Tuesday, May 31, 2005

Stríð

Mér líður allveg bölvanlega út af þessu stríði. Hvaða stríði? Öllum stríðum að sjálfsögðu. Með árunum hef ég nefnilega orðið meir og friðsamur. Er allveg hættur að nenna að standa í einhverjum leiðindum. Reyni að fremsta megna að fylgja þessari heimspekilegu sýn minni að með jákvæðni sigrum við hið illa. Hið illa er alltaf ríkjandi og við megum ekki leyfa því að ná yfirhöndinni. Ég dag er ég veikur og missi úr vinnu, en það kemur örsjaldan fyrir. Hef ekki gert neitt í kvöld nema að vera með óraði. Tannrótabólga er mjög slæm, en maður verður að vera jákvæður. Andlitið er stokkbólgið og ég lít út eins og Mike Tyson hafi verið að lúskra á mér. Í líkama mínum geysar stríð við bakteríur sem eru að reyna að gera mér miska. Er á sterkum sýklalyfjum og vona það besta. Get varla bloggað neitt því ég er með óraði og það er varla að ég þori að blogga neitt, því ég er orðinn svo huglaus. Ef ég til dæmis færi nú að skrifa um Indversku drottninguna okkar hana L-Cé þá gæti hún örugglega kært mig. Þori ekki einu sinni að skrifa nafnið hennar, því ég gæti lennt á forsíðu DV og þurft að svar fyrir eitthvað sem ég væri að bulla. Annars hlýtur þessi kona að vera gleðigjafi. Hvað hefur hún ekki dansað fyrir marga einmana karlmenn og lyft á þeim brúninni. Virkilegur sjónasviptir af henni. Svo sæt og syngur svo vel og ég man alltaf svo vel þegar við vinirnir vildum halda uppá afmæli einhvers og sáum auglýsingu frá henni. Held að þetta hafi verið 1986 frekar en 1985. Taugaóstyrkur tók ég upp símann og hringdi. Fannst þetta vera anski dýrt eða á milli 30-40 þúsund karl fyrir dans, sem var stórpeningur á þeim tíma. Kannski var þetta ekki söngkonan sem ég dýrka, því hún trompaðist í símanum, þegar ég minntist á að mér fyndist þetta helst til dýrt. Og talandi um DV, því ég lennti á spjalli í dag við tvo menn um sextugt á Kaffi París. Frændi minn Frikki og annar karl sem rak frægan skemmtistað á Skúlagötu. Þeir urðu frekar sárir og reiðir þegar talið barst að DV, en Dóri Faaborg hélt uppi vörnum fyrir Dagblaðið. Þýðir ekkert að vera reiður og sár. Ég veit að DV tók menn af lífi þegar Óli Björn ritstýrði því allveg eins og gerist í dag. Og hvað er þetta kraftastríð. Ég bara trúi ekki mínum eigin augum. Þvílíkt hvað menn nenna að eyða orkunni í eitthvað bull. Eða eins og máltækið góða segir: Sjáldan veldur einn, þá tveir deila, eða eins og Foringinn sjálfur segir alltaf þegar rætt er um stríð:
Enginn er öðrum verri.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góður pistill. Einn sá besti til þessa. En með Leoncie. Hún hefur nú varla tekið 30-40 þús fyrir dansinn fyrir 20 árum. Hvað er það á verðlaginu í dag?? 500 þúsund

1:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Afhverju er mynd af geðbræðrum með þessum vitleysispistli?

6:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

SÉ að þú et með hálfgerðu óráði enn þegar þú ritar þennan friðarpistil..Þú talar þarna um hið góða og illa osfrv. allt í lagi með það en veður úr einu í annað og þvælir eitthvað um Leoncie hina ljúflyndu léttklikkuðu mey sem sætir ofsóknum landans..Hvernig var það tímduð þið félagarnir ekki að borga fyrir bobbingana hennar?(stórt er dýrara en lítið) Svo þegar þú ferð í kraftastríðið hefðir þú átt að enda með mynd af sjálfum stríðherrunum til krafta en ekki gæflyndum geðbræðrum..þú hefur ekki þorað að birta mynd af kraftastríðs höfðingjunum eða hvað?
Hvað um það þú átt eftir að ná þér á strik skriflega og skjóðulega með að dedda 282.5 í óráðinni framtíð..live time best..
Kveðja! Magister

6:33 AM  
Blogger Gunz said...

Var með 39 stiga hita i gær. Hef ekkert á móti L_C, en vona samt að hún sé ekki "transari", en ekki með óráði :)

3:17 PM  
Blogger Gunz said...

Og ekki með óráði. Datt bara þessi kerling í hug í óráðinu. Rúmlega tvítugur strákur fór að blogga um hana og lennti á síðum DV í vikunni. Hann hélt því m.a fram að hún væri kynskiptingur. Mjög athyglisverð kenning, en hún hefur einmitt átt í stríði við allt og alla. Sumir tala um landhreinsun ef hún yfirgefur skerið. Er það ekki rasismi?

7:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Leoncie má missa sig það er klárt. Hinsvegar er þetta auðvitað bara erkifífl þessi sem bloggaði svívrðingarnar um hana...Svona gera menn ekki!
Magister

12:08 AM  

Post a Comment

<< Home