Thursday, May 26, 2005

Friðriksbani

Ég held að ég hafi toppað of snemma þegar ég náði að vinna Friðrik Ólafsson í fjöltefli einungis ellefu ára, en þá hafði ég verið að æfa mig í skákinni í um eitt ár. Friðrik var á þessum árum í sínu besta formi og lagði meðal annar sjálfan Anatoly Karpov á móti, en Karpov bar þá höfuð og herðar yfir aðra skákmenn sem þá voru virkir. Sem sagt ég náði að vinna manninn sem vann þann besta. Það var mín ógæfa. Annars birtir Eyjólfur Ármannsson skákáhugamaður þessa gömlu skák á skákhorninu í gær. Annars segja þeir að gamla skákin sé dauð. Er ekki Boris Spassky hingað kominn til að undirbúa einvígi við Íslendinginn Bobby um heimsmeistaratitilinn í slembiskák (Fischer-random). Eða til hvers er hann hingað kominn með rússneskan mafíósa með sér. Gaman að þessu. Var ég ekki búinn að spá einhverju svona. Best að fara að æfa sig í slembiskák
Friðriksbani

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

FLOTTUR MASTER!!!!

2:47 AM  

Post a Comment

<< Home