Thursday, March 29, 2007

Botninum náð VII

Eigum við ekki bara að skipta um fyrirliða í íslenska landsliðinu í fótbolta. Ég veit að Eiður er besti knattspyrnumaður Íslands, en á evrópskan mælikvarða er hann miðlungsleikmaður, sem leikur með besta félagsliði heims. Kannski ekki miðlungsleikmaður, en hann er enginn súperstjarna eins og félagara hans í Barcelonaliðinu. Þess vegna er hann súpervaramaður. En hann er ekki nógu góður með íslenska landsliðinu. Auðvitað hefði átt að færa hann niður á miðjuna í seinni hálfleik, eins og Gaui Þórðar vildi gera, þvík Eiður sást vart í leiknum. Og ég er sammála þeim sem segja að Eiður leggi sig ekki nægilega fram fyrir landsliðið, en hver getur láð honum það. Hann er með um 10 milljónir á viku og á svo að fara að leika með litla Íslandi, sem ekkert getur fyrir engan pening og hætta á meiðslum í svona leikjum er alltaf fyrir hendi. Ég man ekki betur en Ásgeir Sigurvinnsson hafi lagt jafn lítið á sig á sínum tíma. Og annað er að sem fyrirliði íslenska liðsins á Eiður að mæta í viðtöl eftir leiki. Það er hans skilda og Hörður Magnússon íþróttafréttamaður var gáttaður á þessari framkomu. Ég heyrði í útvarpinu áðan að hann hefði skrópað í samskonar viðtöl eftir alla hina leikina í riðlinum. Eigum við ekki bara að gefa léttfeita frí frá liðinu og hleypa mönnum sem vilja berjast eins og ljón fyrir íslands hönd. Og ef Eiður verðu valinn í næsta leik vona ég samt að botninum sé náð í hans leik. Annars stóðu íslensku straákarnir sig vel í leiknum og Árni Gautur var með heimsklassamarkvörslu hvað eftir annað í leiknum og með smá heppni hefðum við geta náð jafntefli við Spánverjana.

Monday, March 26, 2007

Botninum náð VI

Það er skelfilegt að lenda í magakveisunni, sem núna herjar á landsmenn. Þetta byrjaði víst allt aðfaranótt föstudags, en þá var ég að vinna næturvakt. Næstu dagar urðu mjög erfiðir, en ég var að vanda svo lítill í mér að ég gat ekki tilkynnt mig veikan. Ég vissi sem var að ástandið á vinnustaðnum var mjög erfitt. Margir kollegar mínir fóru á grímuball á föstudagskvöld, sem þýddi að flestir voru í fríi eða óvinnufærir. Svo veiktist sá sem vinnur með mér um helgina, sem þýddi að 100% líkur voru á því að enginn fengist fyrir mig. Annars verstnaði þetta smátt og smátt og náði hámarki í gær og nótt. Þeir sem vinna á daginn eiga mun auðveldar með að melda sig veika, en fyrir nv er þarf maður helst að láta vita um hádegi þess dags sem maður veikist. Stundum er maður bara þreyttur og slappur og því ástæðulaust að barma sér. Hvernig veit maður á hádegi, hvernig heilsan verður að kveldi?

Ég var að tala um daginn hversu erfitt hefði verið að fara niður í tveggja stafa tölu í líkamsþyngd, en núna er maður gjörsamlega hruninn. Bara þessir 3-4 dagar geta leikið mann grátt. Sennilega er maður bara 97-98 kg í dag. Skelfilegt! Næstu daga ætla ég að taka það rólega og reyna að safna kröftum, sofa vel og borða vel. Jafnvel að hafna aukavöktum! Málið er að maður hefur gjörsamlega gleymt að sofa. Maður hefur verið að sofna yfir sjónvarpinu og fréttum hvenær sem er sólahringsins. Það er því meira en líklegt að steita og svefnleysi hafi orðið til þess að líkaminn sé nu að minna á sig. Best að taka því rólega næstu daga.

