Thursday, July 31, 2008

30. júlí

Hnébeygjur 120 kg 3 reps
réttstöðulyfta (efra tog) 180 3x5

Aukaæfingar eins og vanalega. Æft var í Hveragerði! og því var maður ekki í neinum sérstökum anda í dag í sundlauginni í Laugaskarði. Þokkaleg stöð miðað við aðstæður, en þorði ekki að dedda þarna á gömlu parketinu. Þetta var líka heitasti dagur ársins takk fyrir. Fór í veiðiferð á Þingvelli eftir hadegisæfinguna með frænda mínum og veiddum við tvo silunga í bæjarstæði Sveins á Orrastöðum. Þetta var heitasti dagurinn á Þingvöllum frá upphafi eða 29 stiga hiti, takk fyrir. Gaman að vera á staðnum. Týndum þó hálfri veiðistönginni í hyldýpi Þingvallarvatns.

Stutt er í réttstöðumótið. Mun dedda þungt á föstudaginn ef guð lofar. Bekkur á morgun fimmtudag.

28. júlí

Bekkpressa 90 kg 3x5 KG
Þröngur bekkur 90 kg 5 reps
skábekkur (dumbell) 20 kg 8 reps

Aukaæfingar trysep og bysep með nýju ívafi. Laufléttur dagur til að brjóta upp prógrammið. Síðan verður hvíld á morgun fyrir átök miðvikudagsins, en þá verður þungt dedd en frískt! Stutt er nefnilega í einvígi aldarinnar, þar sem mætast sjálfur Grjóni Miðnæturdeddari og Master Gunz. Til að Master Gunz nái að verða sterkasti 110 kg Metaldeddari Íslands, þá þarf allt að ganga upp. Ekki er hægt að treysta á að Sigurjón geri mistök, enda er maðurinn nú orðinn hokinn af reynslu. Íslandsmethafinn Sverrir er ákveðinn að keppa við stóru karlana í 125 kg flokki. Íslandsmet Sverra er ekki í hættu núna, en hver veit hvað gerist í nóvember?

Æfingin i dag var líka létt, vegna þess að Masterinn skellti sér á afmælismót Vinjar í skák. Þar hitti Masterinn m.a fyrir kraftlyftingameistarann og skákmanninn Emil Ólafsson. Emil er geysiharður skákmaður og náði í tveim skákum að fá vinningstöðu á Masterinn. (einnig í æfingarskák fyrir mótið) En á óskiljanlegan hátt náði Materinn að kreysta fram sigur í báðum skákunum. Emil Tölvutryllir hefur nú gengið til liðs við Víkingaklúbbinn og mun styrkja B-sveit klúbbsins mikið. Einnig er stefnt að því að fá Sir-Magister Cat í félagið.

Mótið í dag vannst þó eftir að Master hafði unnið allar fimm skákir sínar. Fékk bara tapað tafl gegn Tölvutrylli. Daginn áður hafði Materinn sótt andlegan stuðning á leiði sjálfs Bobbys Fishers. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust!



























Saturday, July 26, 2008

25. júlí

Hnébeygja 100 kg 3x5
róður 70 kg 3x8

Aukaæfingar voru fótapressa og ýmsar leyniæfingar sem eiga að hjálpa til að Masterinn verði Íslandsmeistari í 110 kg flokknum. Æft var eftir kl 17.00 á heitasta degi ársins, en teknar voru léttar hnébeygjur og róður. Bjarki Geysir var mættur í Silfrið og tók létta dedd-æfingu. Geysirinn ber nafn með rentu, enda geysisterkur alltaf. Hann getur hvenær sem er deddað 280 kg.
Hér má sjá karlinn flengja viktina.

Stebbi Spjóti er líka hrikalegur. Gaman væri að sjá hann líka í Silfrinu. Hér má sjá Spjótann taka ógnarþyngdir á kjetinu í gamla gymminu við Hlemm.

