Saturday, July 22, 2006

Ármannsheimilið rifið

Þá er það ljóst að gamla Ármannsheimilið er að hverfa til feðra sinna. Því miður gat ég ekki æft þarna sem skildi, en leit við nokkrum sinnum í vetur til að grípa í lóð. Stundum lenti ég á erfiðum húsverði, sem vildi ekki hleypa mér inn, en oftast fékk ég að grípa í stöng. Undir lokinn var of seint að falst eftir lyklum, en Ármenningar ætla að halda áfram að lyfta í nýrri og betri aðstöðu í Laugardalnum. Vissulega er sjónarsviptir af gamla húsinu. Þarna byrjaði ég að dútla með Sveini Inga, sem kenndi mér undirstöðuatriðin. Seinna tók Ólafur Ólafsson við, en ég var aldrei lengi í sportinu, en náði þó silfri í snörun og bronsi í jafnhöttun og samanlögðu á mínu eina Íslandsmóti í greininni árið 1988. Þegar ég byrjaði var lyftingasalurinn í hinum enda hússins (þurfti að ganga í gegnum fimleikasal), en áður hafði lyftingaaðstaðan verið á öðrum stað í húsinu, í sérstökum skúr, en sá skúr var sennilega ekki viðbyggingin sem ég byrjaði að lyfta í. Síðustu 15. ár hefur lyftingaherbergið verið vinstra megin við aðalinngang (bláa hurðin, sjá mynd). Margir frægir lyftingamenn hófu sinn feril í Ármannsheimilinu. Núna er því miður þessi aðstaða að hvefa fyrir einhverjum blokkaríbúðuðum, en lyftinga (og fimleika)aðstaðan mun færast annað. Þá er það ljóst að allir gömlu staðirnir sem maður æfði á í upphafi heyra nú sögunni til. Ármannsheimilið, Orkulind (síðar kallað Steve-gym), Orkubankinn og Kjörgarður. Ég keyrði fram hjá húsinu í gær og ákvað að smella mynd af þessu húsi, sem gaf manni svo mikið. Far í friði.













5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Við hérna eldgömlu Ármenningarnir þ.a.s. Gvendur silver,Skörin og Magister við vorum fyrst í sjálfum Ármannskofanum sem sennilega er búið að rífa..en ég æfði í þessu húsi með Silvernum um tíma..eftirminnilegt þegar Silverinn var að æfa í húsinu óupphituðu fyrir OL í Montreal 1976..sennilega enginn Olympífari í heiminum annar sem æfði við frostmark..maður tók síðan þátt í steypun Gvendarbrunnar en þar var lyft nokkuð lengi í húsinu áður en það varð geymsla fyrir fimleikadrasl...
Kveðja. Magister

9:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég segi nú bara fyrir mig og mína: "Kærar þakkir fyrir ljúf-sárar minningar. "
Ég hef verið í þessu húsnæði sem heimagangur, dyggur stuðningsmaður/kona, uppskorið sorg en aðallega GLEÐI og börnin mín 3 haldið þarna til, sín bernskuár og fram á seinni hluta gelgjunnar.
Það hefur löngum verið til háborinnar skammar hvernig aðbúnaður afreksfóks okkar Íslendinga hefur verið gegnum langan tíma. Og litla ef nokkra styrki fengið til að leggja sig fram. Kv, Móðir 3ja fimleikabarna sem eru orðin fullorðin í dag..

3:19 PM  
Blogger Gunz said...

Já, maður talar nú ekki um hversu mikið þetta hús hefur alið upp marga góða fimleikamenn (og konur). Og svo er það gamli malarvöllurinn, hann var flottur líka. Allt hefur sinn tíma og fljótlega verður gamla Grettisgötugymmið rifið. Þar sé ég mest eftir bifreiðaverkstæði Þórarinns, sem lagaði afturrúðu mína í bílnum um daginn. Mjög gott verkstæði á góðum stað í bænum.

6:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu að meina Steve Gym?...verður það rifið?
Hvað verður um karlugluna þá?
Kveðja
Magister

10:53 AM  
Blogger Gunz said...

Nei er ekki viss, hélt að ætti að rífa þennan kofa á næstu árum. Vissulega sjónasviptir af bílaverkstæðinu.

11:39 AM  

Post a Comment

<< Home