Friday, June 17, 2005

Búrfell

Lífið er ein fjallganga og langhlaup. Þess vegna hef ég af því ánægju og kvöl að klífa fjöll en lítill hópur í vinnunni hefur einu sinni í viku valið frekar auðvelt fjall til að klífa. Með þessu gefst einnig gott tækifæri á að skreppa úr grámyglu borgarinnar og komast í snertingu við landið. Ég hef ennþá engann áhuga á veiði, en þetta er svo sem ágætt. Búrfell er ekki eitt fjall , heldur eru nokkur með þessu nafni bara í Árnessýslu. Þetta fjall er það þekktasta að ég held þs Búrfell í Grímsnesi, sem mælist tæplega 600 metrar. Eftir fjallgönguna kíktum við í súpu til deildarstjórans sem á bústað ekki langt frá, með frábæru útsýni yfir Úlfjljótsvatn. Mikið ósköp langar mig nú í súmarhús á hjólum. Vonandi læt ég þann dramu rætast á næsta ári og þá getum við þvælst um Þingvallasveit og um nágrannasveitir Reykjavíkur. Næsta verkefnið verður ekkert venjulegt fjall, heldur verður minnsti jökull landsins klifinn. Ok verður örugglega sú erfiðast fjallganga sem ég hef reynt við hingað til, en fyrir alvöru fjallmenn er það skítlétt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home