Saturday, October 29, 2005

Hlöllinn að köttast

Svavar Smárason oftast kenndur við Hlöllabáta kom í gymmið í vikunni og er að verða vel skafinn á skjóðunni, en þótt að hann vegi bara 100 kg, er hann að stefna á bætingu í bekkpressu fljótlega eða vel yfir 220 kg. María tók hins vegar 190 kg tvisvar í réttstöðulyftunni um daginn og mun fljótlega komast yfir 200 kg múrinn fyrst kvenna á Íslandi.





1.árs

Að sjálfsögðu gleymdi ég afmælinu mínu hvað annað. Ég er nefnilega orðinn sannfærður um að ég þjáist af Alzhaimer light, jafnvel Alzhaimer medium. Gleymi öllu sem ég á að muna t.d að borga reikninga, skila verkefnum eða jafnvel að mæta á æfingar. En aðalmálið er þetta. Liðið er eitt ár síðan ég byrjaði að blogga fyrst. Minnir að ég hafi verið að skoða bloggið hjá Jóhannesi Ómegafrömuði, sem er hjá blogspot.com og mig langaði að reyna sjálfur. Þetta var 4. október í fyrra. Ekki voru skrifin mín merkileg í upphafi og eru eflaust ekki enn. Fljótlega fór ég að rembast við að setja inn myndir og var ég minntur á það í gær, þegar ég setti inn myndir frá afmælinu hans Narfa frá 28. október í fyrra. Myndir sem sendar voru lengst norður á land, þar sem Narfi var kynntur fyrir tengdarfólki sínu. Margt hefur gengið á undanfarið ár. Meðal annars hef ég stundum farið yfir strikið að sumra mati. Stundum hefur það kostað leiðindi um hríð. Menn hafa pikkkað í mig og beðið um að taka eitthvað út. Einu sinni fékk ég símtal frá gömlum vinnufélaga, sem bað mig um að taka út gamalt blogg. Ég var nokkurn tíma að kveikja á því hvað hann var að fara og að átta mig á að manninum var fúlasta alvara. Reyni þó að stuða ekki menn að óþörfu og því reynir maður ofta að fjalla ekki mikið um þá sem standa manni næst eða þá sem kíkja reglulega eða eru viðkvæmir fyrir sjálfum sér. Held þó að menn á æðstu stöðum hafi orðið fúlir. Meðal annars sagði Davíð Oddsson um daginn að oft væri verið að fjalla um hann á bloggsíðum útí bæ og ég tók þetta að sjálfsögðu til mín, enda verið Dabba mjög vinsamlegur. Menn hafa einnig spurt mig hvað reki mann áfram í svona skrifum og horfa á mig með vorkumsömum augum. Til hvers í andskotanum eru menn að þessu. Einhverstaðar sá ég því haldið fram að það væri hámark egóismans að halda opinbera dagbók. En margir þjóðþekktir menn hafa verið duglegir í "alvörubloggi" m.a Björn Bjarna, Össur og núna síðast Mörður Árnason. Veit ekki hvað það er, en þeir sem hafa verið að setja út á skrifin hjá mér hafa jafnframt verið mínir helstu stuðningsmenn og hvatt mann áfram, ef maður bærir ekki á sér um hríð og spurt hvort ég sé virkilega að fá ritstíflu. Veit að fólk hefur gaman að kíkja, sérstaklega ef myndnirnar hafa heppnast. Veit að menn kíkja á skrifin janfvel lengst í frumskógum Norður-Thailands. Langaði líka alltaf til að verða blaðamaður á sínum tíma, en verð það varla úr þessu. Kannski fær maður útrás á þennan hátt. Í vikunni lét ég loksins verða að því að fá mér teljara. Veit núna að einhver nennir að kíkja. Einng hef sjállfur gaman af því að kíkja hjá öðrum. Kíki reglulega á hjá öðrum eða fer í random leit, NEXT BLOGG sem er beint fyrir ofan hægra megin.
Mörður Árnason BLOGG
Björn BjarnasonBLOGG
Össur SkarphéðinssonBLOGG
Jónína BenediktsdóttirBLOGG

