Tímamót
Í gær var fékk svo litli nafn og í leiðinni ákváðum við Deng að ganga í það heilaga. Aðdragandinn var reyndar mjög stuttur. Fyrst var ég auðvitað ákveðinn í að hafa einhverja skírnarveislu, en var alltaf að draga hana á langinn. Það er nefnilega rammíslenskur siður að skíra barn, en vandamálið var það að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni á síðustu öld, en það breytir samt ekki hugmyndum mínum um gamla íslenska siði. Annar íslenskur siður er sá að barn má helst ekki vera óskilgetið. Þs getið utan hjónabands. Siðan finnst mér nauðsynlegt að rækta sambandið við gamlar frænkur, því flestir eru sammála um að fólk hittist aðeins í skírnarveislum, brúðkaupum og að lokum í jarðarförum. Það sem í upphafi átti bara að vera einföld nafnaveisla varð svo líka brúðkaup. Félagi minn Davíð var síðan fulltrúi sýslumanns og því nokkurskonar yfir klerkur. "Skírnin" og giftingin tók bara nokkrar mínútur. Farið var með tvær bænir. Sungin voru tvö lög og síðan fórum við bæði með eina setningu. Einhverjum gesta varð að orði að aðeins hefði vantað að Dabbi hefði jarðað okkur líka, því allt var framkvæmt í einum grænum. Annars fannst mér aðalhöfuðverkurinn hverjum ég ætti að bjóða. Ekki var t.d möguleiki að bjóða öllum systkinabörnum mínum, en hins vegar vildi ég bjóða þeim sem höfðu áður boðið mér í samskonar veislur. Eitt dæmi var til dæmis ein frænka mín, sem náðist ekki í fyrr en í tveim tímum fyrir veisluna. Hún sagðist ekki hafa verið móðguð en hefði orðið það hefði ég ekki náð í hana. Því miður náði ég ekki í alla, sem ég "skuldaði" boð. Sum syskinabarna minna hafa haldið tvöhundruðmanna boð án þess að bjóða mér, en önnur hafa boðið mér og þeim vildi ég endurgjalda boðið. En því miður náði ég ekki í þessa fáu einstaklinga. En Marín frænka mín kom sem betur fer, því henni ætlaði ég að bjóða. Suma hafði ég því miður ekki tíma til að ná í. Skrítnar pælingar ekki satt. Sumum þýðir reyndar ekkert að bjóða, því þeir eru ekki mikið fyrir svona, en maður býður þeim þá bara uppá grín. Annars er þetta allt liðin tíð. En aðalatriðið er þetta. Tiger litili fékk nafnið: Sigurður Rúnar Phuangphila Gunnarsson. Ég tel að þrátt fyrir hrikalegt skipulagsleysi af þeim sem þetta skrifar, þá trúi ég að "athöfnin" hafi heppnast vonum framar. Held að veislugestir hafi verið milli 60-70 og niðri voru margar tælenskar vinkonur, sem rúlluðu upp heilu matarboði á nokkrum mínútum, en síðan voru hefbundin íslensk tertuveisla. Athöfnin var haldin að Kistufelli á stað sem áður hét Neðri-Gröf (vonandi rétt munað) í stórfenglegu umhveri, þar sem fjöllin Mosfell og Kistufell mætast. Að mínu mati allveg ótrúlega vanmetinn og lítið þekktur staður við rætur Esju. Hvernig stendur annars á því að enginn virðist rata þangað. Fólk þekkir ekki kennileitin eins og Helgafell, Mosfell, Kistufell, Mósgilsár og Leirvogsá. En allir þekkja Kárahnjúkasvæðið þótt enginn hafi komið þangað.
5 Comments:
hamingju gunns....flott hjá þér
jarlinn
Innlegar hamingjuóskir til ykkar allra.
Bestu kveðjur frá fjölskylduni
hér í Thailandi
Ég sagði þér frá "skírnarveislunni", en hef en ekki hinu, því við vorum ekki búin með að ákveðvin með brúðarmarsinn eftir Wagner. Jarl, ég hefði boðið þér hefðir þú verið á landinu. Efast um að maður haldi svona veislu aftur, nema þegar maður verður fimtugur. Svo komst auðvitað enginn frá Thailandi, því miður...
** Innilegar hamingjuóskir í tilefni stóra dagsins í lífi ykkar allra! **
Óska ykkur velfarnaðar og megi óskir ykkar rætast.
Annars þá verðurðu bara að taka því sem uppá kemur og jafnframt undrun eða móðgun frá þeim sem ekki var boðið eða þannig... Það er ekki við öllu gert í þessu lífi.
Ef grannt er skoðað þá er aðalmálið að athöfnin var ykkar, Deng er í löglegu bandi og guttinn kominn með nafn! Það koma tímar fyrir partý með tilheyrandi. Kv, Alma.
Takk fyrir góðar kveðjur, hefði samt viljað standa öðruvísi að veislunni sjálfri. M.a senda út boðskort og boða fleirri í seinna hollið, þs að sleppa athöfninni, enda rúmaði salurinn ekki fleirra fólk. Um að gera að vera Grand úr því maður giftir sig sjo sjaldan
Post a Comment
<< Home