Tuesday, May 31, 2005

Stríð

Mér líður allveg bölvanlega út af þessu stríði. Hvaða stríði? Öllum stríðum að sjálfsögðu. Með árunum hef ég nefnilega orðið meir og friðsamur. Er allveg hættur að nenna að standa í einhverjum leiðindum. Reyni að fremsta megna að fylgja þessari heimspekilegu sýn minni að með jákvæðni sigrum við hið illa. Hið illa er alltaf ríkjandi og við megum ekki leyfa því að ná yfirhöndinni. Ég dag er ég veikur og missi úr vinnu, en það kemur örsjaldan fyrir. Hef ekki gert neitt í kvöld nema að vera með óraði. Tannrótabólga er mjög slæm, en maður verður að vera jákvæður. Andlitið er stokkbólgið og ég lít út eins og Mike Tyson hafi verið að lúskra á mér. Í líkama mínum geysar stríð við bakteríur sem eru að reyna að gera mér miska. Er á sterkum sýklalyfjum og vona það besta. Get varla bloggað neitt því ég er með óraði og það er varla að ég þori að blogga neitt, því ég er orðinn svo huglaus. Ef ég til dæmis færi nú að skrifa um Indversku drottninguna okkar hana L-Cé þá gæti hún örugglega kært mig. Þori ekki einu sinni að skrifa nafnið hennar, því ég gæti lennt á forsíðu DV og þurft að svar fyrir eitthvað sem ég væri að bulla. Annars hlýtur þessi kona að vera gleðigjafi. Hvað hefur hún ekki dansað fyrir marga einmana karlmenn og lyft á þeim brúninni. Virkilegur sjónasviptir af henni. Svo sæt og syngur svo vel og ég man alltaf svo vel þegar við vinirnir vildum halda uppá afmæli einhvers og sáum auglýsingu frá henni. Held að þetta hafi verið 1986 frekar en 1985. Taugaóstyrkur tók ég upp símann og hringdi. Fannst þetta vera anski dýrt eða á milli 30-40 þúsund karl fyrir dans, sem var stórpeningur á þeim tíma. Kannski var þetta ekki söngkonan sem ég dýrka, því hún trompaðist í símanum, þegar ég minntist á að mér fyndist þetta helst til dýrt. Og talandi um DV, því ég lennti á spjalli í dag við tvo menn um sextugt á Kaffi París. Frændi minn Frikki og annar karl sem rak frægan skemmtistað á Skúlagötu. Þeir urðu frekar sárir og reiðir þegar talið barst að DV, en Dóri Faaborg hélt uppi vörnum fyrir Dagblaðið. Þýðir ekkert að vera reiður og sár. Ég veit að DV tók menn af lífi þegar Óli Björn ritstýrði því allveg eins og gerist í dag. Og hvað er þetta kraftastríð. Ég bara trúi ekki mínum eigin augum. Þvílíkt hvað menn nenna að eyða orkunni í eitthvað bull. Eða eins og máltækið góða segir: Sjáldan veldur einn, þá tveir deila, eða eins og Foringinn sjálfur segir alltaf þegar rætt er um stríð:
Enginn er öðrum verri.

Saturday, May 28, 2005

Dómeníkanska lýðveldið

Ég var að hlusta á fréttir á stöð 2 í kvöld og fréttin snérist um hentifánaskip sem eru að stela fisknum okkar. En það var ekki það glæpsamlega athæfi sem vakti áhuga minn heldur var sagt að skipin væru skráð í Domenica, fyrir utan eitt skip sem var hvergi skráð. Síðan kom ágætis fréttaskýring um að tekið væri fram til að valda ekki miskilningi að skipin væru ekki frá Dómeníkanska lýðveldinu, heldur frá eyjunni Domenica sem væri líka á Karabískahafinu en örlítið austar. Síðan horfði ég á fréttir hjá RÚV þar sem var tönglast á því að skipin væru frá Dómeníkanska lýðveldinu. Fréttastofa Rúv verður heldur betur að taka sér tak ef þeir ætla að rugla svona ólíkum löndum saman aftur og aftur. Þessi virtasta fréttastofa landsins ætti að hafa gömlu landabréfabókina hjá sér næst þegar þeir bulla svona. Ég reikna með að frétt stöð 2 sé rétt, þar sem mér sýndist að Þóra Arnórsdóttir væri að flytja hana, en ég hef þvílíkt álit á henni. Mikill munur er á þessum eyjum. Dominika er 750 ferkilometrar og þar búa einungis 87.000. Í Dómeníkanska lýðveldinu búa 8.621.000 og hún er víst 48.734 ferkílómetrar, ef Haiti er ekki talin með. Ef mig misminnir ekki þá kallaði Columbus og hans menn eyjuna Hispaniola þegar þeir komu þangað fyrst árið 1492 og er Dómeníkanska lýðveldið tveir þriðju af eyjunni, því Haiti og Dómeníkanska lýðveldið deila með sér sömu eyju, en löndin tvö eru mjög ólík. Einhverskonar kreolafranska er töluð á Haiti, en spænska í Dómeníkanska. Svo er mikil skálmöld á Haiti meðan friðsæld ríkir í Dómeníkanska. Höfuðborg Dómenikanska lýðveldisins heitir Santa Domingo og hún er mun fjölmennari en þessi blessaða eyja Domenica. Dómenikanska lýðveldið er víst alger paradís og þangað hafa sumir Íslendingar sótt sér konu.


