Sunday, January 14, 2007

Heimavinnandi húsmóðir

Þá er maður orðinn heimavinnadi húsmóðir. Nokkra daga í viku passa ég litla gaur til kl hálf fimm á daginn. Fyrsta "vaktinn" einn með honum var á nýjarsdag, en eftir nokkra byrjunaorðuleika hefur þetta gengið vel. Núna leikum við okkur saman strákarnir og horfum á tælenskt vcd myndbönd. Ætli við verðum ekki orðnir góðir í söngnum eftir einhverjar vikur. Maður ætti líka að geta unnið eitthvað á tölvuna í vetur, m.a klárað þennan sjúkraliða.

Vinnufélagarnir hittust á Caffi Óliver í gær. Ég ákvað að kíkja aðeins og láta mig svo hverfa fljótlega. Það var nefnilega svo góð daskrá á Rúv. Hvað er eiginlega að gerast með mann? Skemmtanir heilla ekki lengur, þótt vissulega sé gott að kíkjá út annað slagið. Þá var það vandamálið. Ég þorði ekki að spyrja neinn til að gera mig ekki að fífli. Ég er nefnilega dottin út úr þessu samkvæmislífi. Vissi ekki hvar þetta Óliver var til húsa, sem sýnir hversu háan stall skemmtanalífið skipar hjá manni síðusta ár. Á endanum herti ég mig upp og hringdi í Faaborgmeistarann (borið fram Foborg) og spurði hann hvar þessi búlla væri til húsa. Þetta er víst gamla kaffi List sagði Faaborginn. Fyndið, því Kaffi list var minn uppáhaldstaður í gamla daga þegar ég var á djamminu. Þar var mikið spiluð suðræn salsatónlist og maður gar vonast til að hitta spænskumælandi fólk í spjallið.

Annars lenti ég í því að týna bíllyklunum í gær. Reyndar átti ég aðra lykla en þetta voru sérstakir lyklar með fjarstýringu auk þess sem ég hafði hengt ómetanlega lykla á þessa kippu. Því fór drjúgur tími í gærkvöldi að leita að lyklunum áður en það yrði of seint. Í morgun fundust svo lyklarnir undir sófanum, þar sem ég hafði skúrað þeim undir hann í hreingerningum gærdagsins.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home