Tuesday, November 28, 2006

Stólinn

Kaupin á húsinu er næstum frágengin. Ekki er sama vesenið og heima, eins og að taka húsbréf, fara í greiðslumat, þinglýsingu osf. Nei hérna verður gengið frá öllu í einum rykk. Engin fasteignagjöld eða lóðagjöld. Í gær var ég alveg að rifna úr monti að verða orðinn íbúðargreifi. En núna þarf að versla í innbúið, en öllu á að stilla í hóf. Ég ætla ekki að safna drasli eins og á Íslandi. Ég er nefnilega haldin þeirri skelfilegu þráhyggju að engu má henda. Ég á orðið fulla geymslu að allskonar drasli og stundum hefur sameignin þurft að lýða fyrir þessa þráhyggju. Eins og gefur að skilja er ég orðinn býsna óvinsæll víða vegna þessarar veiki. Ég hef bæði í gríni og alvöru verið að kenna fólkinu mínu um þessa þráhyggju. Hér áður fyrr fékk maður aldrei að eiga hlutin sína í friði. Hvar eru rauðu spariskórnir sem þú gafst mér mamma? Þeir ég henti þeim fyrir tveim árum, þú notaðir þá aldrei. Hvar eru skautarnir mínir, mig langaði að skella mér á skauta. Við hentum þeim fyrir þrem árum þegar við tókum geymsluna í gegn. Núna í vetur fór ég að spyrja fjölskyldu mína um hvað hefði orðið um skíðin mín, sem, fóru á flakk í einhverjum flutningum fjölskyldunar. Mig langaði að fara í mína árlegu skíðaferð. Já hún systir þín var að hreinsa út úr geymsluni sinni um daginn og hún henti einhverjum skíðum og skíðaskóm. Maður var auðvitað djöfulli fúll að fá þetta í andlitið. Ég fer á skíði mesta lagi einu sinni ári og gömlu Atomatic skíðin og skórnir voru í fínu lagi og hefðu enst mér út lífið. Ekki fer ég að kaupa ný skíði fyrir þessar ferðir sem eru kannski frekar annað hvert ár. Þannig að núna er ég hættur á skíðum forever. Ég tók þetta bara sem dæmi, en það má auðvitað alltaf finna einhvern milliveg í ruslasöfnun. Ég hef því ákveðið að hér úti ætla ég ekki að safna neinum veraldlegum eigum. Hér ætla ég bara að eiga fötin mín. Nokkur pör af skóm, sjónvarp og tölvu og kannski fimm bækur. Fyrir utan þetta allra nauðsynlegasta, sem á bara að rúmast í einni ferðatösku eða fataskáp. Það er auðvitað myndavéladótið og ýmsir tölvuíhlutir. Sama með allan íburð. Honum verður stillt í hóf, en ætla þó að fá mér eitt af þessum massífu útiskákborðum Það er vel við hæfi að besti skákmaðurinn í N-Thailandi og kannski sá eini sem kann manngangin eigi svona borð. Ef menn trúa mér ekki með skákborðin þá tók ég nokkrar myndir á ferð minni einn daginn. Þessi borð eru jafnvel á fátækustu heimilum eins og hjá frænku í strákofanum. En það er nú reyndar einn til tveir hlutir sem væri til að bæta við "draslið" hérna. Mig langar dálítið að stunda hérna golf. Til þess að spila golf þarf maður að eiga hérna golfsett og kerru. Annað ætla ég ekki að eiga hérna nema kannski sæmilegan bíl.
Annars keypti ég fyrsta húsgagnið í gær, lítinn plaststól, sem hallast aftur og er virkilega notalegt að sitja í á svölunum eða við sundlaugina. Hann kostaði mig 350 bath.










































Taflborð IV
Taflborð V
Taflborð VI
Taflborði VII

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja Gunni.. Það er aldeilis sláttur á þér þarna eystra, allt kostar þetta e-ð og eins gott að hafa markmiðin á hreinu; ekkert óþarfa veraldlegt glingur! Verð að segja að það er ótrúlegt hve algeng þessi taflborð eru út um allt og enginn veit til hvers þau eru nýtanleg :-) Auðvitað seturðu eitt slíkt upp út í garðinum.. Kv, Alma

4:40 AM  
Blogger Gunz said...

já, núna er kominn tími til að vinna á þessari þráhyggju. Hér kaupi ég hvorki bækur né blöð. Þannig ekki er fréttablaði eða Blaðið eða annar ruslpóstur. Og engar bækur sé ég sem ég ræð við að lesa....

11:05 AM  

Post a Comment

<< Home