Sunday, June 12, 2005

Endir

Því miður endaði Mike skrautlega feril sinn í gær þegar hann beið í lægra haldi fyrir Íranum stóra. Svo virtist sem hann væri að gera sæmilega hluti í gær, en þvi miður virtist eins og hann hafði gjörsamlega sprungið á limminu í lokinn. Svo valdi hann einhvern harðhaus sem þoldi slatta af þungum höggum og því miður fór sem fór. Það á það sama við hnefaleika og margar aðrar íþróttir að menn verða að keppa reglulega og til að halda sér í æfingu. Ég er ekki allveg sammála Ómari Maníska þegar hann heldur því fram að Tyson hafi einungis verið góður frá árinu 1985-1988. Hann átti mjög góða spretti eftir að hann kom úr fangelsinu og vann margan öflugan meistarann. Ég man alltaf hvar ég var staddur árið 1985 þegar ég heyrði hvernig hann bustaði Spinks og varð yngsti heimsmeistari sögunnar í þungavikt. Lokið er merkilegum kafla í boxsögunni. Fólk á vonandi eftir að muna Tyson eins og hann var upp á sitt besta, en ekki síðustu bardaga hans, sem fóru frekar illa. Sama er hægt að segja um bestu þungaviktamenn sögunnar eins og Joe Louis, sem var sleginn útúr hringnum af Rocky Marciano, en hann þurfti því miður að berjast til að eiga fyrir salti í grautinn eins og Tyson, en var þá bara skugginn af sjálfum sér. Sama henti líka Ali sjálfann, en hann tapaði líka niðurlægjandi sínum síðustu bardögum. Sem betur fer munu aðdáendur þeirra muna eftir þeim eins og þeir voru bestir. Þessir menn voru bestu hnefaleikamenn sögunnar. Gleymum því ekki.
The image “http://www.lvrj.com/lvrj_home/1999/Jan-18-Mon-1999/photos/ali_tyson.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sammála þér Master, góð grein! Glettilegur í box skrifum!
Kveðja! Heartattack

1:39 PM  

Post a Comment

<< Home