Quiz & skák
Lét hafa mig út í skákvitleysu eina ferðina enn, því ég tefldi tvær skákir í Deildarkeppninni þessa helgina. Vann reyndar fyrri skákina á móti Jón Þ. Þór, en tefldi mjög illa gegn Júlúsi Friðþjófsynni sama kvöld. Lék reyndar illa af mér í fjórða leik allveg eins og gerist í einnar mínútu skákum, sem ég hef teflt of miðið af. Daginn áður skrapp ég á Grandið þar sem Ómar Ragnarsson stjórnaði spurningakeppninni. Hann var reyndar ekki allveg að skilja keppnina, því hann hafði þetta alltof létt og liðið sem sigraði fékk 28 af 30 rétt sem er fráheyrt, en ég og Narfi enduðum með tuttugu og lauflétta bjórspurningu. Á sunnudaginn skrapp ég í Ráðhúsið en þar hafði Hrafn Gunnlaugsson skákmókúll skipulagt skák í tilefni Geðheilbrigðisdagsins. Auðvitað var skilda mín sem yfirgeðtæknis að taka þátt. Ég fékk reyndar unna stöðu á móti Danielsen stórmeistara, en náði ekki að landa honum. Fékk líka mjög vænlega stöðu á móti Tómasi Oral öðrum stórmeistara, en missti glopraði henni líka niður. Endaði með 4 vinninga af sjö mögulegum. Vænleg staða mín gegn Danna sést vel á myndinni hér fyrir neðan, en Danni hinn danski sigraði á mótinu með 6 vinniga af sjö mögulegum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home