Thursday, July 24, 2008

24. júlí

Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg reps
skábekkur (dumbell) 20 kg 3x8
hnakkapressa 50 kg 3x5

Aukaæfingar trysep, bysep og magi. Pumpað smá og handleggirnir pumpuðust út. Fáir voru mættir á "réttum" tíma í dag. Þetta var auðvitað léttur dagur, en maður labbað út úr gymminu með vel pumpaða handleggi, eins og sjá má. Er maður ekki allur að koma til?
[greg.jpg]

Tuesday, July 22, 2008

22. júlí

Hnébeygjur 140 kg 3x3
réttstöðulyfta 180 kg x3
réttstöðulyfta af búkka 180 kg x 3

Fótapressa, fótarétta, fótatæki, haminn, niðurtog, róður, trappatog, magi og góðar teygjur.

Hætt var við að toppa í réttstöðu, en Masterinn tók létta "sjúkrabætingu" í hnébeygjum. Það þýðir að tekið var beltislaust og með stöngina uppi. Var létt þreyttur og hætti við að fara upp í réttstöðulyftu, þegar komið var upp í 180 kg. En hins vegar var þá beltinu hent út í horn og tekið vel af búkkadeddi.

Annars voru menn almennt rólegir í gymminu í dag. Sverrir var þreytur og klikkaði á sinni þyngd, en það gerist nú varla aftur. Sir-Magister mætti sem gestur og nokkrir fatlamolar voru mættir helhressir, m.a Vignir & Egill, en ekkert bólaði á Logginum frekar en fyrri daginn. Spurning um að auglýsa eftir karlinum í útvarpinu.

Monday, July 21, 2008

21. júlí

Bekkpressa 125 kg 3x3 (+vinnusett)
þröngur bekkur 100 kg 8 reps
fluga 15 kg 3x8
axlir með dumbell 25 kg 3x8
englaæfing 3x8

Trysep og bysep síðan pumpaður vel að vanda. Aukaæfingar út í rauðann dauðann. Óþarfi að skrifa það allt niður, en nauðsynlegt að æfa alla vöðva eins og við lærðum í skóla Harðar Magg. Bekkpressan var tekin með lappir uppi. Það ætla ég að gera nokkrar vikur, eftir fyrirmælum frá sjálfum dr. Ringó. Síðar getur maður farið að auka spennuna. Er mjög bjartsýnn á að taka 180 kg á kjötinu í vetur. Það gerir 210 kg í framhaldslífi (slopp).

Fínt að æfa snemma á daginn, jafnvel þótt maður hafi verið á næturvakt kvöldið áður. Hins vegar er ekki alltaf auðvelt að vakna við djúpa Bassarödd úr barka Brúnó. Brúnó og Smári æfingafélagi hans æfa eins berserkir. Brúnó tók í 210 kg á kjetinu í dag. Það er auðvitað hrikalegt eftir nokkra vikna æfingar. Sverri er líka að verða helmassaður tekur vel af vaxtarræktaræfingum til að styrkja sig í bekknum. Sir-MagisterCat og Flósi Gull eru líka duglegir að mæta. Magisterinn vonast til að detta í dedd-form, enda bjart framundan hjá Metal-sambandinu.

Sunday, July 20, 2008

20. júlí

Um helgina voru vöðvar hvíldir og hausinn lagður í bleyti sambandi við næstu viku. Það er ljóst að maður verður heldur betur að spíta í lófana. Sigurjón nokkur Ólafsson miðnæturdeddari mun sennilega mæta mér í 110 kg flokknum. Hann er hrikalega sterkur og ætti nú að vera kominn með næga keppnisreynslu til að vinna Masterinn. Núna þýðir ekki að treysta á mistök hjá Grjóna, sem reyndar er búinn að skrá sig í 100 kg flokk. Reynslan sýnir hins vegar að hann skráir sig alltaf í vitlausan flokk. Sigurjón æfir í Stevegym m.a með Eirík Frímúrara. Eiríkur er mikill áhugamaður um krafta og svæðanudd. Frægt er viðtal við kappann á gamla Stevegym-vefnum.
Viðtal við Eírík Prívatmann


Saturday, July 19, 2008

18. júlí

hnébeygjur 100 kg 3x5
róður með 80 kg 3x8

Aukaæfingar, lappapressa, fótrétta, haminn, niðurtog, róður í vél, trappatog og magaæfingar.

