Sunday, May 15, 2005

Quiz

Ég fékk Tómas Björnsson skákmeistara og verðandi verðbréfagúrú með mér í 100 Grandrokkkeppnina. Verðlaun voru vegleg. Hundarð bjórar fyrir sigurliði og tvær bjórspurningar. Í þetta skiptið gat Tommi aðra, en við báðir hina, þannig að þetta kom vel út. 13 réttir og tveir bjórar í plús. Reyndar voru spurningarnar níðþungar, en gefnir voru upp fjórir möguleikar (krossapróf)
14. Hvenær á María Donaldsson von á sér (október)
18. Hvenær kom fyrsti T-Fordinn til Íslands (1908)
Þetta var á þarsíðasta föstudag. En núna rölti ég bara einn inn, fann síðan spilafélaga. Hann reyndist vera dr. Ólafur læknismenntaður fróðleikskarl, sem var orðinn sæmilega hífaður. Hann hafði unnið keppnina í árdaga og við stóðum okkur ágætlega, en hann átti það til að tala ofaní spurningarnar, þannig að ég heyrði þær illa sumar. Svo vildi hann endilega bjóða mér í bjór, því við klúðruðum bjórspuningunni. Hún snérist að sjálfsögðu um bjór. Hvað er meðaldrykkja Íslendinga á bjór á ári. Það voru um 60 lítar, en við sögðum 90 lítrar. Hvað um það, við gætum örugglega gert góða hluti næst, en síðan fór dr. Ólafur að segja mér frá íþróttaafrekum sínum. Hann reyndist vera gamall tugþrautameistari og hefði getað komist á OL í Mexico 1968, með smá bætingu. Hann þekkti auðvitað foringjann og Elís smið og fór síðan að skrifa árangur sinn frá árinu 1964.
100 m = 10.6
200 m = 22.2
400 m = 49.8
1500 m = 4:19.7
110 grind = 15,3
400 grind 56,9
osf.....
samtals 6850 stig og norðulandamet unglinga 1964
Hann sem sagt skrifaði lið fyrir lið hvert afrek og mér er til efs um að nokkur maður á Íslandi sé eins fróður um frjálsar íþróttir síðan Ólafur Unnsteinsson var meðal vor.
The image “http://www.dingdongtwist.org.uk/DDTwebvol2/images/drunk.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er ekki hægt að segja annað en þið alkarnir séuð skemmtilegar týpur og stór hluti af heilanum í furðu góðu lagi...

4:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það sem Gunni master hefur heilalega séð, hefur hann úr pávernum...og það er ekkert slor!

1:14 AM  

Post a Comment

<< Home