Tuesday, September 05, 2006

Úr gymminu

Í gymminu á föstudaginn voru nokkrir fræknir karlar. Einn af þeim var Sigfús Fossdal Norðlendingurinn sterki, sem er í dag á leiðinni til Búlgaríu, en ekki í einhverja flengingaferð heldur er stefnan sett á heimsmeistaramót unglinga 23. ára og yngri. Annars hélt maður að Fúsdalinn væri mun eldri, en man eftir honum fyrst á síðustu öld, þar sem hann var að byrja að keppa, þá um 90 kg að þyngd. Núna er Fúsdalinn kominn í súperflokkinn og er duglegur við að keppa. Ég sá hann taka 250 kg í bekkpressu á föstudaginn í sinni síðustu æfingu fyrir mótið og virkaði sú lyfta mjög góð. Því miður var ég ekki með litlu kvikmyndavélina við hendina, því hún var út í bíl. Fúsdalinn er á góðri leið með að verða einn albesti bekkpressari á Íslandi og vonandi kemur hann heim með eðalmálm frá Búlgaríu. Helst gull.














1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta eru fínar myndir af Ádí (efri mynd) og Skyra (neðri mynd)
en þetta myndband hjá þér er með því dularfyllsta sem ég hefi séð í þeim bransa..

Kveðja...Magister...(síðasta komment mitt á þessa síðu..)

12:56 AM  

Post a Comment

<< Home