Þessi dagur var léttur og áfram er æft eftir fjögra daga prógrammi. Tveir þungir dagar og tveir léttir. Einföld æfingaráætlun frá Búlgaríu. Þungu dagarnir á mánudag og þriðjudag sitja ennþá í skrokknum. Kannski á ég eftir að prófa þriggja daga prógramm, þs æfa á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Ég verð nú bara að segja það að ég er bara Dauðfeginn
að vera orðinn sófajötunn, þeas miðað við alla þessa
úlfúð og rugl sem er í þessu núna, hér einu sinni var
bara hel dottið í það eftir mót og menn höfðu gaman af þessu
Bólan hlýtur að snúa sér við í gröfinni yfir öllu þessu rugli.
(Jarlinn á kraftaheimar.net)


Thursday, July 17, 2008

17. júlí

Bekkpressa 90 kg 3x8
skábekkur 80 kg 3x8
axlarpressa (dumbell) 20 kg 3x8

aukaæfingar: gamla Arnold æfingin (man ekki hvað hún heitir). Tók nokkur sett af henni, en þetta er maður lyftir léttum lóðum með englahreyfingu. Englaæfing, er fínt orð. Tók svo trysep og býsep 10 sett. Stutt í dag, enda í tímaþröng. Var búinn að spila golf fyrr um daginn fyrir algera tilviljun. Hef ekki spilað golf í Reykjavík í áratug, þótt sumir haldi það. Er oft með golfsettið í bílnum á sumrin svona til öryggis. Er gjörsamlega búinn að týna sveiflunni, en spilaði samt af öryggi.

Þetta var léttur dagur í gymminu, en líka stuttur. Bóndinn sagði alltaf að léttur dagur væri léttur dagur. Hann var léttur. Í gymminu í dag voru m.a Sverrir, Vignir og Flosi frá Akureyri var mættur eftir langt hlé. Gaman að sjá nýtt blóð. sir-Magister Cat var hins vegar tognaður í baki og komst ekki.

Stefnan er sett á Íslandsmótið í deddi. Verð að setja í mig sama anda og í vor, ef ekki á illa að fara. Gott er að trúa. Trúin er ekki bara trúarbrögð. Trú er líka að vona.

Mæli með sýningu Stefán Þórs í Borgarbókasafninu, en sýningin fjallar um trúartákn. Ying og Yang er eitt magnaðasta trúartaákn allra tíma. Ætlaði einu sinni að fá tattó með því út í Malaga á síðustu öld. Guggnaði á því! Núna er ég búinn að ákveða hvað ég læt þrykkja á mig. Kort af Íslandi á vinstar bakið og Thailandi á hægra.

Wednesday, July 16, 2008

17. júlí

Bekkpressa í dag!

16. júlí

Í dag er hvíldardgur og hvíldardaginn ber að virða. Í kristinni trú þurfum við að virða hvíldardaginn á sunnudögum. Í gyðingdómi er hvíldardagurinn í laugardögum. Hjá múslimum er hann á fösttudögum. En í kraftlyftingum er hvíldardagurinn á hvaða degi sem þú kýst. Powerinn er því hin eina og sanna trú. En berðu samt virðingu fyrir hvíldinni.

Flottur Gunni, þú hefur sko góðan húmor, en verður nú líka að hlusta að hlusta á skjóðuna. Ertu kannski kominn með heilkenni?

Tuesday, July 15, 2008

15. júlí

hnébeygja 130 kg 3x3
réttstöðulyfta 220 kg x 3
vinnusett 2x5
réttstöðulyfta af búkka 170 x 3

Aukaæfingar, lappapressa, öfugur good morning, hnéréttur, niðurtog, róður, trappatog og magaæfingar. Steingleymdi að teygja og þá má helst ekki koma fyrir aftur. Hnébeygjurnar voru teknar með stöngina uppi og beltislaus. Fljótlega verður þó byrjað að vefja og strekja beltið. Hins vegar var réttstöðulyftan tekin með belti, en ekki í stálbrók. Í næstu viku verðu svo hækkað upp í 230 kg. Verð að stefna á 285 kg.

