Saturday, April 16, 2005

Innréttingar og drasl

Reyndar heitir búðin INRÉTTINGAR OG TÆKI staðsett neðarlega í Ármúlanum. Þar hef ég keypt hreinlætistæki fyrir tugi þúsunda og heimsmeistarinn er að hjálpa mér að innrétta nýtt baðherbergi. Bölvað drasl, betra að versla við stóru risana Húsasmiðjuna eða Byko. Eða farið bara í Vatnsvirkjann í Ármúla. Ég er alger sveppur í smíðum, rafmangi og pípulögnum. Hef hingað til verið stoltur af því, en er það ekki lengur. Keypti svo vitlausan klefa fyrir Guðna karlinn, var því miður ekki hægt að skipta út, þar sem hreyft hafði verið við pakkningu. Já passar ekki en ekkert er ómögulegt, kostar bara meiri vinnu, en eftir stendur að gamla kerlingin sem rekur þessa verslun ásamt manni sínum er anzi óliðleg. Skil hana að mörgu leiti, ekki vinsælt að skipta hlutum, en þetta er bölvuð skranbúð sem pípararnir forðast og klikkuð gömul kerling í forsvari. Talandi um heimsmeistarann. Vonandi eignumst við heimsmethafa í dag. Hvað mun Benedikt tak í réttstöðunni?


4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ætlarðu að hafa tvö baðherbergi í þesari íbúð'? hvað er hún 65 fermetrar?
Kveðja Sir Cat

5:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innréttingar og tæki
Ég hef svipaða sögu að segja af versluninniInnréttingar og tæki.
Keypti blöndunartæki frá þeim og við uppsetningu kom berlega í ljós hversu óvönduð og léleg varan frá þeim er. Þetta væri ekki frásögu færandi ef viðmót starfsfólks og eigenda verslunarinnar hefði ekki verið eins dónalegt og ófaglegt og raunin varð. Hortugheit og dónaskapur er lýsandi fyrir viðbrögðin og mig grunar að ástæðan fyrir því sé að þau geri sér fyllilega grein fyrir því hversu mikið rusl varan sem þau selja er.
Ég veit það einnig fyrir víst að fagmenn forðast það eins og pestina að eiga viðskipti við verslunina.

3:27 PM  
Blogger blabla said...

This comment has been removed by the author.

4:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er algjörlega sammála. Leiðinleg framkoma og viðmót starfsfólks í þessu fjölskyldufyrirtæki við skil á vöru innan skilafrests, eða réttara sagt tilraun til þess! Þau neituðu að taka vöru tilbaka sem var óopnuð í pakkningum og þrátt fyrir að á reikningi stóð skýrt: 30 daga skilafrestur. Engin endurgreiðsla. Þökkum viðskiptin!!
Versla þarna ekki aftur eftir dónaskap og leiðindi og skora á fólk að hugsa málið fyrir viðskipti við fyrirtækið Innréttingar og tæki í Ármúla. Ætla að athuga málið hjá Netendasamtökunum og rétt neytenda við svona brot á yfirlýsingu á útgefnum reikningi

1:06 AM  

Post a Comment

<< Home