Rússinn
Við Faaborg vorum mættir eldsnemma á rússneska menningarhátíð í Salnum í Kópavogi, þann 22. október síðasliðin. Þar voru haldnir margir merkilegir fyrirlestrar, m.a voru þarna Árni Bergmann, rithöfundur og bókmenntafræðingur, Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði og Guðmundur "feiti" Ólafsson lektor og Haukkur Hauksson ekki ekki fréttamaður, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Moskvu. Þar voru margir skemmtilegir vinklar sem komu fram, m.a var gaman að hlusta á Guðmund Ólafsson fjalla um sögu Rússlands með sínum hætti. Hann hafði fengið Pétur Mikla í hausinn sem ungur maður, þegar hannn stundaði nám i Leningrad á sjöunda áratugnum. Reyndar heitir þessi borg St. Pétursborg, en ég neita að kalla hana það. Pétur Mikli stofnaði þá borg á sínum tíma, hreinlega fékk þessa hugmynd að gera borg sem væri byggð að V-Evrópskri fyrirmynd m.a Amsterdam. Því miður hef ég ekki ennþá komið til Leningrad, en það verður vonandi á næsta ári, en ég náði að heimsækja Moskvu í vor. Flestir spekingarnir höfðu mikla trú á framtíð Rússlands og bentu á að þegar rússneska lestin væri farin af stað þá gæti ekkert stoppað hana, þegar hún væri komin á ferðina. Annars fékk ég heimsókn frá Rússa nokkrum, þegar ég var að auglýsa "herbergið" um daginn. (Við erum nefnilega búin að opna á milli herbergjana) Við auglýstum herbergið hjá leigulistanum og fengum mikið af fólki, svo mikið að auglýsingin kom á miðjum föstudegi og ég hætti að sýna á sunnudegi. Einn af þeim sem kom var ungur Rússi (sagðist vera Rússi), sem í fyrstu sýn bauð af sér góðana þokka, en þegar hann sá herbergið vildi hann leigja strax, en ég sagðist að sjálfsögðu vilja sýna fleirrum og var þá strax ákveðinn að legja ekki manninum vegna þess hversu "desperat" hann var að finna húsnæði. Ég bauðst til að taka niður númerið hjá honum, eins og ég gerði við alla, en hann skildi það ekki og dró upp hina ýmsu pappíra til að sýna hver hann var, en mér sýndist hann vera frá Kazakstan eða Moldavíu. Daginn eftir hringdi hann og sagðist gera mér tilboð sem ég gæti ekki hafnað 6. mánuði fyrirfram. Ég sagði að tilboðið væri vissulega gott, en þetta snérist ekki um peninga. Það var annars furðulegt hversu mikla peninga hans sagðist geta reitt fram. Á endanum hefði hann átt fyrir útborgun í nýrri íbúð og ég fór að velta fyrir mér hvort hann tilheyrði einhverjum glæpasamtökum í Austur-evrópu. Næsta dag var hann mættur heim og sagðist vera með ennþá betra tilboð en það fyrra. Þegar hann sá að ég vildi ekki ganga að 500.000 króna tilboðinu, sagði hann að ég vildi ekki leigja útlendingum og fór heim frekar fúll. Sennilega er þetta rétt hjá honum, að í mér blundi rasisti. Alla vegana hvarlaði það að mér eftir að ég var laus við hans "frábæru" tilboð. Annars komu bara ágætir útlendingar að skoða. M.a kom par frá Serbíu, sem mér leist mjög vel á, en ekkert varð úr að ég leigði þeim. Einnig nokkrir Pólverjar, sem vildu setja upp gerfihnattadisk og tengja þvottavél.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home