Á æfingu dagsins voru menn vel geðveikir. Sverri fór í 300 kg í réttstöðulyftu, en hafði það ekki að þessu sinni. Samt alvegótrúlega mikill andi í karlinum, sem á best 300 kg á móti. Hann er ætti að taka 320 kg fljótlega.

Hey Spjóti í hvaða sambandi ætlar þú eiginlega að keppa? Veit það ekki, en ég er ekki með nein heilkenni kæri ven!

Monday, July 14, 2008

14. júlí

Bekkpressa 120 kg 3x3 (lappir uppi)
Þröngur bekkur 110 kg 4. reps
skábekkur með handlóðum 25 kg 3x8 reps
axlarpressa 25 kg (handlóð) 3x8 reps

Aukaæfingar, trysep með handlóðum, vélum & köðlum. Bysep með handlóðum og magaæfingar

Þetta var þungur dagur, þs fyrsta alvöru æfingin með yfir 120 kg í bekkpressunni. Bekkurinn var tekinn með fætur uppi, enda er stefna tekin á kjetmót á bekk í haust. Markmiðið er að taka 180 kg á kjetinu. Það er allavegana draumurinn í bili.

Á æfingu dagsins voru m.a mættir Brúnó-klíkan með Sverri Sig og Vigni Unnsteinsyni í fararbroti. Sir Magister-Cat mætti á svæðið og tók tilveruréttinn í réttstöðulyftu þ.s 200 kg. Þetta er bara rétt að byrja hjá honum eftir erfið meiðsli og andinn er allur á uppleið. Sverrir er orðinn 109 kg og því er allt útlit fyrir að ég sleppi við að lenda í sama flokk og hann. Hins vegar keppi ég líklega við Sigurjón nokkurn Ólafsson kallaður miðnæturdeddarinn. Grjóninn verður virkilega erfiður sem tók m.a þunga réttstöðulyftu tveim dögum fyrir Guttormsmótið um daginn. Samt reif hann 270 kg létt upp á mótinu.

Í gamla daga var tekið vel á lóðunum, en einnig öðrum lyftingum svokölluðum glasalyftingum. Gullfoss og Geysir voru virkilegar harðir í glasalyftingunum í denn. Þetta eru heljákvæðir piltar, en Geysir er m.a núverandi Íslandsmeistari í hjá heilk....

Sunday, July 13, 2008

13. júlí














Ekkert var æft í dag, enda sunnudagur. Ekki var heldur spilað golf í dag, enda rigning. Ætlaði að spila í annað sinn í sumar. Var að vonast til að geta spilað golf með nokkrum skákmönnum á miðvikudögum. Fékk boð um það í vor, en það fór fram hjá mér. Í dag er vont veður og spurning hvort maður noti ekki tímann og skelli sér í geymsluna í tiltekt. Eða skella sér í veiði með bóndanum á Orrastöðum.

Bóndinn á Orrastöðum í Þingvallasveit heitir Sveinn Ingi og var í þá gömlu góðu daga góður lyftingamaður og mikill bekkpressari. Sagan segir að hann hafi tekið 202.5 kg á kjetinu. En á hann keppti ekki á móti fyrr, en löngu seinna og þá í hálfgerðu gríni. Bóndinn á Orrastöðum veiðir nú sjóbirting í frítíma sínum og safnar frímerkjum. Hann er einnig núverandi al-heimsmaster í Víkingaskák. En fljótlega verður hann tekinn í bekkpressunni blessaður!

12. júlí

Í dag var hvíldardagur og þá slakaði maður á heimavið, en fór skrapp svo með Tigernum í Kolaportið, þar sem við hittum fyrir Magister í kraftafræðum. Fórum svo á myndlistasýningu hjá Stefáni Þór Elísyni. Mæli eindregið með þessari sýningu fyrir sálina, en hún í Borgarbókasafninu alla daga.

Á sýningunni, "Táknmyndir úr tilverunni" sýnir Stefán Þór 65 táknmyndir sem tengjast öll trúarbrögðum og lífsspeki.


























