Nýtt hús
Maður er ekki ennþá búinn að semja við bankann um afborganir á gullkortinu (sumarhúsinu í Thai), en maður er samt farinn að skoða stærra húsnæði á Íslandi. Núna flettir maður fasteignablöðunum, eins og unglingur sem flettir klámblaði eða Bubbi að skoða bílablöð. Sennilega ekki raunhæft að' kaupa núna, en maður veit ekki sitt rjúkandi ráð, því maður er farinn að hringja í fasteignasölurnar, sem allar taka manni vel og vilja allt fyrir mann gera. En er það ekki týpíst að þessir sölumenn séu tilbúnir að gera allt fyrir mann? Hver veit nema maður verði kominn í nýtt og betra húsnæði fyrr en margan grunar, eða er ég að geggjast endanlega?
Ég fór á mína þriðju æfingu upp í gym80 uppá Viðarhöfða í gær, en núna eru gömlu andlitin að detta inn, sem maður þekkti frá gamla staðnum á Suðurlandsbraut. Veit líka að Bóndinn er með marga kúnna í biðstöðu, sem ætla að æfa í nýja gyminu í Hátúni. Annars vil ég bara óska þessum strákum sem eru að reka alvöru lyftingastöð alls hins besta, en veit að þeir verða aldrei ríkir á þessu. Það er bara Bjössi í World Class sem getur grætt á svona rekstri, en World Class er ekki með neina lyftingamenn. Bara menn í vöðvarækt og og spjátrunga af báðum kynjum. En best að vera ekki að tjá sig um Laugar (World Class), því ég þekki ekkert þann stað. Veit bara að kraftlyftingar eru ekki stundaðar í Laugum. En er ekki bara málið fyrir stöðvar sem eiga að ganga fjárhagslega að fá bardagaíþróttir saman við lyftingar. Nýja Gym80 verður með hnefaleikasal, sem er vonandi mjög sniðug leið til að fá fólk upp á Viðarhöfða.
Og talandi um kraftlyftingar, þá er ég verulega vonsvikinn fyrir hönd þeirra. Við eignuðumst mikla afreksmenn á árinu í þessu sporti. Reyndar klofnaði hinn íslenski kraftaheimur í tvö sambönd, en við eignuðumst m.a heimsmeistara í kraftlyflyftingum og heimsmethafa. Heimsmeistarinn Auðunn Jónsson var m.a tilnefndur í kjöri til Íþróttamanns ársins, en kraftlyftingar eru ennþá lagðar í einelti hjá íþróttafréttamönnum þessa lands. Í mínum huga hefði Auðunn átt að vinna titilinn, en ekki einhver handboltamaður. Handboltinn er líka jaðarsport í heiminum. Hann er einungis stundaður í örfáum löndum og er ennþá að því sem ég best veit ekki mikið vinsælli en indverskt rottuhlaup. Einhver spekingurinn bendi mér á að Guðjón Valur væri toppurinn á handboltanum í dag. Gaurinn væri með 2700 elóstig, sem hanboltamaður eða í heimsklassa. Það er Auðunn Jónsson líka því hann hefði svo sannarlega átt skilið að vinna. Annars gef ég orðið frat í þessar kosningar íþróttafréttamanna. Mér finnst að þjóðin sjálf eigi að velja íþróttamann ársins. Það að heimsmeistarinn í kraftlyftingum fái ekki fleirri atkvæði, en fótboltakonur í kvennalandsliði Ísland með fullri viðingu fyrir þeim er bara hneyksli. Þá er bara betra að sleppa því að tilnefna kraftlyftingamann í þessu fáránlega kjöri. Annars er mín skoðun sú að úr því að kraftlyftingar voru ekki í náðinni, þá áttu þeir bara að kjósa Birgi Leif golfara sem íþróttamann ársins, því mér finnst afrek hans að komast í evrópsku mótaröðina miklu meira afrek, en það sem handboltastrákarnir okkar voru að gera. Golf er ein vinsælasta íþróttagrein í heimi, en handbolti er bara á svipuðum stalli og indverskt rottuhlaup og þar fyrir utan hefði ég sett Eið Smára fyrir ofan þessa handboltastráka.
