Tuesday, December 19, 2006

Kom vel á nískan

Þegar maður átti svo að fara að endurnýja dvalarleyfið kom í ljós að við öll höfðum farið "aðeins" fram yfir vísatímabilið. Ég hafði keypt túrsita vísa fyrir okkur öll, en það gildir bara í tvo mánuði og borgaði ég fyrir það um sex þúsund krónur. Okkur stóð til boða svokallað non-immigrant vísa, sem er þriggja mánaða vísa, en það hefði kostað mig um sex þúsund krónum meira. Ég sá enga ástæðu til að henda þeim peningum út um gluggan, því við ætluðum hvort eð var að kíkja á Laos, en þegar maður fer út úr landinu og inn í það aftur endurnýjast dvalarleyfið sjálfkrafa um einn mánuð í okkar tilfelli. Reyndar hélt ég að þegar áritunin sjálf sem ég fékk frá Thai-konsúlnum á Íslandi, sem sýndi að áritunin myndi renna út 20 desember væri málið, en fattaði ekki að vísatímbilið kemur skýrt fram í stimplinum sem við fengum frá Immigration á Bangkok flugvelli. Hún rann út í byrjun desember. Þessi stimpill frá herra ræðismanni ruglaði mig í ríminu (það þarf nú reyndar ekki mikið til), en í honum var bara verið að vísa í að landvistaleyfið myndi renna út 20. desember, en ekki dvalarleyfið. Eða var þetta kannski öfugt. Þessi sami ræðismaður fræddi mig líka á því að ég gæti framlengt túristavísað á lögreglustöðvum víðsvegar um landið, en hérna kannast enginn við svoleiðis vitleysu og það er greinilegt að maðurinn hefur aldrei til Thailand komið. Loksins kom svo að því að við skeltum okkur öll til Laosar, en þá fékk maður að borga sektina. Maður vissi alveg um sektina, því maður hafði margoft lesið um hana í túristabæklingum. Þú ert sektaður um 500-1000 bath á dag fyrir hvern umfram dag sem þú ert ólöglegur í landinu. Ég ætla ekki að segja ykkur upphæðina sem ég tapaði, en hún er svipuð og ein góð aukavakt hjá hjúkrunarfræðingi á Íslandi, eða heil árslaun hjá mörgum fátæklingum hér. En það er alltaf "gaman" að koma til Laosar. Siggi er nú ættaður þaðan. En samt var ákveðið að taka Sigga ekki með til Laosar, því það er ekki skylda fyrir hann að fara yfir. Amma hans passaði hann meðan við fórum yfir landamærin að versla merka hluti frá þessu stórmerkilega kommúnistaríki. Þetta var líka skítugur landamærabær og það var ekki ráðlagt að taka lítið kríli með sér þangað. Samt skrítið að koma yfir landamærin því þar var ekkert nema einhverjir trékofar og fátæklingar, en heima í Thailandi er ríkidæmið! Eða þannig. Annars var þetta í annað sinn sem ég kom til Laosar, en í fyrra skiptið kom ég til höfuðborgarinnar Vientiene. Þangað var reyndar gaman að koma og upplifa aðra menningu, en samt er svo skritið að beggja vegna landamærana býr sama fólkið, talar sama tungumál, þs hið hljómfagra tungumál Lao.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home