Tuesday, October 24, 2006

Meira af boxi

Maður hefur engan sérstakan áhuga á boxi lengur, enda má segja að maður hafi séð þá bestu live. Maður hafði gaman af Tyson tímabilinu, en núna nennir maður varla að horfa á þetta lengur, en við Narfi fórum í tvær pílagrímaferðir, en sú fyrri var til New York árið 2000 (þar sem maður sá líka WTC í síðasta sinn), þar sem við sáum Lennox Lewis mala Michael Grant, en sú síðari var á Parken í Köben, þar sem við sáum Mike Tyson rétt merja "stórstjörnuna" Brian Nielsen. Síðan var reynt að hitta Tyson sjálfan með því að sitja fyrir honum á SAS Radison hótelinu í miðbæ Köben, en því miður var Tyson ekkert að dvelja á því hóteli, því hann hafði farið á SAS hótelið sem er á Amager. En við náðum að hitta annan ungan mann Joe Calzage , en við sáum hann einmitt í upphitun fyrir Tyson. Annars sá ég á CNN hérna að það eru gömlu Sovétríkin (Hvíta-Rússland, Úkraína, Kazakhstan og Rússland), sem eiga alla heimsmeistara í þungavikt hjá stóru samböndunum. Það eru þeir, Serguei Lyakhovich (WBO), Wladimir Klitsckho (IBF), Oleg Maskaev (WBC) og Nicolay Valuev (WBA). Nicolay þessi er víst stærsti heimsmeistari sögunar, aðeins 214 cm hár. Hann varði víst titil sinn um daginn, en áður hafði hann unnið John Ruiz í mjög umdeildum bardaga, en ég sá hann einmitt á Sýn. Bubbi hafði um þetta stór orð, enda fannst flestum að að Ruiz hefði átt að vinna, en það var einhver maðkur í mysunni. Tyson ætti ennþá möguleika gegn þessu trölli, sem er nýjasta "fríkið" hans Don King. Annars veit ég ekkert um þetta, annað en að allir þungaviktameistararnir í dag eru rússneskumælandi Ivan Dragóar. Annars benti Jarlinn mér á nýja danska súperstjörnu, sem á að fara berjast við Joe Calzaghe (manninn sem við hittum óvart í Köben), en sá danski heitir, Mikkel Kessler. Kessler þessi er núverandi heimsmeistari WBC sambandsins í Super Middleweight, en Joe Calzaghe er meistari hjá WBO og IPF.











0 Comments:

Post a Comment

<< Home