Sparikarlinn og Atlowitz eru núna lagðir af stað til Filipseyja þar sem þeir ætla að lenda í ævintýrum. Spari fer með sambýliskonu sinni og átta mánaða gamalli dóttur, en Atlowitz er að fara að hitta tilvonandi unnustu sína og eiginkonu, sem er gul og ramkaþólsk. Giftingin verður í næstu viku og þá fær hann fyrst að sofa hjá henni held ég! Veit ekki hvort þetta sé leyndarmál, en þá verður bara að hafa það. Atlowitz er bara gælunafnið á manninum, en hann ætlar að dvelja í um tvo mánuði á Filipseyjum, en hann eyddi tæplega þrem mánuðum á Pattayaströndinni í Thailandi snemma á síðasta ári. Atlowitz er því sannur ævintýramaður og kvennagull. Sparimaðurinn verður hins vegar bara einn mánuð í landinu og mun dvelja þarna á lúxushótelum og lifa eins og greifi. Hann má þó eiga það að hann er ekki eins vitlaus og ég, því hann krefst þess að vera í fyrsta flokks húsnæði í þessum löndum, því það er alger óþarfi að hafa það verra en heima hjá sér úr því maður verður að þvælast til þessara landa. En það er auðvitað alltaf hættulegt að ferðast í þessum löndum. Í Barcelona var einn skólafélagi minn ættaður frá Filipseyjum að segja okkur frá ástandinu í Manila höfuðborg landsins. Sagði það mjög algengt að menn væru rændir strax í leigubílnum á leið frá alþjóðaflugvellinum. Svo hitti ég konu í dag sem var að koma frá Kenýía. Hún bað farastjórann að fara með sig í fátækrahverfin í höfuðborginni Nairobi, því henni langaði svo að sjá hvernig fátækt fólk hefði það. Það væri ekkert mál var henni tjáð, en í besta falli kæmi hún fatalaus til baka þar sem fólkið væri þegar búið að selja af henni fötin fyrirfram, en í versta falli myndi aldrei til hennar spyrjast aftur. Blökkumaður sem var einn af farastjórum fyrir hópinn sagðist aldrei í lífinu voga sér í þessi fátækrahverfi, því það yrði hans bani. Samt er Kenyia eitt friðsamasta land í Afríku.
Já, það er vandlifað í henni veröld.
Ég fór á mína þriðju æfingu upp í gym80 uppá Viðarhöfða í gær, en núna eru gömlu andlitin að detta inn, sem maður þekkti frá gamla staðnum á Suðurlandsbraut. Veit líka að Bóndinn er með marga kúnna í biðstöðu, sem ætla að æfa í nýja gyminu í Hátúni. Annars vil ég bara óska þessum strákum sem eru að reka alvöru lyftingastöð alls hins besta, en veit að þeir verða aldrei ríkir á þessu. Það er bara Bjössi í World Class sem getur grætt á svona rekstri, en World Class er ekki með neina lyftingamenn. Bara menn í vöðvarækt og og spjátrunga af báðum kynjum. En best að vera ekki að tjá sig um Laugar (World Class), því ég þekki ekkert þann stað. Veit bara að kraftlyftingar eru ekki stundaðar í Laugum. En er ekki bara málið fyrir stöðvar sem eiga að ganga fjárhagslega að fá bardagaíþróttir saman við lyftingar. Nýja Gym80 verður með hnefaleikasal, sem er vonandi mjög sniðug leið til að fá fólk upp á Viðarhöfða.