The image “http://www.stehsegelrevue.com/spot/weather/caribbean_sea/pix/caribbean_sea.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

Thursday, May 26, 2005

Friðriksbani

Ég held að ég hafi toppað of snemma þegar ég náði að vinna Friðrik Ólafsson í fjöltefli einungis ellefu ára, en þá hafði ég verið að æfa mig í skákinni í um eitt ár. Friðrik var á þessum árum í sínu besta formi og lagði meðal annar sjálfan Anatoly Karpov á móti, en Karpov bar þá höfuð og herðar yfir aðra skákmenn sem þá voru virkir. Sem sagt ég náði að vinna manninn sem vann þann besta. Það var mín ógæfa. Annars birtir Eyjólfur Ármannsson skákáhugamaður þessa gömlu skák á skákhorninu í gær. Annars segja þeir að gamla skákin sé dauð. Er ekki Boris Spassky hingað kominn til að undirbúa einvígi við Íslendinginn Bobby um heimsmeistaratitilinn í slembiskák (Fischer-random). Eða til hvers er hann hingað kominn með rússneskan mafíósa með sér. Gaman að þessu. Var ég ekki búinn að spá einhverju svona. Best að fara að æfa sig í slembiskák
Friðriksbani

Dramatík

Leikurinn í gær var hreint út sagt stórkostlegur og bauð upp á allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Að vinna sig út úr stöðunni 3-0 og hampa evrópubikarnum er ævintýri líkast. Og þótt ég þykist styðja Miland á Ítalíu, þá er enska taugin svo sterk að ég gat ekki annað en samfagnað Liverpoolliðinu í gær. Svo er líka spænskur andi yfir Liverpool núna og dómari leiksins var spænsku að mér skilst. Hin spænski Morientes var aðeins áhorfandi, en hann kom til Liverpool í vetur. Þeir eiga eftir að bæta sig mikið og vonandi er fræðilegur möguleiki að þeir fái að verja titilinn. Þetta er víst í fyrsta skipti í sögunni sem evrópumeistararnir fái ekki að verja tiltil sinn í Meistaradeildinni (eða gömlu evrópukeppni meistaraliða). Þvi það verða Everton frá Liverpool sem keppa í Meistaradeildinni á næsta ári að öllu óbreyttu. Skrítnar reglur, en Liverpool stöðu seg ekki nógu vel í ensku deildinni og enduð fyrir neðan Everton. Mér skilst að ansi margir Liverpoolaðdáendur hafi farið að gera eitthvað allt annað í hálfleik og mistu því að allri gleðinni. Heyrði í einum vinnufélaga í sima í gær, en hann hafði hætt að fylgjast með í hálfleik. Hann ásakaði mig að sjálfsögðu um lygi þegar ég sagði honum að framlenging væri að hefjast. Þessi leikur slær sennilega við hinum ódauðlega leik í Barcelona árið 1999, þar sem Man Utd náði að stela sigrinum gegn Bayern í uppbótartíma, en staðan var 1-0 fyrir Bayern þegar leiktíminn var að enda, en Solskjer og Sheringham kláruðu leikinn fyrir Man. Utd. Svo er Dudek heldur betur að koma til og er farinn að minna á annan frægan meistara, Grobba sjálfan.
The image “http://www.soccerweb.de/liv/lge/lge/pic/grobbelar.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Tuesday, May 24, 2005

