Monday, May 09, 2005

Kaus kerlinguna

Ég tók þátt í formannskjörinu í Samfylkingunni og settii atkvæðaseðilinn í póst um daginn. Það verður ekki aftur tekið því ég kaus Imbu til formanns. Annars þykir mér þetta leitt Össurs vegna. Ég tók þátt í prófkjöri fyrir nokkrum árum til að styðja meðal annars Össur í fyrsta sætið í Reykjavík norður (held ég) í landsmálunum. Annars er Össur fínn karl, mikill skákáhugamaður og viðkunnalegur, til dæmis heilsaði hann mér með virktum í fyrra, en ég veit ekki afhverju, því ég hef aldrei við manninn talað. Sé kannski dálítið eftir að hafa ekki kosið karlinn. Hver skrambinn. Annars er ég í raun að upplagi Albaníukommi eða öllu heldur hreinræktaður Stalínisti, en hef þá trú að við kommar séum best geymdir innan Samfylkingarinnar, þangað til við tökum völdin einn daginn. Segi það enn og aftur. Vinstri Grænir eru úrkynjaðir kommar. Össur var hins vegar okkar maður úr Alþýðubandalaginu, en ég sjálfur er félagi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur, sem er að ég held ennþá til innan (Sam)fylkingarinnar. Já, hver skrambinn, ég kaus gömlu hægri kvennalistakerlinguna. En hún er nú samt mikill foringi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home