Saturday, November 04, 2006

Einbýlishúsið

Seth er kominn heim úr klaustrinu og hefur nú flutt aftur inn í húsið sitt á lóðinni sem Deng á. Þar ætlum við að byggja einbýlishúsið, en ekki er endanlega ákveðið hversu stórt við ætlum að hafa það. Þetta verður glæsilegt óðalsetur, ekkert ósvipað og systir hennar byggði ekki langt frá. Húsið á að kosta þetta frá 500.000-1.000.000 bath eða um 1-2 miljónir íslenskar. Ekki mikið fyrir fólk sem á þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Áhugasamir geta tekið þátt ævintýrinu með því að leggja inn á bankareikning hjá Glitni, sem er í eigu undirritaðs.
Heima hjá Seth I
Ekki meira af lóðum II

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er rosalega flott........
En um leið og ég sá myndina hugsaði ég ...ætli það sé mikið af framandi pöddum þarna...
kveðja ella

7:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá...alvöru-gerfigreifi MASTER!!
------------
þú slærð auðvitað mörgum við með svona sloti..súlur og allt..þá veit maður hvar þú eyðir ellinni..
----------
Kveðja Magister..(en ég myndi aldrei vilja verða innan um þessar pöddur þarna í þessum hita líka)

11:14 AM  
Blogger Gunz said...

This comment has been removed by a blog administrator.

9:16 AM  
Blogger Gunz said...

Skrítið núna er manni farið að hlakka pínulítið til að eldast. Maður verður miklu sáttari við allt og alla með hverju árinu sem líður. En maður venst ekki þessum helvítis pöddum og ógeði. Þessvegna er ég að vinna í því að eignast hérna alvöru húsnæði. Einbýlishús sem lagt er vel í, en kostar auðvitað ekki mikið. Heitur pottur útí garði og sól allan ársins hring. Verið velkominn í heimsókn! Hvernig væri að halda eitt gott deildarpartý hinum megin á hnettinum!

9:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

chrome hearts outlet
a bathing ape
bape outlet
yeezy shoes
Travis Scott Jordan
supreme
goyard handbag
hermes outlet
goyard bag
adidas yeezy

5:24 AM  

Post a Comment

<< Home