Dobrí djen

Í dag er stóri dagurinn. Heill áratugur er nú full mikið af því góða, en maður verður að minnast þess á einhvern hátt. Reyndar er ég nú þeirrar skoðunar að full tíu ár verða kominn í lok þessa árs. Svipað og deilurnar voru um aldarmót. Þau voru væntanlega árið 2001, en ekki árið 2000. En þetta er fín tala 10 og 2000. Helst hefði ég viljað skella mér í golf í dag, en hef engan til að spila með, en kemst vonandi um helgina. Annars ætla ég að tileinka þessum tímamótum ferð sem við Deng förum fljótlega til einnar af mínum uppáhaldsborgum undir öruggri fararstjórn Hauks Haukssonar ekki ekkifréttamanns. Já nú á að skreppa til einnar af mínum uppáhaldsborgum, Moskvu. Ætli ég eigi ekki eftir að hitta fræga skákmenn eins og Karpov. Það er frekar að ég þori að heilsa upp á hann en Bobby. Annars rakst ég enn einu sinni á Bobby í vikunni þegar hann strunsaði fram hjá mér á Lækjargötu. Kannski kemur hann þó fljótlega að æfa í Stevegym.

Gunnar & Gaui

Þessir tveir menn hafa hrist heldur betur upp í liðum sínum. Gunnar Örl. og Gaui Þórðar hafa gengið úr liðum sínum í önnur lið og hafa mátt þola ávirðingar fyrir vikið. Það sem Gunnar þingmaður gerði er svo sem ekki fallegt. Hann var kosinn sem þingmaður Frjálslyndra en endar sem þingmaður hjá stjórnarliðum. Hvernig er hægt að umpólast svona á einni nóttu, verða svona kvótasinni og afturhald, en ég veit svo sem að hann var hægri maður. Það þarf ekki að vera svo slæmt, en honum er vorkunn. Þessi félagi hans hann Magnús Þór kom illa fram. Það hefði átt að gefa honum frí, þegar hann stakk Gunnar í bakið. Annar er þetta alltaf svona með litlu flokkana. Engin agi og menn eru ekki aldir upp í flokkastarfi og því verður alltaf þetta vesen og deilur. Flokkarnir verða fullir af flokkaskelfum og vesalingum. Þetta gæti aldrei gerst í flokknum hjá honum Dabba okkar. Mér finnst þetta dálítið öðvísi hjá Gauja. Með fullri virðingu fyrir Keflavík, þá skildi ég aldrei hvað hann var að þvælast þangað og gera 3. ára samning. Maður vissi að hann myndi hoppa til England um leið og það myndi bjóðast. Jafnvel þótt fjórða lélegasta liðið í neðstu deild myndi eltast við hann. Held að þetta sé minni glæpur hjá Gauja. Þeir þurfa þá varla að borga honum krónu. Þetta mun leysast einhvern veginn. Það sjá allir í gegnum þetta hjá Gauja, því hann hafði greinilega ekkert uppsagnarákvæði í samningnum. Hann var orðaður við þetta elsta atvinnumannalið fyrir rúmlega ári. Annars er rosalega spennandi að fylgjast með Gauja. Alltaf stutt í skandala og hann minnir mig svo óþyrmilega á Mike vin minn Tyson. Hvað gerir hann næst? Hvaða vandræði á hann eftir að koma sér í Nottingham. Hvaða leikmaður lendir á svarta listanum. Hvenær verður hann rekinn? Hvernig leikmenn leika í fjórða lélegasta liði á Englandi (ef utandeildin er ekki talin með) Þetta eru örugglega strákar sem detta í það á pubbnum kvöldið fyrir leik. Hann á allveg öruggglega eftir að hrista upp í þessu. Það verður gaman að fylgjast með 4. deildinni í vetur. Hún heitir nú reyndar í raun önnur deild.

