Sunday, April 24, 2005

THE MOTORCYCLE DIARIES

Ég skellti mér á myndina um Che um daginn. Allveg ótrúlega mögnuð mynd um byltingarleiðtogann goðsagnarkennda, sem sýnir hversu heillandi og hættulega þessi Suður-Amerika var og er og verður. Che ferðaðist ásamt vini sínum á móturhjóli frá Buanos Aires í Argentínu til Venazuela, sem ungur maður en hann var liðlega 24. ára þegar hann fór í þetta ferðalag, en hann átti víst að hafa farið í nokkrar ferðir á sýnum tíma. Seinna kynnist hann Fidel Castro og tekur þátt í byltingarævintýrinu á Cubu. Ég fór á myndina með Sigurði Ingasyni Kúbufara, sem var í leyfi hér á landi, en hann stundar nú nám í Búlgaríu. Í síðustu viku fór ég svo á Kólumbísku myndina um hana Maríu, sem ákvað að gerast burðardýr og gleypa nokkra smokka. Einnig allveg ótrúlega flott mynd. Á náttborðinu er svo bókin: Frásögn af mannráni, eftir Gabriel García Marquez, en hún fjallar um átakanlega sögu þeirra tíu gísla sem eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar tók árið 1990 í Kolumbíu og hafði í haldi mánuðum saman. Þau eru mjög heillandi þessi lönd Suður-Ameríku, sérstaklega Kólumbía. Ég hef reyndar komið til Latnesku-Ameríku, Florida og Cubu en því miður aldrei til Suður-Ameríku. Annars hitti ég Skemmujarlinn um daginn, sem væri eflaust til í að fara með mér til Kólumbíu, en hann er núna orðinn fjölskyldumaður og við fengum sennilega aldrei leyfi fyrir þessari ferð. Kannski fæ ég aldrei að heimsækja þessa mögnuðu heimsálfu, en ég átti þó náin kynni við Peru fyrir nokkrum árum.
The image “http://www.e.kth.se/org/emission/2001/7/maccu-piccu.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home