Thursday, September 28, 2006

Víkingurinn

Hið "geysivinsæla" Víkingaskákmót var haldið um miðjan mánuðinn að heimili Magnúsar Ólafssonar höfundar leiksins. Um var að ræða Reykjarvíkurmót í leiknum og voru allir sterkustu Víkingaskákmenn landsins mættir til leiks. Mótið hafði yfir sér alþjóðlegan blæ, því tveir keppendur voru af þýsku bergi brotnir, en stefnt er að því að breiða leikinn út meðal heimsbyggðarinnar enda stefnt að því að fjölga í hópnum á næsta móti. Leikar fóru þannig að ég sjálfur náði að vinna mótið og þar með náði ég að vinna öll þrjú mótin á þessu ári og þar með talið Íslandsmótið í vor og hin umdeilda al-heimsmeitaratitil. Því miður missi ég að öllum líkindum af Jólamótinu, því þá verð ég út í Thai, en þá verður bara nýr meistari krýndur. Gott mál fyrir hann, en þá hefur maður eitthvað til að stefna að, þs að hirða fyrsta sætið aftur. Ég náði að vinna meistara síðustu ára, Svein Inga í fyrstu umferð, en rétt náði svo að hanga á jafntefli gegn Haldóri Ólafssyni í síðustu umferð, því hann féll á tíma með gjörunnið tafl.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4,5 vinn
2. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0
3. Halldór Ólafsson 3.5
4. Sigurður Narfi Rúnarsson 2.0
5. Hjalti Sigurjónsson 1.0
6. Silfurskottan 0.0

0 Comments:

Post a Comment

<< Home