Meadow Lane In 2004

Friday, May 20, 2005

Gleðibankinn

Ég er af þeirri kynslóð sem man eftir "Gleðibankaævintýrinu". Þá átti heldur betur að sigra heiminn. Þegar þrír ólíkir flytjendur voru klæddir í fáránlega búninga og látnir dansa hallærislega og íslenska þjóðin fór yfir um. Eru ekki nákvæmilegta 19. ár síða Icy-flokkurinn átti að sigra heiminn, en ung 14. ára stúlka stal senunni. Íslendingar hafa ekkert lært. Þetta gerist ár eftir ár. Ég hélt að ég væri að upplifa Dejavú. Við vorum búinn að vinna keppnina fyrirfram. Ég var svo heppinn að ég var í fjallgöngu þegar Sema var að syngja. Ég fór á Keili með vinnufélögum mínu, þeim Steinari, Elínu og Guðrúnu og við stóðum á toppnum og horfðum á hið glæsilega útsýni, þegar forkeppnin var að byrja. Auðvitað hefði ég sem sannur Eurovision aðdáandi viljað sjá Ísland ná lengra, en það er samt óþarfi að vera með einhvern hroka. Ég sá lögin á TVE (og í norska þættinum), en Spánverjar sýndu keppnina eftirá, þannig að ég náði í raun lagi Selmu. Er Selma orðin veruleikafyrrt stjarna. Þessi ummæli hennar: "Það er náttúrulega ekki hægt annað en að hlæja að þessari niðurstöðu," sagði Selma þegar úrslitin lágu fyrir. Er hún orðin einhver ofur "díva" og farinn að reikna með sigri fyrirfram eða var þjóðin búin að heilaþvo hana. Höldum bara forkeppni næst og veljum sjálf okkar fulltrúa og leyfum flytjendum sjálfum að velja sín föt, en ekki einhvern barnaglansgalla. Svo er það góða að Gísli Marteinn verður ekki meira með sem þulur, því hann ætlar í Borgarstjórann. Hann er allveg glataður í þessu. Hann er allveg hrikalega hlutdrægur, og kommenterar á lögin, ár eftir ár. Það á ekki að vera hans hlutverk. Hann átti bara að segja fimmaurabrandara. Skildi hann karl faðir minn aldrei hafa talað við hann um þetta? En ég gæti allveg kosið Gísla seinna, þegar hann er orðinn nýr foringi, hver veit? Það er nefnilega náttúrulögmál. Vinstri menn enda oft sem hægri menn osf. En ég ætla að vera með hefbundið Eurovisonpartý á laugardaginn. Þýðir ekkert að væla. Annars keypti ég tvo gullmola um daginn í kolaportinu. Tvær litlar vínilplötur, Dana með "All kinds of everything" og Thach im með "Ding-a-dong". Samtals á 100 kr.
Keilir

Sunday, May 15, 2005

Quiz

Ég fékk Tómas Björnsson skákmeistara og verðandi verðbréfagúrú með mér í 100 Grandrokkkeppnina. Verðlaun voru vegleg. Hundarð bjórar fyrir sigurliði og tvær bjórspurningar. Í þetta skiptið gat Tommi aðra, en við báðir hina, þannig að þetta kom vel út. 13 réttir og tveir bjórar í plús. Reyndar voru spurningarnar níðþungar, en gefnir voru upp fjórir möguleikar (krossapróf)
14. Hvenær á María Donaldsson von á sér (október)
18. Hvenær kom fyrsti T-Fordinn til Íslands (1908)
Þetta var á þarsíðasta föstudag. En núna rölti ég bara einn inn, fann síðan spilafélaga. Hann reyndist vera dr. Ólafur læknismenntaður fróðleikskarl, sem var orðinn sæmilega hífaður. Hann hafði unnið keppnina í árdaga og við stóðum okkur ágætlega, en hann átti það til að tala ofaní spurningarnar, þannig að ég heyrði þær illa sumar. Svo vildi hann endilega bjóða mér í bjór, því við klúðruðum bjórspuningunni. Hún snérist að sjálfsögðu um bjór. Hvað er meðaldrykkja Íslendinga á bjór á ári. Það voru um 60 lítar, en við sögðum 90 lítrar. Hvað um það, við gætum örugglega gert góða hluti næst, en síðan fór dr. Ólafur að segja mér frá íþróttaafrekum sínum. Hann reyndist vera gamall tugþrautameistari og hefði getað komist á OL í Mexico 1968, með smá bætingu. Hann þekkti auðvitað foringjann og Elís smið og fór síðan að skrifa árangur sinn frá árinu 1964.
100 m = 10.6
200 m = 22.2
400 m = 49.8
1500 m = 4:19.7
110 grind = 15,3
400 grind 56,9
osf.....
samtals 6850 stig og norðulandamet unglinga 1964
Hann sem sagt skrifaði lið fyrir lið hvert afrek og mér er til efs um að nokkur maður á Íslandi sé eins fróður um frjálsar íþróttir síðan Ólafur Unnsteinsson var meðal vor.
The image “http://www.dingdongtwist.org.uk/DDTwebvol2/images/drunk.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

