Thursday, April 21, 2005

Miðbæjarskólinn

Ég var að heyra að það ætti að leggja niður Miðbæjarskólann og færa kennsluna eitthvað annað. Veit þó ekki með Námsflokkana sjálfa, hvað um þá verður. Í Miðbæjarskólanum hafa margir heilbrigðisstarsmenn náð að mennta sig, þar hafa líka margir nýbúar hafið sitt íslenskunám, en í sögulegum skilningi er þetta hús allveg ómetanlegt. Húsið er eitt elsta skólahús á landinu og ef R-listinn ætlar að leggja hann niður ætla ég að kjósa Íhaldið næst. Já, ótrúlegt en satt: Ég endurtek ég mun kjósa Íhaldið næst ef þetta verður að veruleika. Þá mun ekki heldur kjósa hana Ingibjörgu í póst formanskjörinu. Ég gekk í flokkinn á sínum tíma til að styðja Össur og Mörð í prófkjöri, núna ætlaði ég að kjósa kerlinguna til forustu. Hef ekkert á móti Össuri, en ég tel að Imba sé það mikill foringi að hún taki íhaldið. Hélt um daginn að Össur myndi vinna. Hann á sér marga stuðningsmenn sem vinna dag og nótt, meðal annars Hrafn Jökulsson og Róbert Harðarson eru með tugi róna af miðbar og Grandinu, sem hafa verið að smala fyrir Össur, en ég held núna að konu mafían í flokknum, sé mun ósýnilegra afl, alla vegana fyrir mér. En hvað um það, er ekki viss um að ég vilji vera einhvers samfylkingarkrati lengur. Eins og ég sagði alltaf við Stefán komma. Við alþýðubandalagskratar eigum að vera í Samfylkingunni og gera síðan vinstri byltingu þar, en ekki vera í vinstri grænum. Sá flokkur er nú ljóta úrkynjunin á kommúnisma.
Fallbyssur við   Miðbæjarskóla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home