Pumping Iron
Svo verður maður að gefa sér tíma til að mæta í ræktina, þrátt fyrir miklar annir. Reyni að hafa fastar æfingar þrisvar sinnum í viku, en ég ætla að verða með í Íslandsmótinu í réttstöðu sem haldið verður í lok nóvember. Hef verið með í öllum mótunum frá upphafi, en það hefur enginn annar "afrekað". Varð Íslandsmeistari tvö fyrstu árin, en síðan hef þurft að verma annað sætið og einu sinni það þriðja. Fyrsta mótið héldum við Stevegym menn í Þórskaffi í lok ársins 1999 og var það mót kallað Deddmót aldarinnar og heppnaðist mjög vel. Það er nokkuð fyndið, en á því móti lyfti ég meira en báðir keppendur í yfirþugvikt (125 kg+), en ég var einn í flokki í 100 kg. Ég lyfti einungis 220 kg á þessu fyrsta móti, en Benedikt Magnússon keppti á sínu fyrsta móti og lyfti 217,5 kg eins og Grétar Hrafnsson hinn keppandinn í yfirþungavikt. Gaman að þessu því núna rúmleg fimm árum síðar lyfti Bennedikt mestu þyngd sem nokkur maður hefur lyft á jörðinni, en hann tók 426 kg á æfingu í Gym80 núna um daginn, en allt byrjaði þetta á Deddmóti aldarinnar. Ég var reyndar búinn að lofa "aðdáendum" mínum að keppa ekki á móti nema að "geta" eitthvað, en ég vil ekki missa af þessu móti fyrir nokkurn mun. Gæti kannski reynt við bætingu í mesta lagi, en ég á best 280 kg í réttstöðunni. Maðurinn á efstu myndinni heitir Rúnar Óttarsson, sjómaðurinn síbrúni, en hann er búinn að æfa vel undanfarna mánuði í Stevegym. Hann er að því sem ég best veit að æfa fyrir deddmótið, eins og við hinir.
1 Comments:
Flottur þarna Rúnar..sjóarinn síbrúni..
Post a Comment
<< Home