Ég gat því miður ekki séð byrjendamótið í Kraft á Skaganum og aðstoðað Fjölni læknanema, sem var svo góður að aðstoða mig á WPC mótinu um daginn. Í fyrst lagi var heilsan ekki svo góð og svo þurfti ég auðvitað að passa strákinn. Daginn eftir var ég búinn að lofa að aðstoða á Íslandsmóti fatlaðra í lyftingum. Ég fékk Benjamín til að hjálpa mér með strákinn og gat því starfað sem stangamaður á stórskemtilegu móti. Æfingafélagar mínir eru hrikalega áhugasamir og hlýða öllu sem þjálfari þeirra segir, enda eru þeir að gera frábæra hluti. Í Laugardalshöll voru margir sterkurstu menn heims að vinna við mótið, m.a Stefán Sölvi, Magnús Ver og Georg í Orkuverinu. Um kvöldið fékk ég svo boð á sameiginlegt lokahóf sem öll félög fatlaðra héldu uppi Grafaholti. Því miður gat ég ekki notið veitinganna af fyrrgreindum ástæðum, en það er ekki svo slæmt að vera kominn með annan fótin í inn í ÍFR og verða þar með orðinn hirðmoli Loggsins.
Vignir tekur 230 kg í réttstöðu

Saturday, March 17, 2007

Botninum náð V

99.99. ég náði niður í tveggja stafa tölu í líkamsþyngd! Ég hafði ákveðið að vera með í Íslandsmótinu hjá WPC í pull and Push (bekkpressu & réttstöðulyftu). Þar sem ég var orðinn svo grannur, þá taldi ég að ég ætti best heima í 100 kg flokki. Ekki var helvítis viktin í sundhöllinni rétt, því ég viktaði 100,6 kg þegar ég mætti í viktun í gær í Mekka WPC í Orkuverinu. Mér var þá "skipað" að skella mér í gufu. Ég hafði reyndar litla trú á tiltækinu, en ákvað að prófa. Rann svo á sleipu gólfinu á leið í gufubaðið og var næstum búinn að slasa mig. Eins gott að ég kunni gamla judofallið, því þá væri ég eflaust mölbrotinn núna. En ég hugsaði með mér að fall er fararheill!

Svo náði maður af sér þessu rúmlega hálfa kílói, rétt áður en tímamörkunum lauk. Maður fór að pæla í því til hvers í andskotanum maður væri að þessu, en það er hins vegar alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Um kvöldið gat maður svo farið að raða í sig kræsingunum, þannig að daginn eftir var maður orðinn mun þyngri. Ég var reyndar svo heppin að sá sem varð í öðru sæti í flokknum, vildi ekki keppa í útbúnaði, þs bekkpressuslopp og stálbrók. Annars hefði ég eflaust lent í öðru sæti enn einu sinni. Í réttstöðulyftunni tók ég fyrstu lyftu örugglega 220 kg, en ætlaði svo að taka 24o frekar öruggt áður en ég reyndi við eitthvað meira. Sú lyfta var mjög þung enda kom það í ljós að þyngdin var 260 kg. Sem betur fer vissi ég það ekki, því þá hefði ég eflaust aldrei lyft þyngdinni. Ég fór svo í 270, sem ég átti ekki séns í. Ég er ennþá óravegu frá því að taka 300, en persónulega metið mitt er ennþá 280 kg, en ég var þá reyndar mun þyngri. Bekkpressan hjá mér var ekkert sérstök, en ég náði byrjunarviktinni, en svo ekki söguna meir. Held að það hafi verið vitlaust á stönginni í lyftu númer tvö, en það breytir því ekki að ég kann ekki að taka bekkpressu frekar enn fyrri daginn. Það er ennþá langt í land að ég nái 200 kg í þeirri grein, en mig hlakkar samt mikið til að fá alvöru útbúnað frá Finnlandi. Kannski gerist eitthvað þá?

Ég veit reyndar ekki ennþá hvort ég sé Íslandsmeistari í 100 kg flokki, því ég er ekki ennþá orðinn félagi í WPC, heldur er ég félagi í Kraft. En ég er sigurvegari í mínum flokk á Íslandsmótinu. Svo er það spurning hvort ég hafi sett Íslandsmet í 100 kg flokki af sömu ástæðu, en þetta er þriðja mót sambandsins og annað þar sem útbúnaður er leyfður. Bekkurinn og hnébeygjan er það mesta sem hefur verið tekið í þessum flokk frá upphafi WPC, en sá sem var í öðru sæti hefur þá sett Íslandsmet án útbúnaðar, en þriði setti síðan fullt af drengja og unglingametum.
Úrslit

Wednesday, March 14, 2007

Botninum náð IV

Held að ég sé líka búinn að ná botninum í líkamsþyngd. Er bara rétt rúmlega 100 kg og hef haldið þeim "status" undanfarnar vikur. Svo hafa húsnæðismálin tekið sinn toll, því það tekur á taugarnar að standa í milljónabissnes. En núna hafa þau mál verið í góðum fargvegi og allir útreikningar sýna að dæmið gangi vel upp. Þannig að það lítur út fyrir að íbúðin sem við fengum afhenda 1. febrúar verði ekki notuð af okkur fyrr en 1. mars árið 2008 í fyrsta lagi! Fínt að þurf ekki að hafa áhyggjur af flutningum næstu mánuði.

