Wednesday, April 27, 2005

Verklegt próf

Ég var í verklegu prófi í gær í sjúkraðliðanum og held að mér hafi bara gengið sæmilega, en anskoti kveið ég fyrir þessu prófi. Hafði ekki mætt neitt sérstaklega vel, en þó innan marka því ákveðin mætingarskylda er í gangi. Svo hafði ég ekki verið nógu duglegur að glósa og hafði því ekki mikið sem ég gat stólað á. Hefði getað lent á verkefni sem hugsanlega hefði fellt mig, en ég lenti á verkefni sem snérist um að hjálpa hreyfihömluðum (lömuðum) einstakling í og úr hjólastól, klæða osf og gleyma ekki neinu. Nú á ég bara tvö próf eftir annað er 10. mai og hitt er líka 10. mai, sem sagt á sama tíma. Það er vegna þess að ég tók anatómíuna í Miðbæjarskólanum og hjúkrunarfræðina (verklegt, bóklegt) í FB. Ég á sem sagt eftir bóklega hjúkrun og anatómíuna eftir þá og tek þá annað í sjúkraprófi. Þessi anatómía svokallaða (lífefna og lífeðlisfræði) tók ég í fjarnámi, þs mætti bara tvo tíma í Miðbæjarskólanum. Hún er allveg þrælþung, sen örugglega skemmtileg, verð að gefa mér góðan tíma í mai fyrir það próf. Kennarinn er mjög skemmtilegur, gamall dýralæknir sem heitir Rögnvaldur Ingólfsson. Í Miðbæjarskólanum hitti ég fyrir gamlan félaga Rúnar Gísla Guðmundsson úr Álftamýrahverfi, en hann er að læra til nuddara. Rúnar er gamall karate og pípureykingamaður. Get ekki lýst honum öðruvísi. Hann átti stórleik í 35. ára afmælinu mínu, þegar hann kláraði nær allan bjórinn og fór létt með enda er Rúnar Gísli stór og mikill skrokkur. Hitt prófið sem ég fer í er bókleg hjúkrun, sem á að vera allveg skítlétt, enda búin að fara í próf í 60% af lesefninu. Það sem er eftir í félagsliðanum er hins vegar allt próflaust eða þannig. Skyndihjálpin er eftir, en hún er ein af mörgum greinum sem eru sameiginlegar í félags og sjúkraliða. Fór líka í sjúkraliðan af því ég hélt að félagsliðanámið hjá Eflingu væri að enda, því það væru svo margir nemendur að detta út. Svo var ég ekki allveg sáttur á tímabili, ætlaði að hætta. Sem betur fer gerði ég það ekki. Veturinn kom ágætlega út. Var alltaf í félagsliðanum á miðvikudögum (slapp að mestu við félagsfræði á mánudögum) frá kl. 2-5 á daginn, en sjúkraliðanum á þriðjudögum frá 6-10 á kvöldin.
The image “http://www.vopnaskoli.is/vvvv_files/image008.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rúnar er nú alltaf öflugur

6:34 AM  

Post a Comment

<< Home