24. mai

Það var víst dagurinn. Dagurinn sem ég byrjaði í starfinu. Man alltaf þetta fyrsta kvöld. En get samt ekki tjáð mig um það þrátt fyrir öll árin. Vissulega hefur þetta verið góður tími. Síðan 1995 hef ég átt þrjár íbúðir, leigt eina, farið þrivar í kringum hnöttinn. Ferðast til flestra heimsálfa. Klárað nám og byrjað í öðru, átt fjóra bíla, en hvers vegna í ósköpunum hef ég þá ekki skipt um starf. Áhættufælni heitir það. Landlægur andskoti og kemur í veg fyrir framfarir og nýjungar. En ákveðin stöðuleiki er nauðsynlegur. Veit ekki hvernig ég held uppá daginn. Ætli ég skreppi ekki bar í golf, en fyrst verð ég að raka mig.

Monday, May 09, 2005

Kaus kerlinguna

Ég tók þátt í formannskjörinu í Samfylkingunni og settii atkvæðaseðilinn í póst um daginn. Það verður ekki aftur tekið því ég kaus Imbu til formanns. Annars þykir mér þetta leitt Össurs vegna. Ég tók þátt í prófkjöri fyrir nokkrum árum til að styðja meðal annars Össur í fyrsta sætið í Reykjavík norður (held ég) í landsmálunum. Annars er Össur fínn karl, mikill skákáhugamaður og viðkunnalegur, til dæmis heilsaði hann mér með virktum í fyrra, en ég veit ekki afhverju, því ég hef aldrei við manninn talað. Sé kannski dálítið eftir að hafa ekki kosið karlinn. Hver skrambinn. Annars er ég í raun að upplagi Albaníukommi eða öllu heldur hreinræktaður Stalínisti, en hef þá trú að við kommar séum best geymdir innan Samfylkingarinnar, þangað til við tökum völdin einn daginn. Segi það enn og aftur. Vinstri Grænir eru úrkynjaðir kommar. Össur var hins vegar okkar maður úr Alþýðubandalaginu, en ég sjálfur er félagi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur, sem er að ég held ennþá til innan (Sam)fylkingarinnar. Já, hver skrambinn, ég kaus gömlu hægri kvennalistakerlinguna. En hún er nú samt mikill foringi.

Saturday, May 07, 2005

Lélegir íþróttabarir

Ég var að þvælast í bænum í gær. Fór á þetta venjulega sunnudagaflakk. Áður en ég vissi af var ég kominn út á Seltjarnarnes. Heyrði í útvarpinu að seinni hálfleikur væri langt kominn í leik Ciudad Real og Barcelona í handboltanum. Ég mundi eftir fyrri leiknum og dramatíkinni sem var gangi og vissi að mikið var í húfi fyrir Ólaf Stef og Co. Reyndar hef ég ekki nokkurn áhuga á handbolta, en fylgist með landsliðinu, en það eru svona leikir sem ég nenni að horfa á, ef ég man eftir. Í fyrri leiknum var þvílík dramatík og troðfullt hús að brjáluðum Spánverjum. Ákvað að kíkja á gamla pubbinn minn, Rauða Ljónið. Þar var fóbolti í gangi og ekki var möguleiki að horfa á tvær stöðvar í einu. Það er frekar léleg þjónusta hjá stað sem gerir sig út fyrir að vera íþróttabar. Sama á við um Sportbarinn í Ármúla og jafnvel Glaumbar. Þekki ekki útkjálkastaði eins og Players, en þar rak ég mig einu sinni á svipað rugl. Ég er ekki að tala um þjónustuna að öðru leiti, hún er eflaust fín. Góður matseðill og allt til fyrirmyndar, en eini sportbarinn með viti eru salirnir í Glæsibæ. Ölver bíður uppá þrjá sali og reyna alltaf að sinna óskum viðskiptavinarins. Þar hrökklast menn í minni sali með jaðaríþróttir, eins og hanbolta og ruðning, en engu að síður eru þeir þróaðir í tækninni og fara létt með að hafa margar rásir í gangi samtímis. En staðurinn sjálfur er svo sem ekkert aðlaðandi, en þeir fá A-plús fyrir góða þjónustu. Annars hefur mig lengi langað til að reka íþróttabar og þá væri Ölver fyrirmyndin, en ekki nýji risastaðurinn í Ármúla, sem þó gerir sig út fyrir að vera sportbar. Á Ölver er hægt að ganga að því vísu að sjá hvað sem er. Þar gátu meðal annars nokkrir powermenn horft á HM í greininni í fyrra, reyndar útí horni og hljóðlaust meðan nokkrir leikir voru í gangi. En undir venjulegum kringumstæðum hefðu þeir reddað þriðja salnum fyri slíkan viðburð. Ég náði nú reyndar leiknum heima, þá voru ennþá fimm mínútur eftir. Sá þegar Ólafur Stefáns var rekinn útaf og Ciudad misti Evróputitilinn. Skítt með það, ég hélt líka með Barcelona, þótt óneytanlega hefði verið gaman að sjá Ólaf lyfta dollunni.