Æfingablogg: Núna er maður víst byrjaður að "æfa" hnébeygjur í fyrsta skipti í mörg ár. Þá er ég að meina hneybeygjur með keppni í huga, svokallaðar powerhnébeygjur, en ég það ætti að verða til þess að maður verði sterkari í réttstöðu í leiðinni. Svo er ég búinn að ákveða að skúnkast í öllum mótum sem boði eru fram á vor. Þar að segja í báðum samböndum, en kraftlyftingasamböndin eru tvö, WPC og Kraft. Næsta mót er einmitt um helgina, en þá keppi ég sem gestur á móti hjá WPC sambandinu.

Friday, March 09, 2007

Botninum náð III

Hvernig í ósköpunum fóru Barcelóna að tapa fyrir miðlungsliði Liverpool í vikunni. Ég er búinn að vera gjörsamlega í rusli. Í fyrsta lagi spilaði Eto eins og maður sem hefði ekki komið við bolta í mörg ár. Ég hefði haldið bolta betur en sá draugur. Aðrir í liðinu voru vara eins og skugginn af sjálfum sér a.b Ronaldinho. Svo er eithvað mikið að gerast í með liðsandann í liðinu. Eiður Smári hefur bent réttilega á hvað er í ólagi hjá þessu liði, enda eru leikmenn ekki að spila fyrir hvern annan. Vonandi fær léttfeiti (Eiður) tækifæri til að spila gegn Real Madrid (El Clasico) um helgina. Maður hefur á tilfinningunni að Eiður sé ekki að falla nógu vel inní hópinn. Þetta eru allt latínó-gæjar ættaðir frá Suður-ameríku, Spáni og Portugal, en Eiður sker sig úr í hópnum. Spái að hann fari yfir til West Ham þegar þeir komu aftur upp í úrvalsdeild á næsta ári! Barca er svo sannarlega búin að að ná botninum í vetur. Núna liggur vegurinn bara uppávið. Við tökum spænsku deildina og konungsbikarinn í staðin. Áfram Barca.

Monday, March 05, 2007

Botninum náð II

Já, talandi um botninn. Ég horfði þrumulostinn á West Ham tapa niður unnum leik gegn Tottenham í gær. Skelfilegt að sjá þetta og það eru eins og álög séu á West Ham þessa dagana. Eins gott að maður sé ekki í viðskiptum við Landsbankann, því þeir eiga örugglega eftir að hækka vextina þegar West Ham fellur endanlega í næstu umferð. Samt gaman að þessu að taka þátt í þessari dellu, því alltaf heldur maður með Íslendingum á erlendri grund og skiptir þá engu hvað drullusokkar er um að ræða. Áfram West Ham.

Við Skagamenn unnum þriðju deildina í Íslandsmóti skákfélaga um helgina. Samt varð ég ekki Íslandsmeistari í þriðju deild, því ég gat ekki teflt með þeim í haust vegna Thailandsferðar og núna um helgina var ég að vinna svo mikið, en ég var beðin um að tefla á föstudaginn. Á laugardaginn þurftu þeir ekki á mér að halda, þegar ég loks gat teflt. Missti þar með af medalíu, en hefði viljað tefla eins og eina skák í keppninni. Næsta ár ætlum við nokkrir að stofna nýtt lið, Kínaklúbbinn og hefja keppni í fjórðu deild. Ég segi því sennilega skilið við skagaliðið í vor.

Æfingablogg: Ég er farinn að æfa hnébeygjur! Alveg satt, en ég ætla ekki að lofa neinum "tölum" strax. Stefni á að keppa á nokkrum mótum fram að sumri og vonandi bætir maður sig í einhverju, td hnébeygju. Svo hefur þetta vonandi keðjuverkun, því sterkar lappir gera mann sterkari í réttstöðulyftu osf. Svo ætla ég að panta alvöru bekkpressuslopp að utan, til að klára 200 kg, eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér (og öðrum). Það þýðir einfaldlega það, að maður hættir við að hætta í vor.

Hér má sjá baksvipinn á "húsinu mínu" á Thailandi. Kannski við kíkjum þangað fljótlega ef allt gengur eftir í "braskinu" hérna heima. Þá getur maður farið að snúja sér að því að innrétta húsið almennilega. veit hins vegar ekki hvort skákborði mitt sé ennþá á sínum stað. Verð þá bara að kaupa nýtt!