Monday, May 02, 2005

1. mai

Fór í kröfugöngu í gær, en mætti aðeins of seint og sá á eftir göngunni niður götuna sem ég man nú ekki hvað heitir og til að ná liðinu, hljóp ég niður Bragagötu og náði göngunni hjá Hljómskálagarðinum. Þar hitti ég fyrir Hauk komma Hauksson ásamt hinu gönguliðinu. Enduðum svo á Ingólfstorgi þar sem haldnar voru barátturæður. Þar mátti hitta fyrir, Palestínuvini, anarkista, kommúnista, femenista og slatta af petophilum. Hrikalega er þetta allt orðið hallærislegt. Hvað er orðið af baráttuandanum? Ég hefði frekar viljað vera viðstaddur Gúttoslaginn, fyrir tæplega áttatíu árum. Þá var smá andi í fólkinu. Núna er þetta sömu hátíðarklísjurnar ár eftir ár, en ég mæti nú samt alltaf og er ekkert betri en hinir. Jóhannes Ómegakraftur var á svæðinu að ljósmynda, sem og hinar ýmsu hreyfingar með söfnunarbauka. Síðan fengu allir dreifimiða þar sem öllum var boðið á Borgina, en Samfylkingin var með opið hús á Hótel Borg. Ég var ekki einn um að miskilja, því ekki voru veitingar í boði, en Össur og Imba voru í sínu fínasta pússi, þannig að ég flúði upp Laugarveginn og endaði svo í MÍR salnum (Menningastofnun Íslands og Rússland (áður Ráðstjórnarríkjana)), þar sem alvöru kommar sötruðu kaffi og þar sá ég meðal annars hin fræga Sólmyrkva, sem Ísak heitir. Þeir eiga allveg ótrúlega öfluga og sterka stóla þarna þeir Rússavinir og sennilega eru þetta sovéskir gæðastólar, því Sólmyrkvinn sat á allveg pínulitlum stól, sem brotnaði ekki. En fyrir þá sem ekki vita er Ísak milli 220-230 kíló. Verst að ég gleymdi að taka mynd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home