Friday, March 31, 2006

Vísa-greifi?

Það er nú ekki til að minnka paranoiuna í manni að þeir hjá Dagsbrún/stöð 2/sýn eða hvað þeir heita eru núna að stríða mér með því að láta mig tví og þríborga fyrir Sýn. Ég mæti alltaf um mánaðarmótin til að borga fyrir Sýn tilboð fyrir OG1 greifa, en á meðan er sama fyrirtæki að taka af mér boðgreiðslur fyrir sömu þjónustu. Hver gaf þeim eiginlega leyfi til þess, þótt ég hafi einhverntíman verið í boðgreiðslum osf. Ég vil ekki hafa neitt svona í boðgreiðslum, þótt ágætt sé að hafa Orkuveituna, sem maður þarf auðvitað skilyrðislaust að borga á hverjum mánuði, en það sama er ekki hægt að segja um einhverjar áskriftir. Bæ þeee vei. Ég var að kaupa mér nýjan bíl, Opel Vectra 98 og fer (að margra mati) úr drusluflokknum í meðalfjölskyldubíl. Og að sjálfsögðu er ég með tvo bíla í notkun í einu, því þannig haga GREIFAR sér, en þó ekki Vísagreifar.

Sunday, March 26, 2006

Brúin yfir Kwai

Hann Ágúst Örn næturvörður og samstarfsfélagi hefði getað unnið Illuga Jökulsson í spurningakeppninni MEISTARANUM, hefði hann bara svarað lokaspurningunni og vitað í hvaða landi brúin yfir Kwai er, en reyndar gat mr. Illugi það ekki heldur. Í raun þurfti Ágúst ekki að vita það því hann hefði getað lagt eitt stig undir og unnið, en hann ákvað að sýna "íþróttamennsku" og lagði allt undir, því í raun hafði Illugi svarað nær öllum spurningum keppninar, en hafði verið of gráðugur í sérstakri peningaspurningu, en tók þá mikla áhættu og fékk þá laufléttu spurningu: Hvað heitir LUDO á indversku? Illugi fékk því slatta af mínusstigum fyrir vikið. Auðvitað hefði Ágúst átt að lækka rostann í Illuga, sem mörgum finnst ansi hrokafullur, en það er auðvitað bara orðsporið sem fer af manninum. Maður á aldrei að dæma neinn sem maður þekkir ekki, eins og almúganum er gjarnt. Ég hef dýrkað Illuga mikið, enda snjall penni og skemmtilegur útvarpsmaður, sem ég hlusta reglulega á. En hann er ekki mikill fræðimaður enda eru rit hans og pistlar ekki fyrir einhverja fræðimenn, heldur alþýðufróðleikur. Fyrir þá sem ekki vita er brúin yfir Kwai í borginni Kanchanburi í Thailandi (Við landamæri Burma-Mianmar), en hún var reist af stríðsföngum í seinna stríði og kostaði um 300.000 manns lífið. Fræg bíómynd varð gerð um atburðina með Alec Guinness í aðalhlutverki, en að sjálfögðu vissi Masterinn þetta EKKI.

Wednesday, March 22, 2006

Veit ekki

Hún var reyndar "endurráðin" í starfið, en ég veit ekki alveg hvað gerðist og nenni í raun ekki að athuga það. En hitt veit ég að ég náði loks að tala við réttu aðilana hjá stéttarfélaginu og ekki skemmdi fyrir að eiga tengslanet inn í raðir stórfyrirtækisins. Ég held líka að ákveðnir aðilar hafi áttað sig á að Keisarinn var ekki í neinum fötum. Annars var ég orðinn alveg uppgefinn á þessu rugli öllu og ætla ekkert að fagna sérstaklega. Fór á létta æfingu í gær í Stevegym. Foringinn var ekki kominn heim, en hann varð heimsmeistari í fjölþraut öldunga núna um daginn. Hjörtur sagði að Steve hefði sagt að ég væri í mánaðar straffi frá stöðinni, en fyrir hvað vissi hann ekki. Ekki náðist í foringjann í síma til að bera undir hann "grínið", en að sjálfsögðu hlustaði ég ekki á ruglið í Hirtinum, enda ekki hægt að fylgja þessu eftir.