Gunnar Master í góðu formi þessa dagana!
Framhandleggur á Master! Enn betri mynd!
Bætingar í bekk!



Friday, May 06, 2005

10 ár afmæli, hryllilegt?

Ég á tíu ára afmæli. Já ég á tíu ára afmælli. Ekki edrúafmæli, nei. Ekki lífaldur, nei. Hef kannski þroska á við ungling, en ég á ekki við það. Þessa dagana eru tíu ár síða ég hóf að starfa hjá því ríkisfyrirtæki sem ég starfa á í dag. Mesta tíma hef ég verið bendlaður við núverandi deild, en tæplega tvö ár var ég að vinna hjá frú Scrödder, en það var líka mjög góður tími (1999-2001), þótt ég hafi ekki fengið neinar aukavaktir. Á þeirri deild náði ég að ljúka við námið sem ég byrjaði á árið 1993, en eftir árið 2001, breytti ég ekki um starfsvetvang, heldur sat sem fastastur. Já það var í lok apríl eða byrjun mai árið 1995, sem ég byrjaði fyrst. Kannski er afmælið bara í dag, hef ekki flett því upp. Á ég að halda uppá þessi hryllilegu tímamót? Kannski!? Margir hafa ekkert skilið í mér, því menn hafi brunnið út í þessu starfi, lent í ógöngum, eða skiljanlega orðið þreyttir eða bara fengið BETUR borgað starf. En ég hef þraukað og hef notið löngu frídaganna. Oftast verið á næturvakt og átt frí í viku þess á milli. Ég ætlaði aldrei að festa mig og hefði þá reynt að mennta mig í fræðunum í upphafi. Eru þetta ekki skelfileg tímamót. Ekkert til að stæra sig af. Ætlaði ekki að minnast á þetta við neinn. Ætlaði að hætta á þessum tímamótum, en það er ljós í myrkrinu. Í fyrta lagi hefur mér liðið sæmilega og hef kunnað vel við samstarfsfólkið frá yfirmanni og niðrúr. En menn eiga alltaf að huga að framtíðinni. Núna tel ég að ég sé að bæta við mig tveim faggráðum vorið 2006. Annað er samt mjög jákvætt. Samkvæmt kjarasamningi á ég nú kost á námsleyfi á fullum meðaltalslaunum í 6-9 mánuði í starfstengdu námi. Kannski á ég loksins kost á að stunda nám án pressu og sæmilegum tekjum í 2. annnir. Starfstengt, það gæti hugsanlega verið mastersnám í sálfræði, hjúkrunarfræði, þerapía osf. Horfi auðvitað til Spánar. Hvað með veturinn 2006-7. Þá verð ég búinn að ljúka starfsnámi og fer í annað. Vonandi yrði það samþykkt. Þetta eru því bara jákvæð tímamót eftir allt. Þeir eru til dæmis fínir þessir stóru strandbæir á Spáni, þar með talið Barcelona. Fyrsta setningin sem ég lærði á spænsku (fyrir utan Cerveca) :
VAMOS A LA PLAYA OHOOOOOHHO VAMOS A LA PLAYA OHOOOOOOOO
("Á Spáni er gott að djamma og djúsa diskótekunum á..."(LADDI)
The image “http://www.loscabosguide.com/playagrande/images/playa-grande-085_r2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, May 04, 2005