Friday, October 28, 2005

Léttir sprettir

The big red button Klikkið I
Klám Klikkið I
Ekki bjór Klikkið I
Britney's Mystery Klikkið I

Póverjinn

Friðrik Gunnarsson frændi, sem er aðalkonsúll Pólverja á Íslandi sagði að Pólverja málið væri hneyksli, en haft var eftir yfirmönnum starfsmannaleigunar B2 að í lagi væri að berja þessa Pólverja ef þeir væru með eitthvað múður í vinnunni. Ég var að hugsa um að spyrja pólska stúlku, sem var í þrifum á spítalanum hvort það væri í lagi. þs hvort ég mætti berja hana ef hún væri eitthvað óþekk í vinnunni. Annars hef ég ekki trú á því. Pólverjar eru mikil hörkutól og hafa verið í miklum metum hjá okkur Íslendingum. Afi minn og Friðrik sonur hans hafa verið ræðismenn fyrir Pólland í hálfa öld. Svo eiga þeir góða íþróttamenn eins og Maríus sterkasta mann heims og hnefaleikamanninn Golota.
The image “http://home.swipnet.se/~w-56959/golota-ferguson.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, October 26, 2005

Rússinn

Við Faaborg vorum mættir eldsnemma á rússneska menningarhátíð í Salnum í Kópavogi, þann 22. október síðasliðin. Þar voru haldnir margir merkilegir fyrirlestrar, m.a voru þarna Árni Bergmann, rithöfundur og bókmenntafræðingur, Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði og Guðmundur "feiti" Ólafsson lektor og Haukkur Hauksson ekki ekki fréttamaður, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Moskvu. Þar voru margir skemmtilegir vinklar sem komu fram, m.a var gaman að hlusta á Guðmund Ólafsson fjalla um sögu Rússlands með sínum hætti. Hann hafði fengið Pétur Mikla í hausinn sem ungur maður, þegar hannn stundaði nám i Leningrad á sjöunda áratugnum. Reyndar heitir þessi borg St. Pétursborg, en ég neita að kalla hana það. Pétur Mikli stofnaði þá borg á sínum tíma, hreinlega fékk þessa hugmynd að gera borg sem væri byggð að V-Evrópskri fyrirmynd m.a Amsterdam. Því miður hef ég ekki ennþá komið til Leningrad, en það verður vonandi á næsta ári, en ég náði að heimsækja Moskvu í vor. Flestir spekingarnir höfðu mikla trú á framtíð Rússlands og bentu á að þegar rússneska lestin væri farin af stað þá gæti ekkert stoppað hana, þegar hún væri komin á ferðina. Annars fékk ég heimsókn frá Rússa nokkrum, þegar ég var að auglýsa "herbergið" um daginn. (Við erum nefnilega búin að opna á milli herbergjana) Við auglýstum herbergið hjá leigulistanum og fengum mikið af fólki, svo mikið að auglýsingin kom á miðjum föstudegi og ég hætti að sýna á sunnudegi. Einn af þeim sem kom var ungur Rússi (sagðist vera Rússi), sem í fyrstu sýn bauð af sér góðana þokka, en þegar hann sá herbergið vildi hann leigja strax, en ég sagðist að sjálfsögðu vilja sýna fleirrum og var þá strax ákveðinn að legja ekki manninum vegna þess hversu "desperat" hann var að finna húsnæði. Ég bauðst til að taka niður númerið hjá honum, eins og ég gerði við alla, en hann skildi það ekki og dró upp hina ýmsu pappíra til að sýna hver hann var, en mér sýndist hann vera frá Kazakstan eða Moldavíu. Daginn eftir hringdi hann og sagðist gera mér tilboð sem ég gæti ekki hafnað 6. mánuði fyrirfram. Ég sagði að tilboðið væri vissulega gott, en þetta snérist ekki um peninga. Það var annars furðulegt hversu mikla peninga hans sagðist geta reitt fram. Á endanum hefði hann átt fyrir útborgun í nýrri íbúð og ég fór að velta fyrir mér hvort hann tilheyrði einhverjum glæpasamtökum í Austur-evrópu. Næsta dag var hann mættur heim og sagðist vera með ennþá betra tilboð en það fyrra. Þegar hann sá að ég vildi ekki ganga að 500.000 króna tilboðinu, sagði hann að ég vildi ekki leigja útlendingum og fór heim frekar fúll. Sennilega er þetta rétt hjá honum, að í mér blundi rasisti. Alla vegana hvarlaði það að mér eftir að ég var laus við hans "frábæru" tilboð. Annars komu bara ágætir útlendingar að skoða. M.a kom par frá Serbíu, sem mér leist mjög vel á, en ekkert varð úr að ég leigði þeim. Einnig nokkrir Pólverjar, sem vildu setja upp gerfihnattadisk og tengja þvottavél.