Og talandi um kraftlyftingar, þá er ég verulega vonsvikinn fyrir hönd þeirra. Við eignuðumst mikla afreksmenn á árinu í þessu sporti. Reyndar klofnaði hinn íslenski kraftaheimur í tvö sambönd, en við eignuðumst m.a heimsmeistara í kraftlyflyftingum og heimsmethafa. Heimsmeistarinn Auðunn Jónsson var m.a tilnefndur í kjöri til Íþróttamanns ársins, en kraftlyftingar eru ennþá lagðar í einelti hjá íþróttafréttamönnum þessa lands. Í mínum huga hefði Auðunn átt að vinna titilinn, en ekki einhver handboltamaður. Handboltinn er líka jaðarsport í heiminum. Hann er einungis stundaður í örfáum löndum og er ennþá að því sem ég best veit ekki mikið vinsælli en indverskt rottuhlaup. Einhver spekingurinn bendi mér á að Guðjón Valur væri toppurinn á handboltanum í dag. Gaurinn væri með 2700 elóstig, sem hanboltamaður eða í heimsklassa. Það er Auðunn Jónsson líka því hann hefði svo sannarlega átt skilið að vinna. Annars gef ég orðið frat í þessar kosningar íþróttafréttamanna. Mér finnst að þjóðin sjálf eigi að velja íþróttamann ársins. Það að heimsmeistarinn í kraftlyftingum fái ekki fleirri atkvæði, en fótboltakonur í kvennalandsliði Ísland með fullri viðingu fyrir þeim er bara hneyksli. Þá er bara betra að sleppa því að tilnefna kraftlyftingamann í þessu fáránlega kjöri. Annars er mín skoðun sú að úr því að kraftlyftingar voru ekki í náðinni, þá áttu þeir bara að kjósa Birgi Leif golfara sem íþróttamann ársins, því mér finnst afrek hans að komast í evrópsku mótaröðina miklu meira afrek, en það sem handboltastrákarnir okkar voru að gera. Golf er ein vinsælasta íþróttagrein í heimi, en handbolti er bara á svipuðum stalli og indverskt rottuhlaup og þar fyrir utan hefði ég sett Eið Smára fyrir ofan þessa handboltastráka.
Sparikarlinn og Atlowitz eru núna lagðir af stað til Filipseyja þar sem þeir ætla að lenda í ævintýrum. Spari fer með sambýliskonu sinni og átta mánaða gamalli dóttur, en Atlowitz er að fara að hitta tilvonandi unnustu sína og eiginkonu, sem er gul og ramkaþólsk. Giftingin verður í næstu viku og þá fær hann fyrst að sofa hjá henni held ég! Veit ekki hvort þetta sé leyndarmál, en þá verður bara að hafa það. Atlowitz er bara gælunafnið á manninum, en hann ætlar að dvelja í um tvo mánuði á Filipseyjum, en hann eyddi tæplega þrem mánuðum á Pattayaströndinni í Thailandi snemma á síðasta ári. Atlowitz er því sannur ævintýramaður og kvennagull. Sparimaðurinn verður hins vegar bara einn mánuð í landinu og mun dvelja þarna á lúxushótelum og lifa eins og greifi. Hann má þó eiga það að hann er ekki eins vitlaus og ég, því hann krefst þess að vera í fyrsta flokks húsnæði í þessum löndum, því það er alger óþarfi að hafa það verra en heima hjá sér úr því maður verður að þvælast til þessara landa. En það er auðvitað alltaf hættulegt að ferðast í þessum löndum. Í Barcelona var einn skólafélagi minn ættaður frá Filipseyjum að segja okkur frá ástandinu í Manila höfuðborg landsins. Sagði það mjög algengt að menn væru rændir strax í leigubílnum á leið frá alþjóðaflugvellinum. Svo hitti ég konu í dag sem var að koma frá Kenýía. Hún bað farastjórann að fara með sig í fátækrahverfin í höfuðborginni Nairobi, því henni langaði svo að sjá hvernig fátækt fólk hefði það. Það væri ekkert mál var henni tjáð, en í besta falli kæmi hún fatalaus til baka þar sem fólkið væri þegar búið að selja af henni fötin fyrirfram, en í versta falli myndi aldrei til hennar spyrjast aftur. Blökkumaður sem var einn af farastjórum fyrir hópinn sagðist aldrei í lífinu voga sér í þessi fátækrahverfi, því það yrði hans bani. Samt er Kenyia eitt friðsamasta land í Afríku.
Já, það er vandlifað í henni veröld.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home