Friday, November 17, 2006

Stoltið

Ég hef verið að standa í léttum rökræðum á spjallsíðum á Íslandi, þar sem umræðuefnið er útlendingamál. Yfirleitt heyrir maður alltaf sömu tugguna
1. Útlendingar sem hingað koma nenna ekki að læra íslensku.
2. Útlendingar sem hingað koma hafa engann áhuga á landi og þjóð.

Svo fylgir oft með einhver gömul tugga, um útlendingana sem komast á kerfið. Biðraðirnar af gulu fólki fyrir utan féló osf. Mér finnst þessi klisja um útlendingana sem hingað koma til skemmri eða lengri tíma og nenni ekki að læra málið vera staðhæfulaus. Jú, menn héldu þessu fram að mikill meirihluti þeirra sem hingað kæmu, nenntu ekki að læra málið eða kynnast landinu og ég vildi endilega fá að heyra rökstudd dæmi, því ekki hef ég ástæðu til að rengja þetta fólk sem heldur þessu fram. Ég hef reyndar aldrei sjálfur heyrt frá "útlendingi" að þeir vilji ekki læra íslensku, heldur þvert á móti. Allir sem ég hef talað við hafa viljað læra að tjá sig á íslensku. Hverjir vilja koma til Íslands til að starfa hérna og hafa ekki áhuga á að læra málið. Getur fólk "funkerað" í vinnu, eða getur fólk bjargað sér yfirhöfuð út í þjóðfélaginu. Tökum dæmi um slavneskt fólk, sem hingað kemur og kann ekki ensku frekar en íslensku. Það þráir auðvitað að kunna málið, svo það geti fengið betri vinnu og lýði hér vel að öðru leiti. Hins vegar er tungumálið skelfilega erfitt að læra og fólk reynir því að bjarga sér á ensku á meðan. Sumir enskumælandi komast upp með þetta allt of lengi, vegna þess að fólk getur auðvitað bjargað sér á alþjóðamálinu, en ég er sannfærður um að þeim lýður ekki vel með þetta. Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að tala ensku við útlendinga sem hafa verið hérna lengur en 2-3 ár. Finnst það óþarfi og svara þeim yfirleitt alltaf á íslensku.
Ástæðan fyrir því hversu mér er þetta hugleikið er sú að í mínu tilviki er málinu snúið við. Ég er staddur í öðru landi, þar sem tungumálið er framandi og núna er ég í stöðu útlendingsins. Enginn veit hvað ég verð hérna mikið á næstu árum, en næst gæti ég þurft að dvelja mun lengur. Að halda því fram að allir farang (falang) í Thailandi hafi engann áhuga á landi og þjóð og hafi engann áhuga á að læra málið er auðvitað sama vitleysan. Ég fullyrði að allir falangar hérna vilja læra tungumálið, en hins vegar er margt líkt með íslensku og tælensku. Þessi tungumál eru skelfilega erfið að læra. Ég hef setið hérna blóðrauður á veitingastöðum vegna þess að ég hef pantað of sterkann mat. Grét eins og lítið barn, þvi réttur sem ég pantaði var með miklu chillí og því vel sterkur. Ég gæti talið upp fullt af dæmum sem ég hef lennt í, þar sem ég hef krept hnefann af bræði yfir því að vera ekki orðinn sleipari í tungumálinu. Að sjálfsögðu er ég að mörgu leiti bara annars flokks meðan maður getur ekki tjáð sig. En ég hef þó verið að reyna og maður hefur hitt fullt af falöngum sem geta lært málið. Maður þekkir þessa tilfinningu að þegar maður getur gert sig skiljanlegan á framadi tungumáli, þá verður miklu skemmtilegra að vera í landinu. Ég veit það bara að þegar maður fór að geta gert sig skiljanlegan á spænsku á ferðalögum þá varð allt svo miklu einfaldara. Einnig hlýtur það að vera nauðsynlegt að vilja kynnast fólkinu í landinu. Að sjálfsögðu rottar maður sig með sínu fólki, þegar maður er staddur í ókunnu landi, en ég fullyrði að allir hafa löngun til að falla inn í hópinn hvar sem þeir eru staddir í veröldinni. Einu rökin sem ég sé fyrir því að einhver útlendingur á Íslandi vilji ekki læra íslensku er stoltið. Stoltið að viðurkenna ekki að tungumálið er of erfitt og því setur fólk upp þessa grímu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home