Tuesday, October 17, 2006

Loksins

Loksins er internettengingin komin í húsið, því ég var gjörsamlega að sturlast. Ekki þannig að maður væri að geðtruflast, heldur þarf maður víst að vera í sambandi við umheiminn. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Hér hafa verið mikið um flóð og rigningar eins og áður hefur komið fram, en nú er þessu blessunarlega lokið og besti árstíminn að hefjast, þar sem hitinn lækkar og loftið verður þurrara. Manni varð þó ekki um sel þegar vatnið fór að renna um götuna mína. Það voru afleiðingar flóðana, því hleypt hafði verið úr lóni, sem var að flæða yfir, en í þessu grugguga vatni voru víst bæði fiskar og blóðsugur. Samt léku börnin sér þarna og maður sjálfur varð að vaða þennan skít af illri nauðsyn. Þar sem ég er núna sítengdur geta menn náð í mig með:
MSN: gfr@islandia.is
skype: gunnarrunarss
nýr sími: (0066)850661

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkominn í samband við umheiminn.
Ertu eitthvað farin að hugsa um að flytja alfarið út ???
Setja upp hótel eða heilsuhæli fyrir Íslendinga á svæðinu ???
kveðja ella

7:16 AM  
Blogger Gunz said...

Er farinn að afgreiða í kjörbúðinni hérna. "Brjálað" að gera! eR VÍST ORÐINN SVONA MÍNI VERSLUNARSTJÓRI. sÉ um að sækja vörur fyrir sjoppuna á bílnum. Og lennti svo í því að selja tveim strákum sem komu. Ætli maður endi ekki sem nýbúi hérna..

6:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Geðdeild Masters hljómar vel..íslenskt útibú frá Kleppi

5:17 AM  

Post a Comment

<< Home