Tuesday, March 21, 2006

Aðalfundur Fl

Ég sá á netinu að aðalfundur Fl-group var haldinn í dag, en því miður misti ég af honum, en ég ætlaði að hitta á nokkra menn, m.a Magnús Ármann stjórnarmann, sem var með mér í skákinni í gamla daga, einnig ætlaði ég að spjalla lítilega við Jón Ásgeir og jafnvel Hannes Smárason. Umræðuefnið vil ég ekki fjalla um því málið er á mjög viðkvæmu stigi, en ég mun leitast við að hafa samband við þessa menn út af ákveðnu máli. Annars er ég líka spenntur að sjá hvernig stjórnin verður skipuð á morgun. Það skiptir miklu máli hver fer með völdin.

Monday, March 20, 2006

Sit ég hér

Sit ég hér á kaffihúsi
einn um miðdagsönn
kátir glaðir krakkar
leika sér að kút
kaffi og te er staðurinn
og þangað liggur straumurinn

Ég er að reyna að finna út úr þessum tæknimálum. Til þess að breyta um lit þarf ég sennilega að velja annað form, en þó get ég breytt um lit á sjálfum hausnum á blogginu. Einnig hef ég ekki ennþá komið myndvinnsluforritinu í gagnið enda bíða margar skemmtilegar myndir birtingar. En þó er aðalmálið þessa dagana ýmsar bréfaskriftir og reikningsmál, skatturinn bíður og ýmislegt annað, já og ekki má gleyma að skila bókasafnsbókunum, því nú hefur glæpafyrirtækið Intrum náð samningum við bókasafnið. Gott mál að vissu leiti. Ætla að drífa mig i að skila þessum tveim bókum sem ég er með í láni, því ég vil ekki aftur verða fastakúnni hjá Intrumeins og í denn.

Thursday, March 16, 2006

Bilun

Sumir dagar eru bara ömurlegir og maður verður að hafa jafnaðargeð til að komast í gegnum þá. Að sjálfsögðu á Masterinn nóg af jafnaðargeði. Þegar bílinn bilar (báðir), tölvan bilaði (í raun báðar), þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um einn kaflann í bíblíunni, þar sem Guð var að reyna manninn. En svo fór maður auðvitað að hugsa að auðvitað eru þetta bara veraldlegir hlutir, en Job í biblíunni mátti reyna sorgir, eins og svo margir. En tölva er bara tölva og bíll bara bíll. Svo var Stevegymsíðan að breyta um nafn í vikunni, en Steve hafði þær ranghugmyndir að síðan héti í höfuðið á sér. Hann sem opnar aldrei tölvu hlustaði of mikið á einhverjar brjálaðar kerlingar og svo var Steve rokinn á eitthvað heimsmeistaramót öldunga í gamlingjasporti og skildi geðvondan Hjörtinn eftir í stöðinni. Er ekki bara kominn tími fyrir Masterinn að hætta að æfa, enda hefur hann svo sem aldrei getað neitt. Stefndi þó á 200 í bekk og 300 í réttstöðu. Kannski ætti hann bara að byrja að tefla aftur. Hann tók sig til í hraðskákmótinu í Ráðhúsinu og sendi vin sinn franska stórmeistarann Nataf heim, þegar hann náði að vinna hann í síðustu umferð og komst þannig í 64 manna úrslit, þar sem hann beið lægri hlut fyrir GM Sutovski, sem hrósaði Masternum fyrir skemmtilega taflmennsku eins og góðir skákkennarar eiga að gera. Mótið endaði með því að Magnús Carlsen norska undrabarnið vann óvænt og Bjarni Ármannson í Glitni afhendi honum sigurlaunin. Hey, Glitni. Af hverju að breyta nafninu á bankanum mínum í Glitni. Þetta er toppurinn á græðgisvæðingunni. Ekkert hlustað á okkur kúnnana, en í staðin bara hugsað um útrásina. Græða pening, enika menika, græða meiri peninga. Alveg ógeðslega hallærislegt.

