Thursday, March 29, 2007

Botninum náð VII

Eigum við ekki bara að skipta um fyrirliða í íslenska landsliðinu í fótbolta. Ég veit að Eiður er besti knattspyrnumaður Íslands, en á evrópskan mælikvarða er hann miðlungsleikmaður, sem leikur með besta félagsliði heims. Kannski ekki miðlungsleikmaður, en hann er enginn súperstjarna eins og félagara hans í Barcelonaliðinu. Þess vegna er hann súpervaramaður. En hann er ekki nógu góður með íslenska landsliðinu. Auðvitað hefði átt að færa hann niður á miðjuna í seinni hálfleik, eins og Gaui Þórðar vildi gera, þvík Eiður sást vart í leiknum. Og ég er sammála þeim sem segja að Eiður leggi sig ekki nægilega fram fyrir landsliðið, en hver getur láð honum það. Hann er með um 10 milljónir á viku og á svo að fara að leika með litla Íslandi, sem ekkert getur fyrir engan pening og hætta á meiðslum í svona leikjum er alltaf fyrir hendi. Ég man ekki betur en Ásgeir Sigurvinnsson hafi lagt jafn lítið á sig á sínum tíma. Og annað er að sem fyrirliði íslenska liðsins á Eiður að mæta í viðtöl eftir leiki. Það er hans skilda og Hörður Magnússon íþróttafréttamaður var gáttaður á þessari framkomu. Ég heyrði í útvarpinu áðan að hann hefði skrópað í samskonar viðtöl eftir alla hina leikina í riðlinum. Eigum við ekki bara að gefa léttfeita frí frá liðinu og hleypa mönnum sem vilja berjast eins og ljón fyrir íslands hönd. Og ef Eiður verðu valinn í næsta leik vona ég samt að botninum sé náð í hans leik. Annars stóðu íslensku straákarnir sig vel í leiknum og Árni Gautur var með heimsklassamarkvörslu hvað eftir annað í leiknum og með smá heppni hefðum við geta náð jafntefli við Spánverjana.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég segi nú að Eiður sé betri en miðlungs en það er erfitt fyrir hann að blómstra með alla skúnkana við hlið sér sem geta varla gefið sendingu skammlaust ef vegalengdin er meira en 5-6 metrar..baráttuleysi hans er samt auðsæjanlegt og gagnrýnisvert. Brilli tréhestur sem hefur lágmarkstækni til að sparka bolta kemst hinsvegar nokkuð langt á hörkunni og baráttunni en það er nauðsyn í liði okkar gegn svona sterkri þjóð. Ósigurinn var grátlegur úr því sem komið var eftir að Árni Gautur var svona svaða góður. Spanjólarnir áttu samt sigurinn skilið miðað við allt eða þannig..
Ég vil bara sjá Gauja taka aftur við liðinu fyrr en seinna....

Kveðja Magister

6:49 PM  

Post a Comment

<< Home