Monday, June 13, 2005

Útbrunninn

Það var svo gott veður í dag, þannig að ég skellti mér í bæinn eftir aukamorgunvakt, sem kláraðist kl. 4.00. Ég fékk mér sæti fyrir utan Apotekið og fékk borð úti, við hliðina á góðkunningja mínum Kristjáni Arngrímssyni Lífskúnsner, en hann segist einungis eiga tvö áhugamál. Þau eru fagrar konur og brennivín. Reyndar er Kristján kominn vel á áttræðisaldur, en hann hefur nú reyndar fleirri áhugamál, sem eru meðal annars bókalestur og sagnfræðipælingar, sem brjótast út í hverju einasta kaffihúsaspjalli, en hann er að því sem ég best veit hluti af gömlu Hressóklíkunni, í versta falli aukafélagi. Hressóklíkan var meðal annars skipuð fyrrum Alsherjargoða, Gunnari Dal osf. En ég neyddist til að hlusta á kenningar Kristjáns um gjaldmiðil á Landsnámsöld og fróðlegar kenningar um byggð norrænna manna á Grænlandi um árið 1000-1500. Síðan fer Kristján að rökstyðja hversu vitlausir Íslendingar hafa verið í gegnum aldanna rás og við værum að öllum líkindum heimskasta þjóð í heimi. Rökstuðningur hans var í tíu liðum, m.a um hversu seint Íslendingar notfærðu sér hjólið, eldinn og steinsteypu til húsbygginga. Spari sjálfur mætti á svæðið og gat ekki hlustað á þetta og skildi ekki húmorinn hjá Kristjáni og fór að æsa sig, en Kristján hélt ró sinni og hafði gaman að enda ýmsu vanur. Rökstuðningur hinns spariklædda var hins vegar ekki eins þaulhugsaður, eiginlega næstum því enginn. Hann bennti þó á afrek Friðriks Ólafssonar á skáksviðinu og Björgúlfs Guðmundssonar í viðskiptum. Ég held að ég hafi brunnið í sólinni við þessar furðulegu pælingar. Vona þó að ég sé ekki eins útbrunninn og jafnaldri minn frá Catskeri í New York, sem tilkynnti um helgina að hann væri bæði úbrunninn á sál og líkama. Ég var orðinn svo æstur eftir sólstinginn að ég skellti mér á lyftingaæfingu um sexleitið og ákvað að reyna styrkinn í fyrsta skipti í margar vikur/mánuði. Tók 120 kg x 2 í bekkpressu frekar frískt held ég og er að komast í smá fíling. Verst að ýmsir molar í stöðinni eru að komast í svo mikinn yfirfíling að menn eru almennt farnir að nálgast þá af varúð. Nú um stundir er ég einna aumastur. En ég hef þá trú að ég hafi nú fundið áhugann aftur.
The image “http://www.moirahahn.com/art/The%20Rising%20Sun%20.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home