Saturday, March 11, 2006

Félagsliðar

Friday, March 10, 2006

KERLINGAR

Ótrúlegt þetta mál með þessi Jónínu Ben bréf, en kerlingin er alveg brjáluð yfir þessum tölvupóstum sem allir eru búnir að lesa og fyrir löngu búnir að fá leið á. Hún gerir sig bara meira að fífli fyrir vikið. Og núna á kerlingin örugglega eftir að GOGGLA mig og jafnvel kæra. Til að fyrirbyggja allan miskilning, þá hef ég aldrei komið nálægt þessum "magga-ref" bloggi. Þetta er dálit absurd að vera að eltast við allar IP tölur, sem eru að rægja hana á þessum fyrrum vef, malefni.com. Maður er að heyra að útum allan bæ séu kerlingar eins og Jónína að eltast við einhver skrif, sem þær telja að verið sé að skrifa um þær. Núna verðum við að átta okkur á því að við lifum á 21. öldinni og það er vonlaust að vera að gera veður útaf einhverjum misjöfnum skrifum á einhverju bloggsíðum útí bæ. Jafnvel menn sem aldrei hafa kveikt á tölvu, vilja skipta sér af einhverjum skrifum sem kemur þeim í raun ekkert við. Verjum núna ritfrelsið og berjumst gegn þessum ljóskum, sem eru að hamast í okkur allstaðar. Þessar ljóskur vilja helst leggja niður internetið.
Ja, hérna LJÓSKUR.

Wednesday, March 08, 2006

Vinnu-fasismi

Það er ákveðinn vinnufasismi í gangi í lægst launuðu störfunum, þar sem þeir lægst launuðu er þrælað út og illa farið með þá, þeir hafa engin réttindi og stéttafélag þeirra er handónýtt, enda fávitar sem eru þar í vinnu. Tökum sem dæmi einhverja austur-evrópubúa, sem hingað koma til að vinna einhverja bygginavinnu fyrir 500 kr á tímann. Síðan fá þeir ekkert borgað, en eru síðan ásakaðir um að hafa ekki sinnt sínum skildum. En ég er líka að tala um veitinga og hótelgeirann, þar sem þrælahald hefur tíðkast alla tíð. Masterinn þarf að koma þarna inn og tugta einhverjar kerlingar til. Masterinn var í gamla daga að vinna í Perlunni, sem útkastari í eitthvað um fjögur skipti, á einhverjum böllum. Þar kyntist hann mestu drullusokkum sem vaða uppi í veitingabransanum. Vil ekki vera að nefna nein nöfn, enda mörg ár síðan. Perlu Hercúles lét sig þó hafa það að vinna þarna í meira en áratug. Annars var minnistæðasta atriðið, þegar við vorum kallaðir til þar sem fatlaða klósetið var á 5. hæð. Borist hafði kvörtun þar sem sagt var að maður væri að misþyrma konu. Við brutumst þar inn, nokkrir hraustir gaurar, meðal annars einn sptótkastari og kraftamaður, sem fór fremstur í flokki. Við tókum þar mann einn með buxurnar á hælunum, þar sem hann var að gamna sér með vinkonu sinni. Við settum hann í gólfið, en hann gjörsamlega brjálaðist. Síðan átti að henda honum út, en mig minnar að við höfum sleppt honum áður, enda föttuðum við að stúlkan var ansi fúl líka. Við vorum sammála um að við hefðum átt að leyfa greyið manninum að ljúka sér af. Ég vil þó ekki nefna annað fyrirtæki að svo stöddu, því Masterinn hefur fulla trú á að hann vinni öll mál sem hann hellir sér út í. Því þrjóskari vitleysingur er ekki til á Íslandi. Í versta falli gæti Materinn þurft að tuska einhverja til, eins og hann gerði við lögguhausana hér um árið.

