Þarf að hvílast
Maður þarf að passa sig að spriga ekki á limminu. Maður hefur tekið að sér alltof mörg verkefni að undanförnu. Fyrir utan vinnuna, þá þarf ég að skila heilum 15. vöktum í verknámi og í sjálfboðavinnu þar að auki (þriðjudögum og föstudögum). Síðan þarf ég að stunda námið í sjúkraliðanum og félagsliðanum í heila 4. daga á viku (ef maður mætir í alla tímana). Þriðjudagurinn var þéttskipaður. Var á næturvakt til kl. 8.00, en brunaði svo niður á Landakot þar sem ég fór í hlutvek nema og var þar til kl. 4.00. Fór svo beint í tíma í lyfjafrði uppí FB, en síðan heim til að hvíla sig fyrir næturvaktina. Ef ég ef einhverntíman komist næst því að brenna yfir þá er það nú. Til hvers er ég að þessu? Einhver þrjóska, því sjúkraliða starfið er ekki spennandi til lengdar. Verð að róa mig niður, svo í guðana bænum ekki hringja í mig þessa dagana. Látið mig bara vera, alla vegana ekki hringja fyrir hádegi. Ég er svo tæpur, en það sem bjargar manni er nýji Herramaðurinn. Alger gleðigjafi á erfiðum tímum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home