Friday, July 11, 2008

11. júlí

hnébeygja 120 kg 3x3
róður með stöng 80 kg 3x8
aukaæfingar, niðurtog, róður í vél & trappatog
magaæfingar & teygjur

Þetta var léttur dagur, sem tekinn var snemma að vanda. Margir hraustir gaurar voru á
æfingu dagsins, m.a Sveddi Sig, Smári, Alex og Steini, en Steini (Þorsteinn Sölvason) stefnir
ótrauður á ólympíuleikana fatlaðra í Peking. Annars er Brúnó karlinn orðinn hel geðveikur og
tók m.a 320 kg í réttstöðulyftu. Sem er hrikaleg þyngd fyri mann sem æfði ekki í hálft ár. Gaurinn á víst 350 kg þannig að þetta stefnir allt í miklar bætingar í haust. Reyndar náði Brúnó ekki að klára lyftuna alveg, en einhver hefur víst óvart blandað magnesíum með barnapúðri. Það kom í ljós þegar við fórum að skoða málið og greinilegt var að einhver hafði helt barnapúðri í magnesíumskálina. Fyrir þá sem ekki vita þá er Mr. Brúnó með hrikalegustu bassarödd norðan alpafjalla.

Núna stefnir maður ótrauður á bætingar í haust. Fyrsta mótið verður réttstöðulyftumótið Metal, en ég verð víst að vera með til að missa ekki öldungametið mitt í Metalsambandinu. Annars er vá fyrir dyrum því gömul gigteinkenna hafa nú tekið sig upp. Verkur í mjöðm hefur hrjáð mig í nokkrar vikur, en það virðist ekki hrjá mig í átökum við stöngina. Í fyrra var ég hins vegar mjög illa haldin.

Eftir æfinguna sötraði ég kaffi með Faaborgmeistaranum á Vegamótum. Þar var mikið af fólki í góða veðrinu að hella í sig brennivín og bjór um miðjan dag. Mikið guðslifandi fegin er maður að vera búinn að skrúfa tappann á flöskuna. Hvernig gat maður verið svona vitlaus? Ég hef ekki drukkið áfengi í rúm tvö ár. En hef reyndar stundum látið plata mig í Klöru eða Sangría. En dagar víns og rósa eru löngu liðnir. Núna eru það bara bætingar og heilbrigði.

Thursday, July 10, 2008

10. júlí

Léttur dagur!
Bekkpressa 100 kg 3x5
þröngur bekkur 90 kg 3x5
skábekkur (dumbell) 25 kg 3x5
Aukaæfingarnar: hnakkapressa, trýsep, býsep og magi teknir vel. Er m. a að bæta við mig nokkrum hrikalegum trysep æfingum. Mikill andi er í gymminu, enda æfa þarna karlar eins og Brúno og Stefán Sölvi. Allir æfa þarna í sátt og samlyndi, meira að segja eru nokkrir góðir karlar frá Heilkennasambandinu og WC áhugamannafélaginu. Núna er stefnan tekin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðu, þar sem ég ætla að verja Íslandsmet mitt frá því í vor. Reyndar er þetta öldungamet, sem ég ætla nú reyndar að bæta. En ég vinn ekki Sverri, því hann er orðinn hrikalegur.

Wednesday, July 09, 2008

9. júlí

Í dag Miðvikudag var frídagar. Æfi fjóra daga vikunnar og hvíli þrjá. Í dag tók maður fram hjólið og hjólaði í bæinn. Á vegi mínum urðu m.a þungaviktafólk í Kraft-lyftingum. Kaffi var svo sötrað á Kaffi París. Á morgun verður svo létt bekkpressa + aukaæfingar...

Tuesday, July 08, 2008

8. júlí

Squat 120 kg 3x3 (stöngin uppi)
dedd 210x3

Aukaæfingarnar voru hins vegar fjölbreyttar í dag, m.a lappapressa, öfugur-good morning, niðurtog, róður og trappatog með handlóðum. Síðan endað í góðum magaæfingum.

Kannski ekki þungur dagur, en breytingin er samt sú að núna er maður farinn að setja yfir 200 kg á stöngina. Fer í næstu viku í 220 kg í réttstöðulyftunni og set meira á stöngina í hnébeygjunni.

Saturday, July 05, 2008

Æfingablogg