Í fullum gangi

Núna er mest að gera hjá mér, enda er þetta starfsnám í sjúkraliðanum í fullum gangi, eða heilar 15 vaktir svona í sjálboðavinnu. ég vona svo sannarlega að maður verði reynslunni ríkari. Svo þarf ég að skreppa á morgun eða hinn að líta á tölvukaup. Móðurborðið og spennugjafinn fór í þeirri gömlu, en sem betur fer er harði diskurinn heill. Þarf að komast í alvöru netsamband sem fyrst heima hjá mér, en talandi u,m heimili mitt, þá er lítur íbúðin út eins og eftir kjarnorkuárás, því ég er búin að vera svo latur að undanförnu. Hún lítur út eins og íbúðin hans Kjartans komma vinar míns í denn. Núna er Deng loksins að komast heim, en allar vélar voru fullar þannig að hún neyðist til að kaupa annan miða. En áður þarf ég að taka aðeins til, en og moka út öllu draslinu. En ég hef ekkert verið á neinu rugli, en í staðin verið harður í aukavinnu. Sá alharðasti segja margir.

Saturday, March 04, 2006

Von

Eg fae tolvuna mina a manudaginn og tha kemst allt i gott stand. Get tha vonandi farid ad skrifa eitthvad og svara einhverjum brefskakunum. Birta myndir fra namsdvolini i Olfusi sidustu helgi og fjalla um margt annad skemmtilegt og midur skemtilegt. Annars hef eg verid i miklum vanfilingi sidustu viku ut af akvednu mali, en vil tho enntha vona ad malid fai farsaela lausn. Eg treysti mer ekki til ad tefla fyrir Akranes a Islandsmoti skakfelaga og var svo ad fretta adan ad vid hefdum fallid nidri 3. deild i kvold. Skelfilegt, en thad tharf ekki ad vera svo slaemt thegar menn hafa jafnad sig. Thad er miklu skemmtilega ad vinna 3. deildina, en ad standa i endalausri fallbarattu i 2. deild. Thad voru fleirri en eg sem klikkudu, en eg hafdi latid Manga vita ad eg vaeri ekki taflhaefur. Hef verid of upptekinn a sjalfum mer og thvi ekki hugsad um thad sem gengur a i kraftlyftingaheimum. Nu eru sambond kraftlyftingamanna ordin tvo. Menn hafa skipad ser i fylkingar og gamlir felagar hafa ordid ad fjandvinum. Minnir helst a orlog gomlu Jugoslaviu. Eg veit tho ad Amma min hefdi ordid 84. ara i dag hefdi hun lifad, en hun lest skyndilega vorid 1993. Svo var eg ad fretta ad Eirikur Einarsson vinur minn aetti afmaeli. Til hamingju Eiki! Best ad hugsa eitthvad jakvaett i kvold. Thad sem skipit mestu mali er ad timinn laeknar oll sar.

Wednesday, March 01, 2006

Helvitis tolvugarmurinn

Tolvugarmurinn minn er i vidgerd og thvi hef eg ekki getad bloggad neitt. Og ekki nenni eg ad blogga i vinnuni, thvi deildin er frekar erfid nuna. Eg skrifa thetta thvi a gomlu taelensku fartolvuna, thessa med taelenska lyklabordinu og styrikerfi Windows Millenium, sem virdist ekki getad skrifad islenska stafi. Annars er thad ad fretta ad fru Deng er enntha strandaglopur i Bangkok. Eins skemmtilegt og that nu er. Annars er eg a stodugum fundaholdum vid huldumenn innan Fl, vegna thess ad vinnuveitendur Deng hofdu ekki skilning a thvi ad hun thurfti ad hitta fodur sinn sem var mjog thungt haldinn. Hja ollum theim fyrirtaekjum sem eg thekki rikir mikill skilningur ef alvarleg veikindi eda dauda ber ad. Hef ekki nokkra tru a ad thetta leysist ekki farsaellega, thvi annars verd eg ad tala vid Hannes Smarason. Hef tru a ad thar se godur madur og muni leysa malin. Thrjoskuhaus eins og eg gefst aldrei upp fyrr en eg er skak og mat. Thad vita their sem hafa teflt vid mig. Annars mun eg ekki skrifa meira a thessa helvitis tolvu. าาฟหดำรนกส ывфашф Eins og eg segi tha tredur mer engin um taer, eg hef sambondin, eg hef tengslin og thekki rettu mennina. Eg er i kaffi-Paris klikunni, sem er oflugri en allar Frimurarareglur.