Thursday, October 20, 2005

Langt kominn

Ég verð að afsaka mig aðeins fyrir að hafa ekki látið heyra í mér síðustu daga. Ástæðan var auðvitað útganga hans Davíðs okkar úr póitíkinni. Er búinn að vera mjög dapur vagna þess að leiðtogi okkar er horfinn af stalli. Vona samt að hann eigi eftir að stjórna okkur bak við tjöldin því annars færi illa hjá okkur Sjálfstæðismönnum, því ég er ekki viss um að Geir Hilmar Haarde eigi eftir að halda sama aga td að berja niður evrópuumræðuna í flokknum og að leggja Bónus í einelti. Annars er ég langt kominn með að ljúka þessum 15. vöktum á Landakoti. Á aðeins eftir fjórar vaktir, en þær eru að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu. Þurfti reyndar að borga með mér, því þessar fimm einingar kostuðu mig 10.000 krónur.

Wednesday, October 12, 2005

Pumping Iron

Svo verður maður að gefa sér tíma til að mæta í ræktina, þrátt fyrir miklar annir. Reyni að hafa fastar æfingar þrisvar sinnum í viku, en ég ætla að verða með í Íslandsmótinu í réttstöðu sem haldið verður í lok nóvember. Hef verið með í öllum mótunum frá upphafi, en það hefur enginn annar "afrekað". Varð Íslandsmeistari tvö fyrstu árin, en síðan hef þurft að verma annað sætið og einu sinni það þriðja. Fyrsta mótið héldum við Stevegym menn í Þórskaffi í lok ársins 1999 og var það mót kallað Deddmót aldarinnar og heppnaðist mjög vel. Það er nokkuð fyndið, en á því móti lyfti ég meira en báðir keppendur í yfirþugvikt (125 kg+), en ég var einn í flokki í 100 kg. Ég lyfti einungis 220 kg á þessu fyrsta móti, en Benedikt Magnússon keppti á sínu fyrsta móti og lyfti 217,5 kg eins og Grétar Hrafnsson hinn keppandinn í yfirþungavikt. Gaman að þessu því núna rúmleg fimm árum síðar lyfti Bennedikt mestu þyngd sem nokkur maður hefur lyft á jörðinni, en hann tók 426 kg á æfingu í Gym80 núna um daginn, en allt byrjaði þetta á Deddmóti aldarinnar. Ég var reyndar búinn að lofa "aðdáendum" mínum að keppa ekki á móti nema að "geta" eitthvað, en ég vil ekki missa af þessu móti fyrir nokkurn mun. Gæti kannski reynt við bætingu í mesta lagi, en ég á best 280 kg í réttstöðunni. Maðurinn á efstu myndinni heitir Rúnar Óttarsson, sjómaðurinn síbrúni, en hann er búinn að æfa vel undanfarna mánuði í Stevegym. Hann er að því sem ég best veit að æfa fyrir deddmótið, eins og við hinir.





