Saturday, May 07, 2005

Lélegir íþróttabarir

Ég var að þvælast í bænum í gær. Fór á þetta venjulega sunnudagaflakk. Áður en ég vissi af var ég kominn út á Seltjarnarnes. Heyrði í útvarpinu að seinni hálfleikur væri langt kominn í leik Ciudad Real og Barcelona í handboltanum. Ég mundi eftir fyrri leiknum og dramatíkinni sem var gangi og vissi að mikið var í húfi fyrir Ólaf Stef og Co. Reyndar hef ég ekki nokkurn áhuga á handbolta, en fylgist með landsliðinu, en það eru svona leikir sem ég nenni að horfa á, ef ég man eftir. Í fyrri leiknum var þvílík dramatík og troðfullt hús að brjáluðum Spánverjum. Ákvað að kíkja á gamla pubbinn minn, Rauða Ljónið. Þar var fóbolti í gangi og ekki var möguleiki að horfa á tvær stöðvar í einu. Það er frekar léleg þjónusta hjá stað sem gerir sig út fyrir að vera íþróttabar. Sama á við um Sportbarinn í Ármúla og jafnvel Glaumbar. Þekki ekki útkjálkastaði eins og Players, en þar rak ég mig einu sinni á svipað rugl. Ég er ekki að tala um þjónustuna að öðru leiti, hún er eflaust fín. Góður matseðill og allt til fyrirmyndar, en eini sportbarinn með viti eru salirnir í Glæsibæ. Ölver bíður uppá þrjá sali og reyna alltaf að sinna óskum viðskiptavinarins. Þar hrökklast menn í minni sali með jaðaríþróttir, eins og hanbolta og ruðning, en engu að síður eru þeir þróaðir í tækninni og fara létt með að hafa margar rásir í gangi samtímis. En staðurinn sjálfur er svo sem ekkert aðlaðandi, en þeir fá A-plús fyrir góða þjónustu. Annars hefur mig lengi langað til að reka íþróttabar og þá væri Ölver fyrirmyndin, en ekki nýji risastaðurinn í Ármúla, sem þó gerir sig út fyrir að vera sportbar. Á Ölver er hægt að ganga að því vísu að sjá hvað sem er. Þar gátu meðal annars nokkrir powermenn horft á HM í greininni í fyrra, reyndar útí horni og hljóðlaust meðan nokkrir leikir voru í gangi. En undir venjulegum kringumstæðum hefðu þeir reddað þriðja salnum fyri slíkan viðburð. Ég náði nú reyndar leiknum heima, þá voru ennþá fimm mínútur eftir. Sá þegar Ólafur Stefáns var rekinn útaf og Ciudad misti Evróputitilinn. Skítt með það, ég hélt líka með Barcelona, þótt óneytanlega hefði verið gaman að sjá Ólaf lyfta dollunni.

Gunnar Master í góðu formi þessa dagana!
Framhandleggur á Master! Enn betri mynd!
Bætingar í bekk!



0 Comments:

Post a Comment

<< Home