Friday, June 03, 2005

Lausn

Á gjörsamlega óvæntan hátt leystust mín fáránlegu bankamál í dag, en til bjargar kom einn frekar háttsettur bankamaður sem ég spjallaði við en hann starfar í útibúi sem ég ætlaði að færa mín viðskipti. Hann hefur örugglega séð hversu beygður ég var og allveg óbeðin fór hann að rannsaka málið og hringdi svo óvænt í mig stuttu seinna og sagðist ætla að athuga málið ennfrekar. Það gekk eftir og málið var leyst, en í sjálfu sér hef ég enga skýringu fengið en trúi því samt að um einhverskonar mistök hafi verið að ræða. Þessi starfsmaður er mjög gott dæmi um bankamann sem vinnur sitt verk með hag viðskiptavinarins í huga. Svo hefur hann örugglega kannast við mig einhverstaðar og vitað að ég er bara heiðarlegur bjáni. Sennilega er hann úr powergeiranum. Eftir þessar gleðifréttir fór ég með Magister-cat að undirbúa powerferðina dularfullu sem fara á á næsta ári. Ég breytti því blogginu um Chernobilslysið, enda enginn ástæða til að vera með leiðindi þegar málið leystist með svona dularfullum hætti. Ég er því aftur orðinn Vísagreifi.
The image “http://www.bankman.ca/images/logoleft.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flottur. Master á alltaf að vera visagreifi.
Óska ykkur Deng með Fleng góðrar ferðar til rússaríkis.
Kveðja! GULLGREIFINN

2:29 PM  

Post a Comment

<< Home