Tuesday, October 11, 2005

Quiz & skák

Lét hafa mig út í skákvitleysu eina ferðina enn, því ég tefldi tvær skákir í Deildarkeppninni þessa helgina. Vann reyndar fyrri skákina á móti Jón Þ. Þór, en tefldi mjög illa gegn Júlúsi Friðþjófsynni sama kvöld. Lék reyndar illa af mér í fjórða leik allveg eins og gerist í einnar mínútu skákum, sem ég hef teflt of miðið af. Daginn áður skrapp ég á Grandið þar sem Ómar Ragnarsson stjórnaði spurningakeppninni. Hann var reyndar ekki allveg að skilja keppnina, því hann hafði þetta alltof létt og liðið sem sigraði fékk 28 af 30 rétt sem er fráheyrt, en ég og Narfi enduðum með tuttugu og lauflétta bjórspurningu. Á sunnudaginn skrapp ég í Ráðhúsið en þar hafði Hrafn Gunnlaugsson skákmókúll skipulagt skák í tilefni Geðheilbrigðisdagsins. Auðvitað var skilda mín sem yfirgeðtæknis að taka þátt. Ég fékk reyndar unna stöðu á móti Danielsen stórmeistara, en náði ekki að landa honum. Fékk líka mjög vænlega stöðu á móti Tómasi Oral öðrum stórmeistara, en missti glopraði henni líka niður. Endaði með 4 vinninga af sjö mögulegum. Vænleg staða mín gegn Danna sést vel á myndinni hér fyrir neðan, en Danni hinn danski sigraði á mótinu með 6 vinniga af sjö mögulegum.








Thursday, October 06, 2005

Svefnrof

Hey, ég hef misst svefn að undanförnu og treysti mér ekki til að tefla með harðsnúnu liði Skagamanna um helgina í Íslandsmótinu í skák. Magnús Magnússon eða Skaga Mangi hugsar mér örugglega þegjandi þörfina ætlar að senda Skaga Jobba til að ganga í skrokk á mér. Skaga Jobbi teflir í B-sveit okkar og er besta skinn, þótt útlitið á honum hræði marga. Áfram Akranes

zHEy Posted by Picasa

Wednesday, October 05, 2005

Þarf að hvílast

Maður þarf að passa sig að spriga ekki á limminu. Maður hefur tekið að sér alltof mörg verkefni að undanförnu. Fyrir utan vinnuna, þá þarf ég að skila heilum 15. vöktum í verknámi og í sjálfboðavinnu þar að auki (þriðjudögum og föstudögum). Síðan þarf ég að stunda námið í sjúkraliðanum og félagsliðanum í heila 4. daga á viku (ef maður mætir í alla tímana). Þriðjudagurinn var þéttskipaður. Var á næturvakt til kl. 8.00, en brunaði svo niður á Landakot þar sem ég fór í hlutvek nema og var þar til kl. 4.00. Fór svo beint í tíma í lyfjafrði uppí FB, en síðan heim til að hvíla sig fyrir næturvaktina. Ef ég ef einhverntíman komist næst því að brenna yfir þá er það nú. Til hvers er ég að þessu? Einhver þrjóska, því sjúkraliða starfið er ekki spennandi til lengdar. Verð að róa mig niður, svo í guðana bænum ekki hringja í mig þessa dagana. Látið mig bara vera, alla vegana ekki hringja fyrir hádegi. Ég er svo tæpur, en það sem bjargar manni er nýji Herramaðurinn. Alger gleðigjafi á erfiðum tímum.

Sunday, October 02, 2005

World Strongest

Ég sá fyrir algera tilviljun að Rúnar Gísli Guðmundsson hafði skráð sig til leiks í Sterkasti maður heims fatlaðra, þegar ég rakst á viðtal við hann í fréttatíma RÚV á föstudagskvöldið. Rúnar hafði þá lokið bíldrætti og mætti lafmóður í viðtal við fréttamann RÚV. Seinni dagur keppninnar hófst við Fjörukrána daginn eftir. Það varð því ekkert annað að gera en að bruna suður í Hafnarfjörð og kíkja á keppnina. Rúnar átti þó ekki í höggi við neina aukkvisa því sjálfur Hörður Harðviður var mætttur til leiks og ætlaði sér stóra hluti. Því miður hafði ég ekki tíma til að fylgjast með síðasta hluta keppninnar, sem fram fór í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni. En það er samt greinilegt að Arnar Loggur, Magnús Ver og félagar eru að gera góða hluti í íþróttamálum fatlaðra. Leikar fóru svo að Harðviðurinn sigraði í flokki standandi, en í flokki hjólastóla sigraði Finninn handsterki Satana Bergele.