Friday, August 25, 2006

Dalalíf

Svo gerðist það einn daginn að ég heillaðist af sveitinni, en það gerðist eiginlega bara í vetur, þegar við Faaborg fórum að skoða sumarhús við Meðafellsvatn og Elífsdal. Við höfðum ákveðna lóð í huga en klikkuðum illilega á því og draumalóðin seldist. Draumalóðin var kofaskrífli við vatnið og á leigulóð, en síðan gerðist það í sumar að verð á þessum sumarhúsalóðum þaut upp úr öllu valdi. Núna tel ég að það sé kominn tími til að tryggja sig inn í framtíðina. Í ferðinni til Laugavatns í vikunni vorum við að skoða okkur um með sumarhús í huga. Mjög margt kemur til greina, frá hjólhýsahverfinu við Laugavatn til landaspildu við Ytri Rangá. Jafnvel kemur Meðafellsvatn ennþá til greina, en kofaskríflið má ekki vera meira en í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík eða ennþá styttra eins og t.d við Kistufell eða bara Hafravatn. Ég féll líka fyrir Apavatni í ferðinni, en þar eru nokkrír bústaðir, en sennilega yrði erfitt að komast að við vatnið, en helst myndi ég vilja vera á þessu svæði td á Þingvallarsvæðinu, Laugavatni, Grímsnesi osf. Ef einhver veit um eitthvað boðlegt á þessu svæði, þá má hann endilega láta okkur Faaborg vita. Hugmyndin er að stofna félag um bústað, td fjórir einstaklingar eða fjölskyldur. Td eru Vilborg og Vikar í svoleiðis félagi um bústað í Húsafelli og hefur þessi búskapur gengið mjög vel til margra ára. Það má líka benda á að ég er í svoleiðis félagi, því mikill fjöldi ættingja minna er í félagi um húsið hans langafa í Aðalvík. Haldnir eru fundir einusinni til tvisvar á ári, þar sem liðið skiptir á milli sín tímanum og hefur það gengið stórvel í þeim dæmum sem ég þekki þ.s í Aðalvík og Húsafelli. Helst hefði maður viljað eiga þetta einn, en þar sem maður er fátækur ríkistarfsmaður, þá verður þetta sennilega að bíða um hríð. En þetta er samt mjög fyndið, því fyrir nokkrum árum fyrirleit maður svona smáborgara sem fóru hverja helgi útúr bænum til að fara upp í sumarbústað í einhver leiðindi eða hokra yfir grilli og sofa
i blautu tjaldi. Ég vildi hins vegar ekki sjá sveitina. Vildi bara eiga hús á Spáni og hvergi vera annars staðar en í hverfi 101 í Reykjavík. En núna er maður orðinn þessi plebbi sem maður áður fyrirleit. Annars var ferðin til Laugavatns vel heppnuð. Við fengum bústað í gegnum klíku á besta stað. Tiger fílaði sig vel að vanda, en ég fékk líka að skreppa í golf í Miðdal þar rétt hjá. Fór líka í fínar fjallgöngur, veiði og svo auðvitað í heita pottinn. Því miður kíktu fáir í heimsókn (vissu ekki af okkur), en Faaborg kíkti nokkra daga m.a til að skoða sveitirnar, en við keyrðum um alla fyrrnefnda staði m.a í Biskupstungur, Hrepp og Skeið og lengst inn í Rangavallasýslu. Og ég kíkti líka á föstudagskvöldið í sumarhús Guðnýjar næturhjúkku við Úlfljótsvatn þar sem deildin mín var að skemmta sér. Reyndar var sá spotti lengri í myrkrinu en ég hélt, en ég stoppaði þar bara í klukkutíma enda liðið komið á herðablöðin og ég sjálfur bílandi. Núna vill maður semsagt eiga annað heimili við vatn eða fjall. Semsagt eiga tvö lítil hús, annað í Reykjavík og hitt útá landi. (Fyrir utan húsin "mín" í Aðalvík og í Norður Thailandi)

2 Comments:

Blogger Gunz said...

Það er of langt á Hornafjörð, en ég myndi vilja búa í Vík (í Mýrdal), þaðan sem afi minn er ættaður. Lengra austar verður ekki komist Lína! Málið er að það er ekki svo slæmt að eldast eftir allt. Hvet æviskeið hefur sinn sjarma. Verst að hafa ekki verið með ykkur meira við Úlfljótsvatn enda er ég kannski að verða of gamall fyrir partýstand? Vona þó ekki!

6:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

chrome hearts outlet
a bathing ape
bape outlet
yeezy shoes
Travis Scott Jordan
supreme
goyard handbag
hermes outlet
goyard bag
adidas yeezy

5:24 AM  

Post a Comment

<< Home