Thursday, June 02, 2005

Vífilfell

Ég var ekki veikari en svo að ég fór með vinnufélögum mínum í fjallgöngu, en upphaflega var fyrirhugað að klífa Ingólfsfjall, en þáttaka var mjög dræm og við skelltum okkur á Vífilfell, sem blásir við þegar keyrt er framhjá litlu kaffistofuni. Fjallið leynir vel á sér, en er auðvitað ekki erfitt fyrir vana fjallgöngumenn. Þetta var dálítið klifur í lokin, en þegar upp var komið var útsýnið ægifagurt í allar áttir, meðal annars til Þorlákshafnar. Þar býr Gummi vinnufélagi minn, sem er víst búinn að fá aðra vinnu við landflutninga. Ef það er rétt er ég orðinn sá karlmaður sem hef næstlengstu starfsævina. Sá sem hefur lengstu er líka kominn í annað starf, sem reyndar er bara hlutastarf þannig að ég slepp við að lenda í fyrsta sæti um hríð. Alltaf leiðinlegt þegar góðir menn hætta störfum, en vér óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. Annars er þetta stórmerkilegt, maður kann best við sig í 101 eða uppá fjállstindi. En úthverfin þoli ég ekki, fer til dæmis aldrei uppí Breiðholt ótilneyddur. Það er þá helst til að læra einhver fræði. Mér leið eins og í útlöndum fyrir utan Bónusverslunina í efra-Breiðholti. Hitti þar fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Samt býr þar ekki ómerkari maður en Spari yfirlífskúnsner og heimshornarflakkari.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Spari er flottastur!

2:43 AM  

Post a Comment

<< Home