Thursday, April 28, 2005

Liverpool áfram?

Púllarar eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leik liðana, sem fram mun fara á Anfield eftir viku. (held ég) Auðvitað væri gaman að sjá Eið Smára í úrslitaleik og ef þeir komast þangað, þá verður hann kannski á bekknum. Það væri nú eftir öllu. Mig grunar að Chelsea hafi toppað of snemma. Þeir ná þó Englandsmeistaratitlinum í næsta leik og geta bara huggað sig við það. Það væri nú líka óneytanlega gaman ef Liverpool tæki nú AC Miland í úrslitunum. Hef alltaf smá Liverpool taug einhverstaðar, því þegar þeir voru upp á sitt besta á níunda áratug síðustu aldar, þá hélt maður alltaf með þeim í Evrópukeppninni, því ensku liðin ganga eiginlega alltaf fyrir gegn evrópsku liðunum. Maður er jú alinn upp við enska sparkið. Þó held ég með AC Miland í ítalska boltanum ásamt Juventus. Ég kalla þá núna alltaf AC Miland, eins og Olli (Eyjólfur Bergþórsson) hefur alltaf gert. Eyjólfur er gamall fótboltagúru og Frammari, stundaði nám í Þýskalandi. Hann er einnig mjög þéttur skákmaður. Miland er víst þýska útgáfan af Milan. Mér er sagt að þeir heiti AC Milan (en ekki Milano, sem er ítalska), vegna þess að liðið var stofnað af Englendingum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home