Tuesday, May 24, 2005

Gunnar & Gaui

Þessir tveir menn hafa hrist heldur betur upp í liðum sínum. Gunnar Örl. og Gaui Þórðar hafa gengið úr liðum sínum í önnur lið og hafa mátt þola ávirðingar fyrir vikið. Það sem Gunnar þingmaður gerði er svo sem ekki fallegt. Hann var kosinn sem þingmaður Frjálslyndra en endar sem þingmaður hjá stjórnarliðum. Hvernig er hægt að umpólast svona á einni nóttu, verða svona kvótasinni og afturhald, en ég veit svo sem að hann var hægri maður. Það þarf ekki að vera svo slæmt, en honum er vorkunn. Þessi félagi hans hann Magnús Þór kom illa fram. Það hefði átt að gefa honum frí, þegar hann stakk Gunnar í bakið. Annar er þetta alltaf svona með litlu flokkana. Engin agi og menn eru ekki aldir upp í flokkastarfi og því verður alltaf þetta vesen og deilur. Flokkarnir verða fullir af flokkaskelfum og vesalingum. Þetta gæti aldrei gerst í flokknum hjá honum Dabba okkar. Mér finnst þetta dálítið öðvísi hjá Gauja. Með fullri virðingu fyrir Keflavík, þá skildi ég aldrei hvað hann var að þvælast þangað og gera 3. ára samning. Maður vissi að hann myndi hoppa til England um leið og það myndi bjóðast. Jafnvel þótt fjórða lélegasta liðið í neðstu deild myndi eltast við hann. Held að þetta sé minni glæpur hjá Gauja. Þeir þurfa þá varla að borga honum krónu. Þetta mun leysast einhvern veginn. Það sjá allir í gegnum þetta hjá Gauja, því hann hafði greinilega ekkert uppsagnarákvæði í samningnum. Hann var orðaður við þetta elsta atvinnumannalið fyrir rúmlega ári. Annars er rosalega spennandi að fylgjast með Gauja. Alltaf stutt í skandala og hann minnir mig svo óþyrmilega á Mike vin minn Tyson. Hvað gerir hann næst? Hvaða vandræði á hann eftir að koma sér í Nottingham. Hvaða leikmaður lendir á svarta listanum. Hvenær verður hann rekinn? Hvernig leikmenn leika í fjórða lélegasta liði á Englandi (ef utandeildin er ekki talin með) Þetta eru örugglega strákar sem detta í það á pubbnum kvöldið fyrir leik. Hann á allveg öruggglega eftir að hrista upp í þessu. Það verður gaman að fylgjast með 4. deildinni í vetur. Hún heitir nú reyndar í raun önnur deild.

Meadow Lane In 2004

0 Comments:

Post a Comment

<< Home