Tuesday, May 24, 2005

Dobrí djen

Í dag er stóri dagurinn. Heill áratugur er nú full mikið af því góða, en maður verður að minnast þess á einhvern hátt. Reyndar er ég nú þeirrar skoðunar að full tíu ár verða kominn í lok þessa árs. Svipað og deilurnar voru um aldarmót. Þau voru væntanlega árið 2001, en ekki árið 2000. En þetta er fín tala 10 og 2000. Helst hefði ég viljað skella mér í golf í dag, en hef engan til að spila með, en kemst vonandi um helgina. Annars ætla ég að tileinka þessum tímamótum ferð sem við Deng förum fljótlega til einnar af mínum uppáhaldsborgum undir öruggri fararstjórn Hauks Haukssonar ekki ekkifréttamanns. Já nú á að skreppa til einnar af mínum uppáhaldsborgum, Moskvu. Ætli ég eigi ekki eftir að hitta fræga skákmenn eins og Karpov. Það er frekar að ég þori að heilsa upp á hann en Bobby. Annars rakst ég enn einu sinni á Bobby í vikunni þegar hann strunsaði fram hjá mér á Lækjargötu. Kannski kemur hann þó fljótlega að æfa í Stevegym.