Hluti af leiknum

Þessi frasi fer allveg gífurlega í taugarnar á mér. Oft er hann notaður um vafasama atburði á fótboltavellinum. Kolranga dóma, vítaspyrnur osf og síðan er bara ippt öxlum og tautað: þetta er bara hluti af leiknum. Þess vegna er knattspyrnan svona vinsæl. Þessi hugleiðing er vegna marksins sem Liverpool "skoraði" gegn Chelsea. Að mínum dómi var þetta ekki mark og engin af þessum tuttugu kvikmyndavélum á vellinum náði þessu nógu vel, þegar Gallas hreinsaði á línu, að mínu mati. Línuvörður var sennilega ekki í aðstöðu til að sjá, frekar en dómarinn. Meira að segja Eiður Smári notaði þennan fúla frasa eftir leikinn. Bara hluti af leiknum. ÓÞOLANDI. Ég vil fá rafeindarbúnað í markið. Það er svo mikið í húfi. Þetta er ekki Olsen Olsen. Annars samgleðst ég Liverpool mönnum, þeir eiga svo sannarlega skilið að fá dollu, enda var ég svo sem búinn að spá þessum úrslitum. Og Eiður karlinn hlýtur að naga sig í handarbökin fyrir að hitta ekki á ramman í síðasta og besta færi leiksins, á 94 mínútu. Þeir eiga síðan eftir að mæta Miland (Milan) að öllum líkindum í úrslitum. Þeir gætu allveg unnið, en til þess þurfa þeir að eiga toppleik. Þeir hafa jú ekki verið að sýna mikið í deildinni í vetur og eru í 5. sæti, ef ég man þetta rétt. Ég þekki svo marga dapra Liverpoolmenn, sem eru orðnir langeygðir eftir árangri. Vil alls ekki að þeir verði þunglyndari. En ég kreftst þess að svona umdeild atvik verði foráðamönnum FÍFA umhugsunarefni. Svona á ekki að eiga sér stað á 21. öldinni. Ég er ekki að tala um að tefja leikinn með einhverjum kvikmyndasýningum, eins og er notað í ameríska fótboltanum. Bara að nota einfalda tækni.

Monday, May 02, 2005

1. mai

Fór í kröfugöngu í gær, en mætti aðeins of seint og sá á eftir göngunni niður götuna sem ég man nú ekki hvað heitir og til að ná liðinu, hljóp ég niður Bragagötu og náði göngunni hjá Hljómskálagarðinum. Þar hitti ég fyrir Hauk komma Hauksson ásamt hinu gönguliðinu. Enduðum svo á Ingólfstorgi þar sem haldnar voru barátturæður. Þar mátti hitta fyrir, Palestínuvini, anarkista, kommúnista, femenista og slatta af petophilum. Hrikalega er þetta allt orðið hallærislegt. Hvað er orðið af baráttuandanum? Ég hefði frekar viljað vera viðstaddur Gúttoslaginn, fyrir tæplega áttatíu árum. Þá var smá andi í fólkinu. Núna er þetta sömu hátíðarklísjurnar ár eftir ár, en ég mæti nú samt alltaf og er ekkert betri en hinir. Jóhannes Ómegakraftur var á svæðinu að ljósmynda, sem og hinar ýmsu hreyfingar með söfnunarbauka. Síðan fengu allir dreifimiða þar sem öllum var boðið á Borgina, en Samfylkingin var með opið hús á Hótel Borg. Ég var ekki einn um að miskilja, því ekki voru veitingar í boði, en Össur og Imba voru í sínu fínasta pússi, þannig að ég flúði upp Laugarveginn og endaði svo í MÍR salnum (Menningastofnun Íslands og Rússland (áður Ráðstjórnarríkjana)), þar sem alvöru kommar sötruðu kaffi og þar sá ég meðal annars hin fræga Sólmyrkva, sem Ísak heitir. Þeir eiga allveg ótrúlega öfluga og sterka stóla þarna þeir Rússavinir og sennilega eru þetta sovéskir gæðastólar, því Sólmyrkvinn sat á allveg pínulitlum stól, sem brotnaði ekki. En fyrir þá sem ekki vita er Ísak milli 220-230 kíló. Verst að ég gleymdi að taka mynd.