Monday, July 04, 2005

Þung helgi

Helgin var frekar þung, því ég var yfirkeyrður af vinnu bæði á föstudagskvöldið og sunnudagskvöldið. Á laugardagskvöldið var ég hins vegar búinn að lofa mér í aðstoð við bekkpressumót á Ólafsvík. Ég þurfti því að rífa mig af stað eldsnemma eftir næturvaktina, en við lögðum af stað uppúr hádegi á gömlu druslunni minni. Mesta furða að hún komst á áfangastað og heim aftur. Mótið var mjög vel heppnað að vanda, en þetta er annað mótið sem ég er viðstaddur. Mótið er haldið til minningar um Héðinn Magnússon, en hann var sonur Magnúsar Óskarssonar kraftamanns, en Héðinn lést mjög sviplega í sjóslysi fyrir nokkrum árum og minningu hans er haldið á lofti með bekkpressumóti í hans heimabæ, en Héðinn var mjög hraustur sjálfur eins og öll hans ætt. Reyndar voru Ólsarar ekki heppnir með veður, þannig að mótið var haldið "inni" í fyrsta skipti, en mótið var haldið inní flutningabíl, fyrir utan lítið fiskverkunnarhús, en slorlyktin hvarf úr nösunum eftir nokkrar mínútur. Frábær árangur náðist á mótinu og ég varð þess heiður aðnjótandi að dæma tvö góð Íslandsmet. Hrikalegir þessir "nýmolar", sem lyftu margir vel yfir 200 kg. Svo þurfti maður að drífa sig bæinn, en farinn var lengri hringurinn og kíkt á uppáhaldstaði mína á Íslandi, Búðir og Arnarstapa. Á Búðum var okkur Stevegymmönnum vísað út úr einkasamkvæi á nýja hótelinu, en þar fór fram gifting. Ég rétt náði svo á næturvaktina. Og aftur var unnið tvöfalt daginn eftir. Vonandi fékk ég einhverja orku úr Snæfellsjökli, því ég er eins og nýsleginn túskildingur.
The image “http://www.simnet.is/gardarj/mapa/snae1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home