Monday, July 04, 2005

4. júlí

Ég var allveg búinn að gleyma þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Kannski sem betur fer, því ekki ætlaði ég að samgleðjast þeim, eða á ég að gera það. Eða á ég að hugsa um hinn venjulega kana? Hvað er annars með þessa þjóð, hún er allavegana ekki einsleit, því þar búa margar ólíkar þjóðir. Þetta er í raun heil heimsálfa. Allt það besta og allt það versta. Í landinu þar sem frelsið var til eru nú stunduð hryðjuverk, pyntingar og niðurrifstarfsemi. Þjóð sem virðir enginn lög, mannréttindi eða þjóðarrétt. Ég ætla sennilega aldrei að fara þangað aftur. Til hvers að fá sér þetta tölvuvegabréf, sem þeir krefjast því ég hef ekkert þangað að gera. Það er nefnilega nóg af skemmtilegum löndum til að skoða í framtíðinni. Vonandi á þetta ríkjasamband eftir að leysast upp í frumeindir sínar í framtíðinni. Þá meina ég eins og gerðist fyrir USSR. Það væri best fyrir heimsfriðinn.

Happy Fourth of July!

3 Comments:

Blogger Olithai said...

Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Til hvers?

1:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

ÞÚ ERT NÚ ENGINN SANNUR HEIMSBORGARI MASTER NEMA AÐ KOMA TIL LANDS GUÐS OG GEGGJUNARINNAR!
Þýðir ekki að láta svona þótt þú sért á móti Bush og þeim...USA er nú meira en stjórn sem stendur fyrir pyntingum og hræsni...Það verður gaman að lesa bloggið þitt eftir ferð þangað. þ.a.s. ef þeir þora að hleypa þér inn í landið...Kveðja1 Magister

4:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jamm, fyrst langar mig að fara til, Tékklands, Grikklands, Ítalíu, Tyrkland, Grænland osf. Ég á mjög góðir minnigar frá för minni til New York og Florida árið 2000. Já, fyrr færi ég til Norður Kóreu en að fara aftur til USA...

7:33 AM  

Post a Comment

<< Home