hlutverk. Hann átti bara að segja fimmaurabrandara. Skildi hann karl faðir minn aldrei hafa talað við hann um þetta? En ég gæti allveg kosið Gísla seinna, þegar hann er orðinn nýr foringi, hver veit? Það er nefnilega náttúrulögmál. Vinstri menn enda oft sem hægri menn osf. En ég ætla að vera með hefbundið Eurovisonpartý á laugardaginn. Þýðir ekkert að væla. Annars keypti ég tvo gullmola um daginn í kolaportinu. Tvær litlar vínilplötur, Dana með "All kinds of everything" og Thach im með "Ding-a-dong". Samtals á 100 kr.
Keilir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home