Ragnars Reykás syndromið
Loksins held ég að ég hafi séð meistara Fischer í bænum. Kíkti í bæinn á Sumardaginn fyrsta, en sá voðalega fáa. Þó var milt vorveður í lofti, en afskaplega slöpp stemning. Held að allir hafi farið í Nautólfsvíkina. En hvað um það. En þegar ég keyri framhjá bókabúð Braga Kristjónssonar á Hverfisgötu, þá sé ég Magnús Skúlason geðlækni fyrir utan búðina að tala í farsíma og opið inní verslunina þótt lögbundinn frídagur væri og ég renni annan hring og sé þá Fischer hokra yfir einhverjum skræðum við gluggann. Þetta hafa örugglega verið einhverjar samsærisbókmenntir um þjóðarmorð Bandaríkjamanna á indjánum eða eitthvað mergjað. Hvað um það þá lagði ég ekki í að fara að þvælast inn. Heyri svo á sama tíma í bílnum þátt á Talstöðinni um Meistara Megas, þar sem rætt var við Braga fornbókasala um Megas, sem kemur daglega í verslun hans í leit að utangarðsbókmenntum. Allveg stórfurðulegur staður! Í eina skiptið sem ég kíkti til Braga var þar staddur enn annar fastakúnni, Hrafn "Reykás" Jökulsson frændi fornbókasalans, eða sá sami og snéri við Fischer bakinu um daginn. Er þetta ekki bara stórhættuleg verslun, með jafn öfluga fastakúnna. Nei svo er ekki, við erum bara öll Ragnar Reykásar inn við beinið.
3 Comments:
Ætli Fischer sé ennþá að tefla
Hann teflir víst mikið við Sæma.
Með kveðju,
Reykás
Teflir langmest við páfann..
Post a Comment
<< Home