Thursday, June 09, 2005

MOSCKBA

Ferðin til Moskvu var eins og pílagrímsferð fyrir mig, ekkert ósvipað og þegar trúarvillingar fara pílagrímsferð einu sinni á ævinni til einhverra helgra borga. Ég hafði dregið þetta alltof lengi. Ég hafði sem ungur maður dýrkað USSR og lesið rúsnesk blöð og lært nöfn á skákmönnum á rúsnesku letri, en mikið lengra hafði ég ekki komist í rússneskunámi, en mig hafði ætíð dreymt um að heimsækja fyrirheitna landið, en nú gat ég ekki lengur farið til Sovétríkjanna, heldur eru þau liðin undir lok og ferðinni var samt heitið til Moskvu og þangað fórum við Deng í fjögra daga ferð og sameinuðumst íslenskum hóp sem ætla að dvelja í tólf daga. Strax á alþjóðaflugvellinum vissi ég hvað beið okkar, því við komum einungis tvö frá Frankfurt, en hin hópurinn kom í gegnum Stockholm, en þeir voru sóttir í rútu, en meðalaldur í þem hópi var um 80 ár, en samt allveg ótrúlega skemmtilegur hópur. En seint um miðnætti var orðið ansi skuggalegt og ég samdi við einn skuggalegan mann um að redda okkur á hótelið fyrir 40 $, en mafían stjórnar víst öllum leigubílaakstri frá flugvellinum. Mér skilst að þeir eigi til að rukka 100 $ fyrir bæjarferð, ef ekki er samið fyrirfram. Fyrir innfædda er þetta svona 20-30 $, en þess ber að geta að Haukur Kommi Hauksson lætur aldrei bjóða sér þetta og tekur bara bussinn. Ég stóð semsagt í miklu prútti við þennan skuggalega mann sem sættist svo á að redda fari fyrir 40 karlinn. Hann var allt annað en ánægður, en svo smellti hann fingri og annar maður birtist, sem síðan þurfti að ná í eldgamla Volgu, einhversstaðar langt í burtu, en þá var ég farinn að svitna vel og hélt að ég hefði lennt í einhverjum hrottum. En á endanum kom svo skrjóðurinn og flutti okkur á Izmailova hótelið. Það eru reyndar mörg risahótel í útjaðri Moskvu, en þau heita nöfnum eins og Alfa, Beta, Vega osf. Lenti í algjöru rugli með að finna réttu byggingum því á blaðinu frá Hauki stóð Beta, en á rússnesku gæti það litið út eins og Vega. Dáltítið erfitt að útskýra, en þeir gátu sem sagt ekki lesið skriftina hjá Hauki og við stóðum eins og álkur fyrir utan Vega og hlupum svo á milli hótelana fram og aftur þangað til ég náði að senda sms til Hauks. Ástæðan fyrir að við dvöldum ekki í miðbænum var sú að flest gömlu hótelin eru að hverfa og upp spretta ný 5 stjörnu rándýr hótel. Meðal annars á að rífa hið stórglæsilega og risastóra Hótel Rossia, sem stendur við Rauða Torgið. Semsagt alger niðurrifsstarfsemi hjá Pútin og Co. Reyndar var sjálfur Berlusconi í heimsókn hjá vini sínum og að sjálfsögðu lokuðust allar götur meðan þessir heðursmenn keyrðu í langri bílalest með miklu veldi. Annars er mikið búið að skrökva uppá Rússana. Þessi borg var stórglæsileg og maður fyrir engri áreitni, eins og maður hefði búist við. Einungis einn kornungur sígunadrengur elti mig eftir að ég hafði óvart gefið jafnaldra hans pening fyrir "góðan" harmonikuleik, en þá var strollan tilbúinn að elta. Einu glæpamennirnir sem voru sýnilegir voru leigubílstjórarnir og hinir glæpónarnir sem klæðast lögreglubúningi. Við þá eru allir skíthræddir, enda gjörspilltir og þeir stöðva glæsikerrur í tíma og ótíma og þá gilda bara góðar múturgreiðslur. Haukur átti t.d eldgamla Volgu, en hann er sjaldan stoppaður, en glæsikerrurnar sleppa síður. Annars eru Rússar þvílíkir öðlingar og eru allveg ótrúlegar líkir Íslendingum og margt allveg ótrúlega líkt eins og, spillt stjórnvöld sem gefa sínum bestu vinum ríkisfyrirtæki á silfurfati mönnum eins og Finni Ingólfs og Roman Abramhowitch. Stúlkurnar eru fagrar og lauslátar allveg eins og þær íslensku. Mennirnir eru hraustir með krafta og skákdellu, föðurlandssinnaðir og drykkfeldir. Mér fannst eins og ég væri kominn heim. Moskva er allveg ótrúlega nýtískuleg borg miðað við sem var á Sovéttímanum. Núna er borgin öll uppljómuð, af auglýsingaskiltum, næturklúbbar spilavíti og lúxsushótel. Hér áður fyrr voru hins vegar ljósin nærri slökt til að spara rafmagn, en núna gat maður td séð risastóra Rolex auglýsingu á sjálfu Rauða Torginu, sem mér fannst nú reyndar allger óhæfa. Ekki skemmdi fyrir þegar við fórum í hápúnkt ferðarinnar þegar ég fékk að labba inn í grafhýsi sjálfs Lenins. Þó mátti litlu muna að ég missti af meistaranum, því fyrrnefndur Berlusconi var á svæðinu sama dag og ég fór í grafhýsiðog svæði allt var lokað í á annan tíma vegna fyrirmennana. Að lokum komust við inn í grafhýsið eftir að hafa farið í gegnum sprengileit. Það er auðvitað alltaf hætta á að einhverjir Tjetsenar fari að sprengja allt upp og að sjálfsögðu voru myndavélar teknar af okkur. Að sjálfsögðu bugtaði ég mig og beygði fyrir þessu ofurmenni, sem fær enn um hríð að hvíla í grafhýsinu, þangað til annað verður ákveðið.
SPASSIBA
В.И.Ленин и И.Сталин

0 Comments:

Post a Comment

<< Home