Fidel
Fréttir berast nú af því að heilsu félaga Fidel fari hrakandi. Fidel sem hefur ríkt á Cúbu í meira en 40 ár hefur nú látið völdin í hendur bróður sínum tímabundið. Eflaust er hægt að segja margt gott og slæmt um Fidel, en miðað við mannkynssöguna á tuttugustu og tuttugustu og fyrstu öldinni, þá er Fidel ekki verri en hver annar leiðtogi í þessum heimshluta. Sjálfur ólst ég upp við svarthvíta heimsmynd, sem lýsti sér í því að við Íslendingar teldumst til hinna vestrænu ríkja, hinna lýðfrjálsu og fallegu vestulanda, en í austri var einræðisríkið Sovétríkin og leppríki þeirra í Varsjárbandalaginu, plús hin kommaríkin, þar með talin Cúba. Síðan var það þriðji heimurinn, en þau voru hin fátæku lönd heimsins í Afríku og Asíu. En veröldin er ekki svart / hvít, það er næsta víst. Cúba er reyndar það land í rómönsku ameríku, þar sem lífskjör eru einna skárst, glæpir fátíðir, menntunarstig hátt, heilbrigðiskerfi gott og gleði og glaumur ríkir í landinu. Horfið þið bara á nágrannaríkin, td Dómenikanska lýðveldið, Haiti, Mexico, El Salvador osf osf. Hvert einasta þeirra stendur Cúbu langt að baki, þrátt fyrir viðskiptabann Bandaríkjana í fjörtíu ár. Og þrátt fyrir að þetta ríki hafi verið úthrópað sem eitt mesta einræðiríki veraldar, þá er þetta eitt af fáu löndunum í þessum heimshluta þar sem túristar geta um frjálst höfuð strokið. Ekki hefur félagi Fidel farið með stríði á hendur öðrum þjóðum eða drepið saklaus börn í þúsundatali í þágu einhvers málstaðar s.b stríð gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjamenn hafa stundað. Tökum annað dæmi. Hvað yrði sagt ef Fidel myndi selja Hugo Chavez (Venezuela) vopn í tonnatali, til að sá hinn sami gæti murkað lífið úr indjánaættbálkum sem væru með uppsteit. Ef Hugo myndi sprengja upp heilu þorpin og drepa hundruði saklausra barna með cúbönskum vopnum og fjárstyrk yrði allt vitlaust í alþjóðasamfélaginu. Ég vona svo sannarlega að félagi Fidel nái sér að fullu og muni leiða cúbönsku þjóðina meðan hann hefur heilsu og kraft.
VIVA FIDEL
VIVA FIDEL
1 Comments:
Hjartanlega sammála. Gott hjá þér
Post a Comment
<< Home