Saturday, February 10, 2007

Nótt&dag

Ég ætla mér að vinna nótt og dag til að verja fjárfestingar okkar. Á síðustu dögum hef ég rætt við fjölda manna, sem ég tel að séu ráðgjafar mínir og flestir segja þeir að dæmið gangi upp. Það eru bara "muppet" í kerfinu sem ég verð aðeins að leiða hjá mér. Ég man þá tíð á fyrstu árum eftir að ég fjárfesti í minni fyrstu íbúð. Erfiðlega gekk að láta enda ná saman og smám saman stækkaði boltinn. Ég íhugaði alvarlega að selja mína íbúðina og flytja til Spánar. Ekki tímdi ég því, þegar á hólminn var komið. Ég guggnaði á þessu og hafnað tilboði sem ég fékk íbúðina. Eftirá hyggja var það rétt ákvörðun, því þá ætti ég hugsanlega ekki neitt í dag. Eða ég væri nú í góðum málum í Barcelona. Þetta var í kringum árið 2000. Um þetta leiti fór ég að stokka upp mín fjármál. stúlkan sem vann í ráðgjöf heimilanna ráðlagði mér að selja allt og flytja upp á Skaft á Kleppi. Ég benti henni á þá staðreynd að það væru bara hjúkrunarfræðingar sem mega flytja þangað. Eftir þetta er mér meinilla við alla þessa ráðgjafa sem reikna út manns fjármál. Hvað þykist þetta fólk vita hvað ég á að eyða í föt, skemmtanir og bílinn osf. Að sjálfsögðu seldi ég ekki íbúðina að hennar "kröfu". Þessir hálvitar fatta ekki hvað maður getur lifað ódýrt. Þegar ég verð orðinn ríkur ætla ég að setja mig í samband við þessar kerlingar sem reyndu að draga úr manni tennurnar á sínum tíma. Þetta voru einmitt reiknikerlingar hjá Reykjavíkurborg, þjónustufulltrúi í Spron osf. Staðreyndin er sú að ég lifi eins og austurlandabúi og er á góðri leið með að verða ríkur. Bara ef ég hef erft eins og 20-30% af viðskiptaviti föðurafa míns þá á ég svo sannarlega eftir að verða efnaður. Já, ég er að breytast í ekta kapitalista og hægri öfgamann. Enda sötraði ég kaffi við sama borð og Hannes Hómsteinn í gær. Gæti bara vara vel hugsað mér að breytast í íhald. Alveg satt!

Svo hef ég ekkert getað bloggað eftir kraftlyftingamótið. Var auðvitað hundóánægður með árangurinn, enda hafði fasteignabraskið dagana á undan, dregið úr mér mikinn mátt, eins og vatnsdrykkjan á mótsdag. Vildi vera með í mótinu, því þetta átti að vera mitt síðasta bekkpressumót. Ég er hættur eftir þetta keppnistímabil, því ég er þeirrar skoðunar að menn eiga ekki að vera að skúnkast í sportinu ef enginn árangur næst. En ég ætla samt að taka þátt í 1-2 tveim mótum fram að vori og svo hætti ég að pæla í alvöru mótum. Þessi mót eiga að vera fyrir menn og konur sem eru í þessu af lífi og sál, sb Ingvar Ingvarsson, sem menn kynntust í Kastljósþætti um daginn. Hann er í þessu af alvöru og lætur ekkert stöðvað sig. Ég útiloka samt ekki keppni í minni mótum í framtíðinni, enda get égt ennþá keppt við félaga mína eins og Spjóta um hvor er sterkari í bekkpressu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home