Friday, September 08, 2006

Býr guð í fjöllum

Hvar er guð var spurt í einhverjum þætti á NFS í vikunni. Þar sátu guðfræðingar og prestar sitthvorum megin við borðið og ræddu um fjallaferðir og pílagrímaferðir. Flestir voru þeir sammála um að í náttúrunni kæmust menn í nánara samband við sjálfan sig og þar með guðdóminn. Annar presturinn var toppmaður, sem þýðir það að hann vildi komast á toppinn á sem flestum fjöllum og þar fyndi hann trúarlega upplifun. Annars er ég kominn út á hála braut, því ég er fyrir löngu hættur að velta fyrir mér almættinu. Þ.s að reyna að skilgreina guð, hann er ofar mínum skilningi. Það er frekar að menn eins og Kraftaklerkurinn geti frætt mig um guðdóminn. Ég var minntur á það um daginn að Kraftaklerkurinn hefði blessað Stevegym á sínum tíma. Ég var ekki viðstaddur þann gjörning, þannig að ekki er hægt að kenna "heiðingja" eins og mér um þessa blessun. Reyndar þyrfti klerkurinn að gera meira en að blessa staðinn þegar hann kemur frá Hamborgaralandi, heldur þarf núna að reka út illa anda úr húsinu. Annars er ég dálítið upptekin af fjöllum þessa dagana. Það er einhver ólýsanlegur kraftur sem kemur úr náttúrunni. Ég er búinn að labba nokkra "hóla" með félögum mínum í sumar, m.a Laugavatnsfjall, Snorrastaðafjall, Úlfarsfell og Grimmansfell, þar sem sjálfur Laxnes fékk sína andargift. Ég fyllist alltaf einhverum skáldlegum anda, þegar ég kem á slóðir Nóbelsskáldsins. Annars er ég enginn sérstakur fjallamaður ennþá. Ég á mjög góða fjallaskó, sem ég keypti fyrir tveim árum, en vantar alvöru fatnað og svo að komast í gott úthaldsform. Ég fór m.a með nokkrum félögum á þverfellshornið (Esjuna) í gær. Hef sennilega farið upp á þetta blessaða Þverfellshorn í um 5-7 sinnum, en man það ekki. Í gær hættum við hjá Steini, en þá er maður búinn með 5/6 hluta leiðarinnar. Niðurgangan af Esjunni er líka alltaf erfið fyrir mig, því ég fer alltaf fram í skóna og fæ mikið af blöðrum. Ég þoli líka illa þessa brjálæðinga, sem hlaupa upp og niður fjallið á mettíma og maður horfir undir iljarnar á þeim. Annars er að undibúa fjölskylduhátíð um helgina, sem verður líka útí náttúrunni. Þar mun guð blessa litlu fjölskylduna.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er það ekki hlutverka Njalla Torfa að reka út illa anda...verður þá einhver eftir í gyminu?

12:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað toppur er þetta?
Við á hann..
Kveðja ella

3:50 PM  
Blogger Gunz said...

Hehe, já, næsta sumar verðum við Kleppararnir komnir í form. Þá förum við á Hvannadalshnjúk og Herðubreið og 2008 förum við á Everest.(sjá mynd)

4:34 PM  

Post a Comment

<< Home